Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 19
Heiladingull
Sprunginn eggpoki
Ostro'
gen
Progesterone
EDLILEGT TIDABIL
í eggjastokkunum eru hundruð þús-
unda óþroskaðra poka (follicles) og
geymir hver um sig tilvonandi egg.
í byrjun tiðabils, meðan blæðingar
standa yfir, taka nokkur að þrosk-
ast undir áhrifum eggpokaörvandi
hormóna, FSH (follicle stimulating
hormone), sem heiladingullinn fram-
leiðir. FSH leysist ekki úr læðingi,
nema eggjastokkarnir framleiði of-
urlítið östrogen. Meðan eggjapok-
arnir eru að þroskast, safna þeir í
sig vökva, og í honum er östrogen,
sem undirbýr yfirborð legsins til að
taka á móti væntanlegu barni. Svo
virðist, sem það þynni einnig slím-
tappann, sem venjulega lokar leg-
hálsinum, og gerir sæðinu þannig
kleift að komast inn í móðurlífið.
Vaxandi östrogenmagn dregur ört
úr FSH framleiðslu heiladingulsins.
Um leið er annað hormón leyst úr
læðingi í ríkara mæli, LH (luteinising
hormone), sem gerir egglos mögu-
lega. Nálægt 14. degi eftir fyrsta
tíðadag, þegar jafnvægi FSH og LH
hefur náð vissu stigi, springur einn
eggpokinn (follicle), sem þroskast
hefur meira en hinir, og hleypir úr
sér eggi, sem berst eftir eggjaleið-
aranum til legsins. Þetta er kallað
egglos.
Þegar eggið er farið, breytist eggpokinn í heila örðu — gulu örðuna
eða corpus luteum, og heldur áfram að framleiða östrogen. Hún framleiðir
einnig hið síðara eggjahormón, progesterone, sem gefur heiladinglinum
boð um að hætta að framleiða LH. Án LH og FSH getur enginn eggpoki
náð fullum þroska (þeir og eggin hörna og hverfa). Progesterone lýkur
einnig við að búa yfirborð legsins undir móttöku frjóvgaðs eggs.
FSH
Corpus luteum
Eggpoki í þroska
Egg
§
C7
Yfirboro legsins
Slím
leghálsi
Nálægt 24. degi tíðabils, veslast „gula arðan" upp eins og aðrir þrosk-
aðir eggpokar þess tíðabils og hverfur, ef ekkert frjóvgað egg hefur tekið
sér bólstað í leginu. Yfirborð legsins hjaðnar og á 28. degi hefjast tíða-
blæðingar. Þegar östrogenframleiðslunni linnir, getur heiladingullinn enn
á ný hafið framleiðslu FSH, og nýr hópur eggpoka tekur að þroskast.
☆
Pillan
HllfRNIt VINMIIB
PIILAN?
ASallega með því aS koma í veg
fyrir egglos; en einnig meS því aS
viShalda slímtappanum, sem lokar
leghálsinum, og meS því aS gera
legiS óbyggilegt frjóvguSu eggi.
Östrogenið ( Pillunni kemur ( veg
fyrir framleiðslu FSH, og hindrar
þannig að eggpokarnir þroskist.
Eggpokar konu, sem notar Pill-
una, þroskast venjulega ekki, svo
eggjastokkar hennar framleiða ekk-
ert eðlilegt östrogen. Gerviöstrogen
(gert af mannahöndum) kemur í
staðinn fyrir östrogen eggjastokk-
anna, og gerir að verkum, að yfir-
borð legsins þykknar. En ( Pillunni
er einnig progestogen, sem hefur
sömu áhrif og eggjastokkahor-
mónið progesterone: Skammt-
að — eins og ( blönduðu pillunni — næstum í upphafi tíðabilsins, breytir
það yfirborði legsins þannig, að það getur ekki tekið á móti frjóvguðu
eggi. Það kemur einnig ( veg fyrir þynningu leghálssKmsins.
Kona, sem notar Pilluna, hefur ekki egglos. Gerviöstrogenið hefur kom-
ið í veg fyrir framleiðslu FSH, en án þess geta eggpokarnir ekki þroskazt.
Sé Pillan blönduð, hefur gerviprogestogen einnig hindrað framleiðslu LH,-
líkur eru til að leghálsinn sé enn lokaður og legið óbyggilegt frjóvguðu
eggi.
Konan framleiðir ekki „gulu örðuna" corpus luteum, nema hún hafi
egglos, og framleiðir því ekki progesterone. Gerviprogesterone skiptir
kannski ekki miklu máli sem getnaðarvörn, en gerir að verkum, að konur,
sem nota Pilluna, fá það, sem sýnist vera tíðablæðing. Án progesterones-
ins myndi yfirborð legsins ekki þroskast nægilega til að geta hreinsazt, og
myndi konan þá sennilega fá „ótímabærar" (breakthrough) tíðir.
Síðasta Pilla hvers tímabils er tekin á 20. eða 21. degi tíðabils eftir
fyrirmælum. Þegar líkaminn fær hvorki gerviöstrogen né gerviprogestogen,
hreinsast legið, eins og við eðlilegar blæðingar. En áður en nýr hópur egg-
poka fær ráðrúm til að þroskast, er konan aftur farin að taka Pilluna.
17. tw. VIKAN 19