Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 23
varð gáttuð á kjarki .þeirra, fcegar hún sá þá þarna eina og óvopnaða
innan um þessa illúðlegu villimenn.
Irokarnir reyktu af ákefð. Þykkir, bláir reykjarmekkirnir liðu af
vörum þeirra og það leyndi sér ekki að mildi ilmandi jurtarinnar róaði
hjörtu þeirra og 1 staðinn fyrir sorg og reiði færðist yfir þá doði um
hríð.
Klukkustund leið i næstum þögn. Það eina sem rauf hana var fugls-
garg við og við neðan af ánni og villiendur flugu upp í oddaflugi yfir
hvítnandi himin, en stríðsmennirnir, sem sátu og reyktu á jörðu niðri,
fylgdust með þeim með dreymnu augnaráði.
Fíngert ryk blandaðist saman við reykinn og allt umhverfis þau tók
á sig einkennilegan, þokukenndan blæ, en litirnir urðu enn dýpri en
áður.
Angelique fann hönd á handlegg sér. Macollet var kominn aftur. Hann
benti á sólina, sem nú var tekin að lækka á himni.
Hún leit á eiginmann sinn og sá hann hósta tvisvar. Hann hafði varla
þagnað í tvær klúkkustundir og honum hlaut að liða hræðilega í sár-
um hálsinum.
Hún óskaði af öllu hjarta, að hún gæti staðið við hlið hans, umlukt
hann blíðu sinni og ástríðuþrunginni umhyggju. Svo klukkustundum
skipti, hafði hann nú barizt og borið þau öll á útréttum örmum sínum,
hvenær, ó, hvenær myndi hann hafa fullan sigur?
Allt í einu reis Tahoutaguete á fætur og tók til máls með miklum
æsingi.
— Þetta er það sem Tahoutaguete segir í nafni hinna fimm Þjóða,
sagði Nicholas Perrot:
— Þrumumaður, heldur þú að gjafir þínar færi okkar látnu ástvin-
um lífið aftur? Við höfum fengið gjafir og mat, en þeir fengu ekkert í
staðinn, annað en smán og dauða.
Öldukurr leið um villimannahópinn, þegar hann sagði Þetta.
Enn einu sinni sneri Joffrey de Peyrac sér að þeim. Það var eins og
hann tæki á öllu Því, sem hann ætti til og hann talaði af svo miklum
sannfæringarkrafti að hann smitaði Nicholas Perrot og rödd hans varð
há og sterk og blandaðist saman við rödd Peyracs:
— Þar hafið þið rangt fyrir ykkur, stríðsmenn Iroka! Höfðingjar
ykkar hafa ekki aldeilis fengið smán og andlát hér, þvi, það get ég sagt
ykkur, að allt síðan dalurinn helgi tók Irokana að barmi sér hefur
enginn höfðingja ykkar nokkru sinni verið borin til grafar með svo
mörgum dýrgripum, gjöfum og heiðurstáknum og þessir. I hjörtum ykk-
ar segið þið: — Þeir dóu fjarri þorpurn sínum og við getum ekki hjúp-
að lík þeirra fögrum efnum og loðfeldum, og ekki getum við gefið þeim
katla eða vopn til að nota á hinum sælu veiðilöndum! Nú, lítið á þessa
hluti!
Og vopnuðu Spánverjarnir, sem staðið höfðu í óreglulegum hópi, of-
urlítið vinstra megin við hlið varðstöðvarinnar, viku hátíðlega til hlið-
ar, svo Það sást sem Peyrac greifi hafði fram til þessa óskað að fela
fyrir Irokunum.
Stundin var komin.
Undir stóra, rauða hlyninum sátu Swanissit, Ouasategan, Anhisera og
Ganatinha með krosslagða fætur, vopnin í fanginu, héldu höfðunum
hátt og augun voru lokuð.
Stórkostlegur, fjaðurskrýddur höfuðbúnaður huldi flegna kollana og
fimar hendur höfðu málað hátíðastrik, gul og fagurrauð, á köld náand-
litin. Þetta, sem margt annað, var verk kanadisku loðdýraveiðimann-
anna tveggja, sem nutu nú náinna kynna sinna af Irokum og langrar
dvalar sinnar meðal þeirra. Minningarnar um það voru þeim svo Ijósar
að þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að rifja upp hátíðaförðun
og andlitsdrætti Indíánanna, stuttir, sverir fingur Maupertuis höfðu
dregið rauða, lotningarfulla línu, eftir kjálkabörðum Swanissit, en Nic-
holas Perrot, langt, rautt strik, yfir kinn Anhisera, til minningar um
fyrsta sárið, sem hann fékk sem ungur stríðsmaður. Þegar þeir höfðu
lokið við að mála þá hjúpuðu þeir þá í glæsilegar skik-kjur úr loðskinni,
sem Peyrac greifi hafði komið með í kistum sínum. Þeir höfðu rekið
niður hæla í jörðina fyrir aftan hvern ná og bundið skrokkana upp,
eitt band um hálsinn og annað um bringuna, til að halda þeim upprétt-
um, svo þeir gætu setið hnarreistir frammi fyrir fólki sinu; þessir hæl-
ar voru skreyttir með fjöðrum og borðum sem blöktu fyrir vindinum.
Þegar Irokarnir sáu höfðingjana bárust hálfkæfðir kveinstafir upp
frá öllum hliðum. Hér voru þeir fjarri sínum eigin dal, á óvinasvæði
og sáu höfðingjana frammi fyrir sér, sáu skikkjurnar, sem þeir höfðu
verið færðir í og Þær heiðursgjafir sem hrúgað hafði verið á þá, og allt
þetta var 'miklu meira en það sem þeirra eigið fólk hefði nokkru sinni
getað gefið þeim, sem fallið höfðu i stríði.
Þeir stóðu upp og ruddust fram.
— Talaðu til þeirra, sagði Peyrac og lagði valdsmannlega hönd á öxl
Nicholasar Perrots. — Talaðu til þeirra í flýti! Segðu bara eitthvað!
Segðu þeim frá gjöfunum, sem dauðu mennirnir hafa fengið!
Og enn hljómaði rödd Nichoiasar Perrots, róleg, en þó ákveðin og
hélt aftur af þeim, Þvi þetta var rödd sem þeir þekktu og hann tók að
telja upp hlutina eins og kaupmaður á markaði.
Hann hélt athygli þeirra og beindi hugsununum frá þeim hræðilega
sannleika, sem þeir stóðu frammi fyrir, sannleikanum um dauða höfð-
ingjanna, og hann beindi huga þeirra frá sorginni, á listilegan hátt.
Hann sýndi þeim fjóra silfurboga, með marglitum örvum. skreyttum
með skeljum i leðurmal, útsaumuðum með þúsund perlum, skarlats-
rauð teppi, vafninga af tóbaki, hreysikattarskinn, samansaumuð i feldi
og hvitabjarnarskinn, gaupuskinn og úlfsskinn. sem kastað hafði verið
ofan i grafirnar, handa dauðu mönnunum að liggja á. Hann taldi fram
krúsir með mais og rís, fitu og kjöti, sinn skammturinn handa hverjum
látnum höfðingja, svo hann hafði nóg að snæða á hinni löngu leið sinni
til hinna sæiu veiðilanda. Hann útskýrði táknræna þýðingu þessara
fjögurra, óveniulegu hluta, sem voru líkastir einhvers konar gulu blómi
og minntu á tundursveppi; þeir voru til að burrka burt tár höfðing.i-
anna, þvi þessir stóru, en léttu hlutir, sem hétu svampar og komu frá
fjarlægum eyjum, gátu drukkið í sig vatn.
Hann tók vatnsskál og sýndi hvað hægt var að gera með svampi.
Á sama hát.t( og hreint vatnið hvarf skyndilega, þegar svampurinn
snerti það, wíyndu tár smánar þeirra og örvæntingar þurrkast burtu,
sagði hann.
Irokarnir stóðu þarna og tár runnu niður eftir sléttum kinnum þeirra,
þeir létu svampa ganga frá manni til manns og þurnkuðu hvorttveggja
í senn, tárin og litrika stríðsmálinguna af andlitunum.
Fyrir hina nýkomnu Evrópumenn var framandleg sjón að sjá villi-
mennina gráta og þurrka sér um augun með svömpum, þetta var af-
skræmislegur skripaleikur, sem kom þeim til að hlæja og gráta i senn.
Nioholas sýndi þeim hina frægu hálsfesti, sem Peyrac hafði fengið
til merkis um tryggð Abernakanna, ótrúlega verðmætan dýrgrip, fornan
og lotningarverðan, á honum sást sólin rísa í bláu á hivítum bakgrunni
og röðfiska og sæljóna leiðast hönd í hönd, eða ugga í hreyfa — allt
eftir því hvernig það var túlkað — þetta var einhver fegursta hálsfesti,
sem Tekonderoga átti og hana átti Swanissit að færa hinum mikla anda,
til að bæta fyrir sviksemi Abernakanna, hvers fórnarlamb hann hafði
verið.
Svo færðist hann i aukana og lýsti fyrir þeim í smáatriðum stórkost-
legum búningnum sem Swanissit bar, ríkulega útsaumuðum með gull-
og silfurþræði, nákvæmlega sams konar búningi og Hiawatha, hinn
mikli stofnandi Irokasambandsins hafði sagt að sá myndi bera, sem
kæmi til með að halda áfram starfi hans: að bjarga Irokum frá stöð-
ugum styrjöldum, að koma á friði, svo þeir gætu sinnt og notið veiða
og landbúnaðar.
Stríðsmennirnir hnöppuðust að til að skoða og snerta hinar stórkost-
legu gjafir sem hinum látnu voru færðar.
Þeir ruddust hver um annan þveran í sívaxandi æsingi og þeir voru
komnir hættulega nærri. Flestir létu í ljós einlæga aðdáun,. en það
leyndi sér ekki að ágirndin hafði suma þeirra á valdi sínu, þeir gjóuðu
í áttina að varðstöðinni og ræddust ákaft við sín á milli.
Angelique fann andrúmsíoftið breytast; nú var komin örlagastundin.
Á þessu andartaki myndi Peyrac annaðhvort sigra eða tapa.
Hún veitti því athygli að þeir manna Peyracs, sem staðið höfðu aftast
og héldu á gunnfánunum, höfðu hörfað svo lítið bar á út í myrkrið.
I skjóli rökkursins höfðu aðrir teymt hestana út í skóginn og nú
kom Yann til Angeiique og hvíslaði því að henni; að hún og hinar kon-
urnar ættu að fara sig til með börnin, að fikra sig svo lítið báeri á niður
á árbakkann.
Spánverjarnir vörðu þetta laumulega undanhald, því þeir höfðu hlað-
ið byssurnar og undirbúið vopn sín gersamlega hljóðlaust.
— Viljið þið líta eftir Honorine fyrir mig og fara með Yann. sagði
Angelique við Jónasarhjónin. -— Ég kem svo til ykkar eftir andartak.
E'kkert hefði getað komið henni til að fara fyrr en hún sá að eigin-
manni hennar var óhætt.
Hún veitti því athygli að Irokarnir voru farnir að nálgast og píra
gegnum hliðin inn í varðstöðina.
Bláleitir skuggarnir urðu dekkri meðan rauður bjarmi á vesturhimni
kastaði koparglóð yfir landslagið.
Hún gekk til mannahópsins, sem í voru Joffrey de Peyrac, Nicholas.
Maupertuis og sonur hans, Eloi Macollet og nokkrir mannanna af
Gouldsboro, svo sem Malaprade og Maltverjinn Enrico Enzi, sem stóðu
fyrir aftan húsbónda sinn og vörðu hann.
Outakke stóð i miðjum hópnum og studdist við öxl Pierre-Joseph Mau-
pertuis, en nú var þessi hópur gersamlega umkringdur Irokum, sem
stöðugt urðu frekari og ekki vantaði nema herzlumuninn að þeir rydd-
ust inn í virkin.
En það var ekki Joffrey de Peyrac, sem Angelique horfði á. heldur
Outakke. Hún starði svo ákaft á hann að smám saman sneri Móhauk-
urinn höfðinu eins og hann fengi ekki við það ráðið og óttalaus og
ljómalaus augu hans mættu augum hvítu konunnar.
— Ég gaf þér líf, þarna um kvöldið við lindina, hrópuðu augu hennar
á hans. — Þegar þú hafðir særzt. bjargaði ég þér úr höndum Piksaretts,
sem ætlaði að flá af þér höfuðleðrið! Og nú bjargar þú honum, bjargar
þú honum! Þú getur það og ég bið þig að bjarga honum!
Það var í senn bæn og skipun, sem hann las úr ljósum, starandi aug-
um hennar og af gulrauðu andiiti Móhauksins mátti lesa blandaðar til-
finningar.
Hópur Indíána hafði safnazt um Peyrac og mennirnir töluðu ósvifnis-
lega til hans:
— Og hvað um eidvatnið. hinn dýrmæta drykk hvítu mannanna?
Hvar er það? Það fór ekki framhjá okkur að þú hefur meinað höfð-
ingjum okkar þess.
Þessi sjálfskipaði talsmaður flissaði og lét stríðsöxina vega salt í lófa
sér.
— Það er koníak og romm í varðstöðinni, sagði greifinn. — Þar er
því öllu safnað saman á einn stað og það er frátekið sem fórn handa
andanum mikla og það er ekki handa ykkur.
Maðurinn hnussaði hæðnislega og hrópaði eitthvað með samblandi af
reiði og sigri.
Nioholas Perrot varð að taka á honum góða sínum til að hleypa ekki
í brýnnar, en túlkaði eins og ekkert hefði i skorizt:
Við munum taka það sjálfir, án þíns leyfis, Tekonderoga, þú banda-
maður svikara. sem drápu höfðingja okkar.
Þegar Peyrac heyrði þessa móðgandi ræðu steig hann i áttina til
mannsins, þar til hann náði næstum til hans og starði fast i augu hans:
— Og hvert er nafn þitt, þú sem vogar að krefjast þess, sem lagt
hefur verið til hliðar sem fórn handa andanum mikla?
Indíáninn stökk til og lét höggið ríða. en Peyrac vatt sér fimlega
undan stríðsöxinni, sem þaut framhjá höfði hans, svo rétti hann snöggt
úr sér aftur, brá skammbyssunni og sló andstæðinginn með hlaupinu.
Indiáninn hrasaði fatur á bak og féll ringlaður i hóp félaga sinna.
Óp Angelique kafnaði i þvi öskri sem barst frá Irokanum.
En valdsmannlegt hróp þaggaði niður þennan kiið. Það var Out.akke.
Hann lyfti öðrum handleggnum og tók sér stöðu framan við Pevrac
og wrndaði hann Þannig með líkama sinum. Aftur varð allt hliótt og
allir létu vopnin síga. Outakke gaf ungum henpanni merki um að koma
og st.yðja sig, svo sneri hann sér að Peyrac og sagði lágt við hann á
frönsku:
— Ég óska þér ekki bana, Tekonderoga. Andi réttlætisins segir mér
að veita þér lif, því sé það satt, að hefndjn sá ein af lögum okkar fólks.
hafa lög þakklætisins forréttindi fram yfir hana og það væri rangt qf
Framhald á bls. ?.9
17. tbl.
VIKAX 23