Vikan


Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 10.04.1969, Blaðsíða 47
Jiirgen hefði ekki átt að vera með neinar vangaveltur, heldiir hafa hugann við aksturinn. Þriggjalítra bíll Gabyar var hon- um of framandi og auk þess voru göturnar blautar og hálar rétt undir morguninn. En hann varð einfaldlega að hugsa sig um. Eftir þannig kvöld var ekki hægt að aka bil eins og venjulegur maður. Smávegis vín, nei, það gerði honum ekk- ert til. Allt aðrir hlutir snerust í huga hans. Hann hafði ekki þá tilfinningu að hann æki til Munchen, heldur beint til Heljar. Leiðin, sem hann hafði ætlað að fara, hafði endað. í lokaðri götu. Skugga- legri, ófyrirsjáanlegri götu. Hann var orðinn flæktur í sín- um eigin leik. Janine sat við hlið hans. Og hann ók henni nú til baka til hótelsins. Hún mundi búa áfram á Sanssouci, fara í gönguferðir um borgina, halda áfram að heimsækja dr. Sar- torius .... — Áttu ennþá sigarettu? spurði hún. Júrgen fikraði pakka upp úr frakkavasa sínum. — Viltu líka eina? — Já, takk. Þau voru farin að þúa hvort annað. Nú, auðvitað, eftir koss er ekki lengur hægt að þéra .... Já, ég kyssti þig, Janine. En ekki vegna ástar. Aðeins að yf- irlögðu ráði. Ég má ekki leng- ur missa þig úr augsýn, ég verð að vera nálægt þér, ég verð að ná valdi yfir þér, geta heft för þína .... Ég var ragur, þorði ekki að hrinda þér í fljótið. Ég var sjálfur dauðhræddur. Ég hata þig, en ég er ekki fæddur morð- ingi. Þrátt fyrir það verður þú að hverfa Það var aðeins þess vegna, sem ég var svona aðlaðandi, skil- urðu? Aðeins þess vegna hef ég höfðað til ástar þinnar. Því þú verður að fá traust á mér, tak- markalaust traust, sem aðeins er hægt að fá samfara ást. — Þú ekur of hratt, sagði Janine. — Nei. Hann brosti. Ég veit, hugsaði hann, að þú ert orðin ástfangin af mér. Ég þekki þig. Fyrst hófst það nákvæmlega eins — og endaði fyrir framan altarið. í annað sinn mun það enda á annan hátt. Þegar Gaby kemui- aftur frá París, ákveðum við brúðkaups- daginn. Þú sérð, að tími minn er naumur. Júrgen gleymdi, að hann var ekki á aðalbraut. Tvö ljós lýstu á hann til hliðar frá hægri. Janine hrópaði. Júrgen bremsaði, þeytti stýr- inu um leið til vinstri. Bíllinn kastaðist til, gler brotnaði, járn þeyttist út í loftið. Síðan varð hljótt. Það blæddi aðeins úr hendi Júrgens. Hann reif upp dyrnar og þaut út. Kælir hins bílsins hafði pressazt saman. Þétta leit illa út, en til allrar hamingju stóð ekill hins bílsins einnig á tveimur fótum. Andlit hans var fölbleikt. Annars virtist hann óskaddaður. — Þér eigið sökina, stamaði maðurinn, — þér ókuð eins og brjálæðingur — Eruð þér slasaður? spurði Júrgen. — Ég held ekki. — Það er þó mikilvægast, maður, hreytti Júrgen út úr sér. Hann sló á öxl honum. — Við komum öllu öðru í lag. Ég lofa yður því, að þér skuluð fá nýj- an bíl frá mér. Hann hafði nærri því gleymt Janine. Hann sneri sér við, ætl- aði aftur að bílnum. En þá stóð hún frammi fyrir honum. BlUHLUTIR i FUSTAR CiRDIR BllA. prestolite Kerti Straumlokur Alternatorar Háspennukefli og margt fleira Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27 . Sími 22675 Hann ætlaði að spyrja, hvort hún hefði meiðzt. En orðin köfnuðu í hálsi hans. Hún horfði á hann þannig, að hann óskaði sér helzt af öllu niður úr jörð- inni. Hún leit út eins og hún vissi allt i einu allt. Það er hægt að missa minnið vegna heilahristings. Og vegna heilahristings er einnig hægt að fá það aftur. Það var jafn öruggt og tvisvar tveir eru fjórir. — Hvers vegna horfirðu svona á mig? spurði Júrgen náfölur. Og hann hugsaði: Segðu það, Janine, talaðu hin tortímandi orð Búið, hugsaði hann. Öllu vog- að, öllu tapað. Hann hlaut að sjá í bláum augum hennar, er hún liti á hann: Júrgen, ég man líf mitt aftur. Ég veit, hver ég er, ég veit, hver þú ert Kuldinn læddist niður eftir hrygg hans. Óttinn greip hann sterkri hendi sinni. Að hann hefði haldið hana dána, að hann hefði jarðað hana, það gat hann ennþá útskýrt fyrir henni. En hvernig átti hann að útskýra fyrir henni, hvers vegna hann hefði ekki sagt til sín, hvers vegna hann hafi virt hana fyrir sér, veitt henni eftirför og að lokum meira að segja boðið henni út, þótt hann hefði með einu orði getað gert blinda veru hennar sjáandi — Júrgen, sagði Janine í þess stað, — þú ert slasaður, hönd þín er öll í blóði . Hrætt andlit hennar sagði honum meira en orð hennar, að áhyggjur hans höfðu verið óþarfar. Hann andaði léttar. Nei, ekk- ert undur hafði gerzt. Tauga- áfallið hafði ekki gefið henni minni hennar aftur. Allt var sem fyrr . .. Hann gaf henni þreytulegt bros sem þakklæti. — Ekki svo slæmt, aðeins nokkrar skrám- ur. Hann hafði verið heppinn. Blóðdroparnir, sem drupu úr Framhald á bls. 50. Þér sparið með éskrift VIKAN Skiptiolti 33 - sími 35320 i V____________________________________/ Nú er réffi timinn fyrir st I ðilum apótekum BragSbezta kexið er nú sem fyrr LIMMETS og TRIMETS. Látið LIMMETS og TRIMETS stjórna þyngdinni. HEILDSÖLUBIRGÐIR: G. Olalsson U. „ 15. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.