Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 16
VAINIIOG FOLKSFJÖIGDN Hér hef|um við birtingu útdráttar úr bókinni „Living with the Pill and other methods of contraception", sem tekin var saman og gefin út hjá Times Newspaper í London. Átta sérfræðingar, hver á sínu sviði, lögðu þar á eitt til þess að koma á framfæri öllum þeim fróðleik um Pilluna og aðrar getnaðarvarnir, sem leikmenn geta haft nokkurn hag af eða leikið forvitni á. Vikan hefur fengið einkarétt á íslandi á blaðaútdrætti úr þessari bók, og mun birta hann í næstu blöðunum undir heitinu „Pillan og lífið". — Nærri helmingur bókarinnar fjallar um Pilluna, þótt „karllegar"-getnaðar- varnir séu taldar mun algengari háttur til takmörkunar barneigna en Pill- an. En það er vegna þess, að Piilan er lyf, sem hefur veruleg áhrif á venju- lega líkamsstarfsemi konunnar, og áður en konur hefja notkun slíkra varna eða karlar þeirra hvetja þær til þess, ber þeim beinlínis skyldi til að kynna sér áhrif þeirra, æskileg og óæskileg, til að vita að hverju gengið er. Að því nú er talið, var íbúatala heimsins á fyrstu öld kristni um 250 millj- ónir. Sjúkdómar, hallæri og stríð héldu þessari tölu allvel stöðugri, hún náði ekki að tvöfaldast fyrr en um árið 1650. En 1950 var íbúatala heims- ins komin í 2500 milljónir. Áður en þessi öld er úti, er reiknað með að mannfjöldinn verði orðinn 3 þúsund milljónir. Þótt ekki sé tekið tillit til annars en fæðuöflunar, liggur Ijóst fyrir, að heimurinn hefur ekki efni á fjölgun í svo ríkum mæli. Aðal orsökin til þessarar gífurlegu, snöggu fjölgunar eru batnandi lifn- aðarhættir ásamt framförum í lyfja og læknavísindum. Fleiri ná fullorðins- aldri nú en áður, og geta alið af sér börn. Einkum er þetta gífurlegt vanda- mál í frumstæðum löndum, þar sem framfarir læknavísindanna hafa lækkað dánartöluna til mikilla muna en það hefur ekki farið saman við minnkandi barneignir, eins og varð á Vesturlöndum er iðnbyltingin átti sér stað. Á Vesturlöndum voru þriggja barna fjölskyldur algengar, áður en nútíma getnaðarvarnir komu til sögunnar. Þetta hefur leitt til þess, að stjórnir allra landa hafa veitt getnaðarvörn- um og öllum nýjungum í þeim sérstakan áhuga og ýmislegt hefur verið gert í málunum, bæði með áróðri og beinum verklegum aðferðum. En vandinn hefur verið sá og er enn óleystur, að finna eitthvað, sem gerir íbúa vanþróuðu ríkjanna ófrjóa um lengri eða skemmri tíma, án þess að til þurfi að koma reglusemi og heilbrigð skynsemi þeirra sjálfra, því hvor- ugt virðist fyrir hendi í þeim mæli, sem til þarf. Jafnvel í ríkjum eins ogjl löndum Múhameðstrúarmanna í Norður-Afríku, eru getnaðarvarnir í mol- um hjá sæmilega menntuðu fólki, því þótt Kóraninn leggi ekki bann við notkun getnaðarvarna eins og páfinn, leggur þessi trúarbók Islams svo mikla áherzlu á, að Allah muni leysa allan vanda þeirra, sem á hann trúa, að Múhameðstrúarmenn sinna ekki getnaðarvörnum nema þegar það þjón- ar þeirra eigin dyntum, Allah ræður hvort barn kemur eða ekki, og komi það, mun hann sjá fyrir því. Meðal annars af þessum orsökum hafa hugs- andi menn áhyggjur af sívaxandi útbreiðslu íslams um hinn ómenntaða heim. Kaþólsk trú hefur ennfremur reynzt þungur Ijár í þúfu mannfjölgunar- vandamálsins, og er það enn. Kirkjufeðurnir hafa ekki reynzt samþykkir notkun getnaðarvarna í neinni mynd annarri en þeirri, að telja út tíðabil konunnar og hafa aðeins samfarir þá daga, sem líkur til frjóvgunar eru minnstar. Þótt þessi aðferð, sé henni rétt beitt, veiti nokkra vörn gegn óæskilegum barneignum, er hún ekki verulega örugg, fyrir utan, að varla getur verið um eðlilegt samlíf að ræða, þegar farið er eftir dagatali en ekki gagnkvæmum hughrifum og öðru því, sem gerir kynlíf fólks að at- lotum fremur en tilhleypingu. Það er minna en hálf öld síðan getnaðarvarnir hættu að vera algert feimnismál. Þó verður ekki betur séð á mannfræðilegum ög sögulegum rannsóknum, en konur allra tíma hafi reynt margar aðferðir til að stjórna þungun sinni. Til þess arna hefur verið beitt mörgum aðferðum, sumum hættulegum, öðrum aðeins ófélegum, en flestum, því miður, haldlitlum; það sannar barnadauðinn og ásóknin í fóstureyðinguna. En framfarir vísindanna hafa ekki aðeins orðið til að auka mannfjöld- ann, heldur höfum við nú yfir ýmsum aðferðum að ráða til að takmarka barneignir. Bæði karlmenn og konur geta fengið tiltölulega ódýrar getn- aðarvarnir við sitt hæfi. Við lifum meira að segja á þeirri öld, að konan getur gleypt lyf móti getnaði án þess að óttast að verða varanlega ófrjó eða bíða heilsutjón af. Og ef til vill megum við, þegar allt kemur til alls, vera stolt af að lifa á þeirri öld að getnaðarvarnir séu nauðsynlegar, þegar læknavlsindin og almenn velmegun eru komin á það stig að ella verður offjölgun, og þegar tfðarandinn ætlast til að þeim sé beitt; með öðrum orðum, að þau börn, sem borin eru í þennan heim, fái mannsæmandi að- búnað og uppeldi. npwrwf ‘i. ☆ Umslög tveggja Pillutegunda. Að ofan er bréf með Raðpillum, (sequential (cða serial) pills), en að neðan blönduðum (com- bined) Pillum. Pegar Raðpillur eru notaðar, er mjöð áríðandi að þess sé gætt að taka þær í réttri röð, sem cr gert mjög auðvelt mcð tölusetningunni. Htns vegar er sama mcð blönd- uðu Pillurnar, hvenær þær eru teknar, svo unnt er að byrja hvar scm er á hringnum, þar sem réttur dagur er. — Um- búðir utan um Pillurnar eru mjög margvíslegar og cru marg- ar hverjar gerðar af stakri hugvitscmi. 16 VIlvAX 17- »i,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.