Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 12
Teikraing: Ragnar Lárusson
Daginn sem Laurie, sonur minn, hóf göngu sína í fyrsta
bekk barnaskólans, hafnaði hann hinum venjulegu smekk-
buxum og tók að klæðast bláurn gallabuxum, með belti.
Fyrsta morguninn, þegar hann lagði af stað til þessa nýja
skóla í fylgd með dóttur nágranna okkar, vissi ég fullvel að
einu tímabili æfi minunar var lokið. Litli blíðlyndi drengur-
inn minn, nýkominn af barnaheimili, hafði skyndilega breytzt
í regingslegan slána, sem þar að auki láðist að veifa til mín
í kveðjuskyni, þegar hann hvarf fyrir næsta húshorn. Heim-
koma hans var með svipuðu móti. Hann sparkaði upp úti-
dyrahurðinni, fleygði húfunni á gólfið og öskraði með rödd
sem allt í einu var orðin rám: „Er nokkur heima?“
Við hádegisverðarborðið talaði hann við föður sinn fullur
hroka, velti mjólkurglasi litlu systur sinnar og benti okkur
á, að kennslukonan segði, að við ættum ekki að leggja nafn
guðs við hégóma.
„Hvernig var skólinn?“ spurði ég eins og af tilviljun.
„Ágætur,“ svaraði hann.
„Lærðirðu eitthvað?“ spurði faðir hans.
Laurie virti föður sinn kuldalega fyrir sér. „Eg lærði
ekkert, sagði hann.
„Eklci neitt,“ skaut ég inn í. „Lærði alls ekki neitt.“
„Ivennslukonan flengdi þó einn drengjanna," sagði Laurie
við brauðsneið, sem hann var að smyrja. „Fyrir ókurteisi,“
bætti hann við með fullan munninn.
„Hvað gerði hann?“ spurði ég. „Hver var það?“
Laurie gerðist hugsi. „Það var Charles,“ sagði hann. „Hann
var dónalegur. Kennslukonan flengdi hann og lét hann standa
úti í horni. Hann var hræðilega dónalegur.“
„Hvað gerði hann?“ spurði ég aftur, en í sömu andránni
renndi Laurie sér niður af stólnum, greip smáköku og hvarf,
meðan faðir hans tuldraði: „Sjáðu til, ungi maður.“
IJm leið og Laurie settist við borðið næsta dag, sagði
hann upp úr þurru: „Jæja, Charles var aftur slæmur í dag.“
Hann glotti afskaplega og sagði: „Charles barði kennslu-
konuna í dag.“
„Je minn,“ sagði ég, hafandi í huga nafn Guðs og hé-
gómann. „Ég tel víst að hann hafi fengið aðra flengingu.“
„Það fékk hann sannarlega,“ svaraði Laurie. „Líttu upp,“
skipaði hann föður sínum.
„Hvað?“ spurði faðir hans, um leið og hann leit upp.
„Líttu niður,“ sagði Laurie. „Þarna er máni. Þú ert bjáni,“
og hló tryllingslega. „IJvers vegna sló Charles kennslukon-
una?“ flýtti ég mér að spyrja.
„Vegna þess að kennslukonan bað hann nota rauða krítar-
liti,“ sagði Iaiurie. „Charles vildi endilega brúka græna liti,
12 VIKAN 17- tbl-
þess vegna barði hann kennslukonuna, og hún flengdi hann
og sagði að enginn skyldi leika við Charles, en samt gerðu
það allir.“
Þriðja daginn, það var miðvikudagur fyrstu vikunnar,
þeytti Charles rólu í höfuðið á lítilli stúlku, svo úr blæddi,
og kennslukonan lét hann sitja inni allar frímínúturnar þann
dag. Fimmtudaginn varð Charles að standa í horninu meðan
kennslukonan sagði ævintýri, vegna þess að hann stappaði
stöðugt í gólfið. Á föstudaginn var hann rekinn frá töflunni,
vegna þess að hann fleygði krít í allar áttir. Á Iaugardag-
inn spurði ég eiginmann minn varlega, hvort hann teldi að
skólinn gæti verið truflandi fyrir Laurie. „Allur þessi dóna-
skapur og málleysa, ásamt þessum dreng, Charles, virðast
hafa slæm áhrif.“
„Það verður allt í lagi,“ sagði maðurinn minn hughreyst-
andi.
„Það hlýtur alltaf að vera til fólk eins og Charles í lieim-
inum. Það er ekkert verra að hitta það nú en síðar.“
Næsta mánudag kom Laurie seint heim, uppfullur af frétt-
um.
„C'harles,“ æpti hann meðan hann kom upp hæðina. Eg
beið í útidyrunum full eftirvæntingar.
„Charles," gólaði Laurie alla leið upp brekkuna. „Charles
var aftur óþekkur."
„Komdu þér tafarlaust inn,“ skipaði ég þegar hann var
kominn nokkurnveginn í kallfæri. „Maturinn bíður eftir þér.“
„Veiztu hvað Charles gerði? spurði hann frekjulega, með-
an hann elti mig inn um dyrnar. „Charles öskraði svo hátt
í einum tímanum að það var sendur drengur úr næstu deild
til að skipa kennslukonunni að þagga niður í honum. Svo
varð Charles að sitja eftir þegar skóla lauk og hin börnin
urðu einnig eftir, til að fylgjast með honum.
„Hvað gerði hann?“ spurði ég.
„Hann barasta sat þarna,“ sagði Laurie um leið og hann
klifraði upp á stólinn sinn við borðið, og bætti við. „Sæll
pabbi, gamla gólfþurrka.“
„Hvernig lítur þessi Charles út og hvað heitir faðir hans?
spurði eiginmaður minn.
„Hann er stærri en ég,“ sagði Laurie. „Hann á engar skó-
hlífar og hann gengur aldrei i jakka.“
Fyrsti foreldra- og kennarafundurinn var haldinn næsta
mánudagskvöld, og sú staðreynd, að blessaður sakleysinginn
var með kvef, hindraði mig í að mæta þar. Ég hafði óstöðv-
andi löngun til að kynnast móður Charles.
Daginn eftir vakti Laurie skyndilega athygli okkar, með
því að segja: