Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 40
f---------------------N
HREINUETISTJEKI
í MIKLU ÖRVALI
VELJIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA,
KRISTALSPOSTULÍN FRÁ
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN HF.,
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30
L_________;________________________________;
Husqvarna 2000
HUSQVARNA 2000 saumavélin gerir saumaskapinn
enn einfaldari og skemmtilegri en áður.
MYNSTURSAUMUR
HRAÐSAUMUR — HNAPPAGÖT
STYRKTUR BEINN SAUMUR
”QVERLOCK“ SAUMUR
er nokkuð af því sem HUSQVARNA 2000 hefur að
bjóða yður,
Islenzkur leiðaryísir qg kennsla,
Viðgerðarþjónusta.
HUSQYARNA gæði eru sænsk gæði,
/
Utwal cSqtereitóóo/l h.f
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volver< - Sími 35200
Laugavegi 33
ViS hverja
snertingu hans
Framhald af bls. 29.
Sú vissa, að hann tilheyrði
henni, veitti henni unað. Hún
gafst honum með þeirri tilfinn-
ingu, að hún hefði sigrað allt,
þær ljóshærðu og rauðhærðu,
þær dauðu og lifandi.
Dagsrökkrið féll inn til þeirra.
Hún dró gluggatjöldin ekki fyr-
ir. Hún elskaði nakta líkami,
sinn eigin og elskhuga síns .. . .
— Konan þín hefur þá orðið
ástfangin af þér í annað sinn?
hóf hún samtalið að nýju.
Júrgen kinkaði kolli.
— í rauninni eru viss rök sem
hníga að því, sagði hún hugs-
andi. — Hún þekkti þig ekki,
en þúsund smáatriði hefur hún
munað í undirmeðvitund sinni..
— Veiztu, elskan mín, þetta
var eins og ganga gegnum hel-
víti. Alltaf óttinn við að einhver
mundi sjá okkur, sem hefði
þekkt okkur áður, alltaf um-
hugsunin um hvort hún hefði
nú ekki allt í einu fengið minn-
ið ....
Gaby beygði sig yfir hann. —
Og v:ð iárnbrautarteinana, þá
vorkenndirðu henni, ekki satt?
Júrgen strauk axlir hennar
Hann hafði mýkstu hendur
heimsins, tilfinninganæmar, raf-
magnaðar hendur, og svita-
dropar perluðu nú á enni hans.
— Nei, stundi hann, — vor-
kenndi henni ekki, en það er
dálítið langt milli þess að óska
einhverjum dauða og að verða
að framkvæma óskina sjálfur.
Sími hringdi einhvers staðar
í húsinu. Fótatak. Rödd þjóns-
ins. Síðan varð allt hljótt aftur.
Gaby þrýsti andliti sínu að
hans. — Við skulum reyna það
í sameiningu, sagði hún lágt. —
þegar við verðum tvö, verður
það miklu auðveldara!
Og um leið hugsaði hún: Að
láta dauða manneskju hverfa,
nú, það getur ekki orðið svo
erfitt.
Dr. Stephan Haller þurfti
nokkurn tíma, til þess að finna
gröfina í kirkjugarðinum í
Mariendorf, sem hann leitaði að.
Skriftin á marmarasteininum
leysti úr öllum mótsögnum hugs-
ana hans.
Elskuð og ógleymd
Janine Siebert.
Var þetta raunverulega rétta
leiðin? Margt benti til þess. f
gær hafði dyravörðurinn þekkt
myndina um leið og sagt: — Já,
ég þekki hana. Þetta er. hin látna
frú Siebert. Eftir slæma nótt á
litlu hóteli hafði hann haldið af
stað snemma um morguninn.
f þremur verzlunum, sem
hann reiknaði með að Janine
hefði verzlað í, sýndi hann
myndin. Og þrisvar fékk hann
sama svarið.
Hin látna frú Siebert.
Frá þeirri stundu fékk hann
brennandi áhuga á þeirri látnu.
Hann komst að því, að hún hét
Janine með fornafni, var tuttugu
og sjö ára, hafði verið gift í
fimm ár, barnlaus, hét Rostelle
fyrir giftingu, fædd í Strass-
burg, foreldrar látnir, þar sem
hún var frá Elsass talaði hún
þýzku jafnt sem frönsku, hún
var ljóshærð, bláeygð, fíngerð ...
Þetta kemur allt heim, hugsaði
hann. Og ef hann hefði ekki séð
dánarvottorðið á lögreglustöð-
inni, þá hefði hann ekki verið í
minnsta vafa. En dauði þessarar
Janine Siebert var óvéfengjan-
legur. Starfsmenn við réttar-
stofnunina höfðu sýnt honum
úrskurð um líkrannsókn. Sú
látna hafði einnig verið ljóshærð,
bláeygð, fínleg, og eiginmaður
hennar hafði sjálfur þekkt hana.
Haller leit á raka jörðina, á
stóran blómvönd fölnaðra
nellika. Þegar jarðarförin fór
hér fram, þá lá Janine á deild
hans í Casablanca.
Var í raun og veru brú milli
þessara tveggja punkta?
Hann yfirgaf kirkjugarðinn
hugsandi. Þegar hann beygði
tíu mínútum síðar inn í Atlas-
stræti, tók hann strax eftir, að
búið var að draga tjöldin frá
gluggunum á númer sextán.
Haller þrýsti á bjölluhnappinn,
án þess að hika.
Gráhærð kona opnaði.
— Eg vildi gjarnan fá að tala
við frú Siebert, sagði hann
gripinn skyndilegum innblæstri.
— Hún er ekki lengur í lif-
enda lífi, svaraði sú gráhærða,
— hún hefur nú legið yfir þrjá
mánuði í kirkjugarðinum í
Mariendorf.
Dr. Haller stamaði: — Hvað
segið þér? Janine er dáin?
— Hver eruð þér, spurði kon-
an.
— Nafn mitt er Haller. Doktor
Stephan Haller. Við Janine lék-
um okkur saman sem börn.
— Gjörið svo vel að koma inn,
herra læknir. Að vísu tek ég að-
eins til hérna, en þrátt fyrir það
ætti ég að geta gefið yður kaffi-
sopa.
Þannig heppnaðist honum að
komast inn 1 húsið og eiga sam-
tal við frú Ulisch, sem kom hing-
að tvisvar í viku, til þess að
halda öllu í röð og reglu.
Hann gat litið í kringum sig í
ró og næði. Opinn arinn, falleg
húsgögn, margar myndir, marg-
ar bækur — var þetta raunveru-
iegg sá heimur, sem Janine hafði
búið í? Hafði hún staðið, í þessu
eldhúsi? Setið í þessum ruggu-
stól? Þessi gráhærða frú Uliseh
— tilheyrði hún fortíð hennar?
— Hvað er langt síðan þér
hittuð frú Siebert? spurði konan.
— Mörg ár. Þér vitið hvernig
lífið er, maður missir sjónar á
40 VIKAN 17' tbl-