Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 6
Hér er Kúta gamli Sentaría ásamt tuttugu og fjögurra ára gömlum syni sínum, sem hann gat á hundraðasta og þriðja aldursári. En þetta rösklega gamalmenni er langt frá því nokkurt einsdæmi 1 Kákasuslöndum. Hér er Sitsjinava prófessor, höfundur boðorðanna seytján, að taka púlsinn á Kúta gamla. Þegar hann fyrst leit dagsins ljós, var Nikulás fyrsti sar í Rússlandi, Viktoría hafði setið að ríkjum í Bretlandi í þrjú ár, Lúðvík Fil- ippus, „borgarakóngurinn“, sat að völdum í Frakklandi og Kristján áttundi í Danmörku. Þýzkaland og Ítalía voru enn sundruð í mörg smáríki. Kúta var fimm vetra sveinn þegar Jónas Hallgrímsson dó, ellefu ára þegar þjóð- fundurinn var haldinn í Reykjavík og þrjátíu og fjögurra ára þegar við fengum stjórnarskrá. Hann var þrjátíu og níu ára þegar sá landi hans, er frægastur hefur orðið, Jósef Stalín, var í þennan heim borinn nokkru austar í landinu. Hann var sjötíu og sjö ára „öldungur“ þegar bolsévikkabyltingin var gerð. Á æskuárum hans voru járnbrautir í bernsku og bílar óþekktir, hvað þá flugvélar. Karlinn hefði því getað orðið vitni að hinu og þessu heimssögulegu, en líklega hefur hann nú ekki lagt alltof mikið upp úr því að fylgjast með heimsfréttunum. BODOiBIN SEYTJAN EFIIR ÞEIM VERDUR AD RREYTA VILJI MADUR VERDA HUNDRAD ÁRA í sjálfstjórnarfylkinu Abkasíu, sem er hluti af Sovétlýðveldinu Georgíu, býr hundrað tuttugu og sjö ára gamall bóndi að nafni Kúta Sentaría. En varla getur þessi öldungur talizt neitt fenómen þar í landi. íbúar Abkasíu eru um fjögur hundruð sextíu og fimm þúsund, en af þeim eru ekki færri en seytján hundruð sextíu og fjórir komnir yfir nírætt og hundrað þrjátíu og sjö eru yfir hundr- að ára. Gamalmenni þessi þykja, sem von er til, harla forvitnileg, og í borginni Súkúmi við Svartahafið er sérstök rannsóknarstofnun, sem hefur ekki annað að gera en fylgjast með líðan þeirra og draga þar af lærdóm. Forstöðumaður stofnunarinnar, Sitsjinava prófessor, hefur lagt fram seytján boðorð, sem hann telur mönn- um hollt að fylgja, vilji þeir ná hundrað ára aldri. Þau eru þessi: 1. Þú skalt alltaf stunda líkamlega vinnu, helzt frá unglingsár- um og í fersku lofti ef mögulegt er. 2. Þú skalt ekki fitna, ekki heldur þegar þú eldist. 3. Þú skalt borða sem mest af jurtafæðu, hnetum og kjörnum. Við Kákasusmenn verðum ævagamlir af því að við tökum maís- velling, kál, hýðiskorn og salat fram yfir aðra fæðu. 4. Þú skalt borða hvítt brauð, helzt ósýrt. Ég mæli með maís- brauði. 5. Þú skalt borða fisk og ávexti þó enn írekar. 6. Þú skalt borða ferska fæðu með vítamínum, ef hægt er. 7. Þú skalt gæta þess að fæðan, sem þú neytir, sé jafnheit lík- amanum. Of heitur matur er slæmjur og of kaldur enn verri. 8. Þú skalt. vín drekka, þó því aðeins að það sé sætt. Og drekktu í hófi. 9. Þú skalt reykja, að minnsta kosti banna ég það ekki. Káka- susmenn reykja fram á grafarbakkann. Ég þekki hundrað tuttugu og fjögurra ára gamla konu, sem svældi svo kappsamlega að bandarískur ferðamaður spurði: „Með hverju er þessi kvenmaður hitaður upp?“ 10. Þú skalt ekki neyta jurta, sem sprottið hafa við tilbúinn áburð, eða skordýraeitri og öðrum varnarmeðulum hefur verið stráð á. Ekki skaltu heldur drckka klórmengað vatn. 11. Þú skalt búa hátt yfir sjávarmáli, helzt uppi i fjöllunt. — Borgir, þar sem mikið er um reykjandi skorsteina, skaltu forðast eins og heitan eldinn. 12. Þú skalt ekki liggja konur, fyrr en þú hefur náð tvítugs- aldri, og sakar þó ekki að láta það dragast heldur lengrur. En þeg- ar þú ert á annað borð byrjaður á þessu, skaltu gera það eins oft og þig langar til og eins lengi og þú getur — en gæta þess þó að oíreyna þig ekki. 13. Þú skalt ekki sofa hjá öðrum konum en þinni eigin, en hins vegar sakar ekki að kvænast nokkrum sinnum. Við þekkj- um einn öldung, sem er rétt að ganga i hjónaband í þrettánda skiptið. 14. Þú skalt hafa með ungum konum aðeins, sé þess kostur. Þær yngja þig upp um allan helming. 15. Þú skalt sofa að minnsta kosti átta stundir sólarhring hvern. 16. Þú skalt hafa stjórn á skapi þínu, reiði og geðshræring hafa slæmar afleiðingar fyrir heilsuna. Þó er enn verra að birgja inni í sér einhverja vonzku, el' mjaður getur ekki eytt henni með öllu. Þá er betra að æsa sig upp annað veifið. 17. Þú skalt alltaf vera íatækur. Auðæfi eru banvæn plága, l'Iytja með sér stöðugar áhyggjur og gremju. Þetta eru þá boðorð Ianglífisins, og getur hver reynt að fylgja þeim sem vill. ★ V_______________________ 6 VIKAN 17-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.