Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 44
einu sinni frá flugvellinum á skrifstofu Dreistern-Werbung. — Hvar get ég haft samband við herra Siebert í Miinchen? — í Hótel Bayerischen Hof, svaraði einkaritari hans. — Takk fyrir. Hann fór út úr símklefanum, keypti sér sígarettur, gekk óró- legur fram og aftur í biðsalnum. Tálvon hans var orðin að engu, sápukúlan sprungin. Hvaða þýð- ingu hafði það nú, að hann elsk- aði Janine. Enginn spurði um tilfinningar hans. Hann hafði leitað uppi for- tíð hennar, nú varð hann einnig a, gjalda þess fullu verði. Og hann hafði varla neina von leng- ur. Hjónabandið hafði, að allra dómi, verið mjög hamingjusamt. Janine þurfti því aðeins að snúa til baka. í fallega húsið, í eldhúsið sitt, í svefnherbergi sitt.... í heim sinn frá því í gær. Hamingjusamlegur endir langrar sögu, þar sem ekkert rúm var lengur fyrir hann. Vegna myndarinnar í brjóstvasa sínum vissi hann, hvernig Jurgen Siebert leit út. Viðkunnanlegur, það varð hann að viðurkenna. Maður, sem hæfði henni vel, ung- ur, myndarlegur, átti framtíð fyr- ir sér. Hjónin Siebert, guð minn góður, hvað ætti hann svo sem að geta haft á móti því. Elsku litla Janine, þannig hafði hann byrjað bréf til hennar, sem hann þurfti ekki lengur að senda af stað. Allt, sem eftir var fyrir hann að gera: hverfa hljóðlaust af sjónarsviðinu. Vertu sæl, Jan- ine.....þú lætur einhvern tíma heyra frá þér. — Takið eftir, heyrðist nú sagt í hátalarnum, — doktor Haller er vinsamlegast beðinn að hafa samband við afgreiðslu British European Airways. Stúlkan bak við afgreiðslu- borðið broti til hans. — Þér eruð heppinn, herra læknir. Þér kom- ist til Múnchen með þessar ferð. Biðsalurinn er þarna fyrir fram- an, til vinstri. Vélin fer eftir tuttugu mínútur. Annars hugar tók hann brott- fararspjald sitt og gekk inn í biðsalinn. Tómarúm var inma með honum. Hann þurfti ekki lengur að flýta sér. Honum fannst engu máli skipta lengur, hvort hann kæmi til Múnchen i dag eða á morgun.... Hann heyrði ekki í klukkunni, sem taldi síðustu mínútur Jan- ine. Hann hafði engan grun um neina hættu. í raun og veru öf- undaði hann Júrgen Siebert. Hver hafði orðið fyrir því, áð- ur að verða að standa yfir gröf konu sinnar og nokkrum mán- uðum síðar haldið henni ham- ingjusamri í örmum sér? Frarrthald í naesta blaði. Janine kinkaði kolli. — Já, gjarnan. Hundur gellti í garði nágrann- anna. Húsið var frammi fyrir þeim stórt og dimmt, umvafið skuggum og blautum snjó. — Verið ekki hrædd, sagði Gaby og opnaði. — Ég er alein. heima. Pabbi er á ferðalagi og þjónustufólkið hefur frí. Ef Janine hefði gripið um hönd Júrgens núna hefði hún tekið eftir því að sú þönd var ísköld. Þau gengu inn í húsið hvort á eftir öðru. Og hurðin féll að stöf- um að baki þeim. Stephan Haller hringdi enn Ulðarbiliur á loft oo veoui EIK GULLÁLMUR ASKUR CAVIANA LERKI BEYKI FURA OREGON PINE TEAK VALHNOTA MANSONIA HARDVIDARSALAN sf. Þórsgötu 13 Sími 11931 & 13670. PIRA-SYSTEM 1 HIN FRÁBÆRA NÝJA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ODÝR Það er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undaníörnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Ódýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina; hér þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðumar eru lausn nútímans. HÚS OG SKIP hff. Ármúla 5 — Sími 84415 — 84416 .44 VIKAN 17 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.