Vikan


Vikan - 10.04.1969, Page 6

Vikan - 10.04.1969, Page 6
EFTIRIÚPUS Alþýðuflokkurinn átti litlu brautargengi að fagna í Borg- arfirði lengi framan af, ef und- an var skilið tryggasta verka- lýðsfylgi hans á Akranesi, og bar einkum tvennt til. Pétur Ottesen var jafnan svo örugg- ur um kosningu, að keppi- nautar hans stóðu uppi von- lausir, og borgfirzkir bændur tregðuðust við að greiða jafn- aðarmönnum atkvæði, þó að sú stefna ætti hljómgrunn meðal þeirra fyrr á árum. Ennfremur skorti festu og skipulag í framboðum Al- þýðuflokksins í héraðinu þangað til Benedikt Gröndal kom til sögunnar, en honum tókst þegar í upphafi að vekja athygli og vinna traust kjós- enda. Raunar hreppti hann framboðið af tilviljun. Mun hann sér í lagi hafa notið móðurbróður síns, Hálfdanar Sveinssonar, sem gerðist um þær mundir drjúgur áhrifa- maður í stjórnmálunum á Akranesi, en hugði engan veginn sjálfur á frama í sýsl- unni. Hins vegar réði úrslit- um, að Benedikt var ungur og vaskur og nennti að leggja sig duglega fram í baráttunni. Er árangur hans einna söguleg- 6 VIKAN 15 tbl astur af landvinningum Al- þýðuflokksins síðustu tvo áratugi, því að hann hefur unnið stórt og erfitt kjördæmi og gerzt umsvifamikill for- ingi á ungum aldri. Benedikt Gröndal fæddist að Ilvilft í Onundarfirði í Vestur-Isafjarðarsýslu 7. júlí 1924 og er sonur Sigurðar Gröndals veitingamanns og síðar yfirkennara í Reykja- vík og konu hans, Mikkelínu Maríu Sveinsdóttur. Fluttist Benedikt með foreldrum sín- um til höfuðstaðarins barn að aldri og ólst þar upp elztur í hópi margra systkina. Hann varð stúdent í Reykjavík 1948, en hélt því næst vestur um haf, stundaði nám við Harvardháskóla í Massa- chusetts í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófi 1940. Hafði Benedikt unnið við Alþýðu- blaðið menntaskólaárin jafn- hliða náminu og mun snemma hafa ákveðið að leggja fyrir sig blaðamennsku. Heimkom- inn að loknu námi sínu í Bandaríkjunum varð hann fréttastjóri Alþýðublaðsins og gegndi því starfi til ársins 1950. Þá réðst hann ritstjóri Samvinnunnar og var einnig HHin forstöðumaður fræðsludeildar Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga síðustu árin, með- an hann vann því.. Benedikt varð ritstjóri Alþýðublaðsins 1959 og er ennþá. Ilann var formaður útvarpsráðs 1950— 1959 og enn frá 1900. Hann var kosinn í miðstjórn AI- þýðuflokksins 1950 og hefur verið endurkjörinn til þess trúnaðar ávallt síðan, var varaformaður flokksins 1059 —1954, þegar Hannibal Valdimarsson skipaði þar önd- vegi, en varð ritari flokksins 1907 og aftur varaformaður hans 1908 og erfði bæði þau embætti af Gylfa Þ. Gísla- syni. Benedikt er landskunn- ur útvarpsfyrirlesari og hef- ur samið minnsta kosti þrjár bækur. Aðalatvinna hans telst þó blaðamennska og rit- stjórn auk stjórnmálanna, en hann er og fulltrúi Alþýðu- flokksins í mörgum nefndmn og við ýmis tækifæri heima og erlendis. Stjórnmálaáhugi Benedikts Gröndals kom snemma í ljós, og mun hann hafa gerzt jafn- aðarmaður strax á mennta- skólaárunum. Eftir námsdvöl- ina í Bandaríkjunum kom hann brátt við sögu í samtÖk- um ungra jafnaðarmanna, og þótti greinilegt, að hann hygði á nokkum frama. Hann valdist til framboðs fyrir Alþýðuflokkinn í Borg- arfjarðarsýslu við alþingis- kosningarnar 1949, og þar með var teningunum kastað. Kom hann mjög á óvart í bar- daganum, fékk 453 atkvæði og stórjók fylgi flokksins frá kosningunum 1940. Munaði aðeins 24 atkvæðum á Bene- dikt og frambjóðanda Fram- sóknarflokksins í héraðinu, og virtust þegar horfur á, að hann tæki forustu í keppninni við Pétur Ottesen um hylli Borgfirðinga. Svo varð og í kösningunum 1953. Hlaut hann 548 atkvæði í kjördæm- inu og 189 umfram frambjóð- anda Framsóknarflokksins,, en þá var Benedikt í þjónustu SIS og þótti sýnu þýðari í umgengni og málflutningi við bændur en flokksbræður hans, þó að mest munaði um fylgisaukninguna á Akranesi. í kosningunum 1950 var svo Benedikt frambjóðandi „hræðslubandalagsins“ í Borgarfirði, og þóttu úrslit- in þar stórtíðindum sæta..

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.