Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 4
Sími 11687 21240 Yður eru frjálsar hendur við val og vinnu Jkkla jffenwood strauvélin Vikuþvottinn. lök, sængurver, borðdúka, handkiæði, kodda- ver o. fl. o. fl. cr nú hægt að' strauja á örskammri stund. Þér setjist við vélina slappið af, látið hana vinna allt erfiðið. Engar erfiðar stoður við strau- borðið. Kenwood strauvélin losar yður við allt erfiðið, sem áður var. Á stuttum tima koniist þér upp á lag með að struuja skyrtur og annan vandmeðfarinn þvott vel og vandlega. Lök, sængur- ver og önnur stærri stykki er hægt að strauja án allra vand- kvæða i Kenwood strauvél- inni, sein er ineð 61 cm valsi. Þér getið pressað buxur, stífað skyrtur og gengið frá ölluni þvotti í Kenwoud strauvélinni eins og fullkominn fagnaður. Verð kr: 8.840.00 Viðgerða- og varahlutaþjónusta KÆRKOMNAR FERMINGARGJAFIR: TRANSISTOR TÆKI FRÁ Plötuspilarar með útvarpi (innbyggður straumbreytir) Margar gerðir af ferðaútvarps- tækjum. Ingólfsstræti 12, Reykjavík — Símar: 12800, 14878. ÞESSAR FERMINGAMYNDIR ERU FRÁ STUDI0 GESTS. í Studio Gests eru í einni fermingarmyndatöku teknar myndir bæði í og án kyrtils eins og hér er sýnt, og innifalin fullgerð stækkun. — Tökum einnig allar aðrar myndatökur. — Myndatökur alla daga vikunnar og á kvöldin. — Pantið tíma. — Studio Gests Laufásvegi 1 8a sími 2-4028. V ___________________________________________________________________J' LOKSINS, LOKSINS Virðulegi Póstur! Loksins, loksins birtust þau aftur á sjónvarps- skerminum, Rannveig og krumminn, sem eiga hug og hjörtu allra krakka á landinu. Ég skrifaði þér um daginn og var að springa af reiði yfir sviknum lof- orðum í sambandi við þessi ágætu „hjú“. En nú ætla ég að vera réttlát og senda líka línu, þegar mér líkar eitthvað vel. Það er skemmst frá að segja, að þessi fyrsti þáttur með Rannveigur og krumman- um var alveg stórkostleg- ur. Krakkarnir mínir hlógu og skemmtu sér og voru eitt sólskinsbros allan tím- ann. Komdu fyrir mig þakklæti til Rannveigar og krummans og biddu þau í guðs bænum að láta sig ekki vanta einn einasta sunnudag hér eftir. Með beztu kveðju. Móðir. . Já, svona er lífið: Meff- an Rannveigu og krumm- ann vantaffi í sjónvarpiff, rigndi skammarbréfunum yfir okkur (rétt eins og þetta væri allt saman Póst- inum aff kenna). En nú þegar þau eru loksins, loksins komin aftur, þá er affeins ein einasta réttlát sála, sem man eftir aff setj- ast niffur og þakka það sem vel er gert. En mann- skepnan er víst svona, því miður. FLEUR FORSYTE Kæri Póstur! Ég er einn af mörgum aðdáendum Fleur í For- sytesögunni, sem Susan Hampshire leikur. Geturðu ekki birt grein um hana, eða að minnsta kosti sagt mér, hvaða hlutverk hún hefur leikið önnur en Fle- ur. Með þökk fyrir allt gam- alt og gott. V.R. í 32. tbl. sem kom út 15. ágúst í fyrra birtum viff langa grein og margar myndir af Susan Hamps- hire. En þá var ekki fariff aff sýna Sögu Forsyteætt- arinnar í sjónvarpinu, svo aff líklega hefur hún vakið minni athygli fyrir þaff. Susan Hampshire kom fyrst fram í kvikmynd 1958, er hún lék smáhlut- verk í myndinni „Expresso Bongo“. Síffan lék hún fleiri smáhlutverk og einn- ig stærri hlutverk í sjón- varpsþáttum. Affalhlutverk hefur hún m.a leikiff í þremur kvikmyndum: „The Three, Lives of Toma- sina“ á móti Patrick Mc- Goohan (Harffjaxlinn), „Night must fall“ meff Al- bert Finney og „Wonder- ful Life“ á móti Cliff Rich- ard. En frægust hefur hún orðiff fyrir leik sinn í fram- haldsleikritum brezka -sjónvarpsins. Fyrst lék hún affalhlutverkið í fyrsta framhaldsleikritinu, sem tekið var í litlum hjá BBC, „Vanity Fair“ eftir Thack- eray, en síffan kom stærsti sigur hennar, Fleur í Sögu Forsyte-ættarinnar. Susan Hampshire er gift franska leikstjóranum, Pierre Granier-Deferre. ALDREI VERIÐ KYSSTAR Elsku Vika! Við höfum lesið þig í nokkur ár. Bezt líkar okk- ur við myndasögurnar, helzt þó Eddu og Binna og Pinna. Við erum mjög áhyggjufullar. Svo er mál með vexti, að við erum sextán ára og höfum aldrei verið kysstar. í guðanna bænum segðu okkur, hvað við eigum að gera. Stund- um förum við á böll, en það er eins og allir dansi nema við. Við erum svo hræddar um, að við séum eitthvað annarlega frá- brugðnar öðrum táningum. Svo biðjum við þig að birta ekki okkar réttu nöfn heldur bara Þrjár örvæntingarfullar. P.S. Er vitlaust af okkur 4 VTKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.