Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 37
Dáleiðsla Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni 1 Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. Framhald af bls. 21. sem þeir beita dáleiðslu eða ekki. — Hvað gerist, ef ekki er haegt að vekja sjúkling, sem hef- ur verið dáleiddur? — Hann sofnar eðlilega og vaknar aftur eftir nokkurn tíma, og veit þá kannski ekkert hvað gerzt hefur. — Hafið þér verið dáleiddur? — Nei! — Eruð þér í hópi þeirra, sem ekki er hægt að dáleiða, eða þor- ið þér ekki að láta dáleiða yður? — Það er ekki um það að ræða, hvort menn þora eða ekki, heldur hvort þeir vilja og hafa jákvæða afstöðu til málsins. Þeg- ar ég var ungur, gaf ég mig fram hjá dávaldi á skemmtun. Hann var landskunnur dávaldur, en ekki læknir. Við vorum saman margir læknastúdentar og mín afstaða til fyrirbærisins var neikvæð: Honum skal nú ekki aldeilis takast að gera neinar kúnstir við mig, sagði ég við sjálfan mig. Og þegar ekki er grundvöllur undir neina sam- vinnu, misheppnast tilraunin, eins og áður hefur verið sagt. HVERNIG ER AÐ VERA DÁLEIDDUR? Frederik Wagner, yfirlæknir, féllst á að dáleiða blaðakonuna Alice Vestergaard, sem tók þetta viðtal við hann. En hann var ekki trúaður á, að það mundi heppnast sérlega vel. Tilraunin misheppnaðist ekki, en heppnaðist heldur ekki alveg til fullnustu. Ég upplifði ekki eins mik- ið og ég hafði vonað, segir biaða- konan. — Ef til viil stafaði það af litlum hæfileikum mínum sem tilraunadýr, eða ef til vill er skýringin sú, að hér var aðeins um leik að ræða, en ekki alvöru. Ég var ekki sjúklingur í von um bata, heldur aðeins forvitin blaðakona, sem langaði til að vita hvað dáleiðsla er í raun og veru. Ég var beðin um að standa á gólfinu og snúa baki í Wagner lækni, sem með eintóna rödd sagði mér aftur og aftur að ímynda mér, að það væri segull á milli herðablaðanna á mér. Þessi segull átti að toga mig aft- ur á bak. Mér var ljóst, að ég mundi ekkert meiða mie, þótt ég dytti aftur á bak, en það var mjög erfitt fyrir mig að einbeita huganum að blekkingunni um segulinn. í hvert skipti sem ég hreyfðist ofurlítið ósjálfrátt, sagði ég við sjálfa mig, að þetta væri ekkert annað en það sem gerðist alltaf, þegar maður stæði einn úti á miðju gólfi og aðhefð- ist ekki neitt. Öðru hverju fann ég til ofur- lítillar syiju og ef til vill lang- aði mig til að hlýða skipunum, en ég harkaði af mér og vildi ekki gera neitt, sem væri afkára- legt og hlægilegt. í stuttu máli sagt gat ég ekki einbeitt mér að því, sem læknirinn sagði og var alltof tortryggin og vör um mig. Á eftir var ég látin setjast í hægindastól, þar sem mjög gott var að slappa af. Og þá fór eitt- hvað að gerast hægt og hægt.... Mér var sagt að krossleggja fingurna á hnén og hugsa ein- göngu um hægri höndina. Þá gerðist það, að hægri höndin varð mér smátt og smátt fram- andi. Það byrjaði á því, að ofur- litlir kippir fóru um fingurna. Vísifingurinn losnaði, síðan baugfingur og svo hver af öðr- um. Ég sá þetta gerast, en hafði enga stjórn á vöðvunum. Það var ekki ég sem ákvað, að fingurn- ir skyldu síðan beygjast hver af öðrum, heldur Wagner yfirlækn- ir. Allt í einu heyrðist bílflaut að utan. Segulbandstækið, sem ég hafði í gangi allan tímann, sýndi, að aðeins sekúndubroti eftir að flautið heyrðist, fór ég að flissa og eyðilagði allt saman. Wagner yfirlæknir byrjaði þol- inmóður ó byrjuninni aftur. Og hreyfingar fingranna endurtóku sig. Enda þótt ég vissi nú frekar en í fyrra skiptið, á hverju ég átti von, og reyndi að hafa stjórn á fingrum hægri handar, gat ég það ekki. Þeir hreyfðust eftir fyrirmælum læknisins en ekki mínum. Nú gerðist hið sama með vinstri höndina. Mér var sagt að lyfta nú báðum handleggjunum upp í loftið . . . upp í loftið . . . upp í loftið. Ég reyndi eins og ég gat að gera það, en þeir högg- uðust ekki upp á við, heldur sigu stöðugt lengra og lengra niður Mig langaði að biðja lækninn að hætta að endurtaka í sífellu „upp í loftið“, en ég var orðin svo syfjuð, að ég gat það ekki. Af segulbandinu heyrði ég síð- ar, að læknirinn talaði lengi við mig; sagði mér að hvíla mig, slappa af, loka augunum og bað mig aftur og aftur að reyna að lyfta höndunum. Ég man ekkert eftir þessu. Hins vegar man ég að hann sagði mér, að nú lægi ég í grænu grasi, það væri sól- ríkur ágústdagur, nokkrir ský- hnoðrar á bláum himni, ilmur úr grasi, æska.. . . — Við skulum reyna að kom- ast að raun um, hve gömul þé7- eruð. Þér eruð . . . ekki tíu ára ekki níu, ekki átta, ekki sjö. kannski sex.... Á morgun eigið þér að fara í skóla í fyrsta sinn. Að þessu loknu kemur þögn á bandinu og síðan heyrist rödd læknisins að nýju: — Hallið höfðinu aftur og teljið hægt frá tíu og niður í 17. tw. viKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.