Vikan


Vikan - 23.04.1969, Síða 45

Vikan - 23.04.1969, Síða 45
„Heimakona skrifaði þetta skelegga bréf um jafnrétti karla og kvenna og störf húsmóðurinn- ar. Tilefni bréfsins eru ummæli menntakonu í einu dagblaðanna þess efnis, að konur verði að taka virkari þátt í lífinu utan heimilisins, þá fyrst eigi þær kröfu á fullum mannréttindum. „Heimakona" er ósammála þessu og færir sterk rök fyrir máli sínu. Hún segir m.a.: „Fyrst störf húsmæðra eru ekki þátttaka í atvinnulífinu, hvað eru þau þá? Er tímabært að leggja þau niður?“ Kæra Vika! Ég veit ekki hvort Pósturinn er réttur vettvangur fyrir það, sem ég vil segja í þessu bréfi. Þið hjá Vik- unni hafið verið svo blessunarlega lausir við kvenréttindaskrif. Já, nú hef ég þegar aðvarað ykkur, svo líklega lendir þetta bréf í ruslakörf- unni — með það sama. Frá því að konur hófu baráttu sfna fyrir þjóðfélagslegu jafnrétti við karlmenn, hafa jafnréttismálin ávallt verið vinsælt umræðuefni. Nú á dögum er ekki lengur spurt, hvort konur megi taka til máls á fundum. Það er spurt, hvort giftar konur eigi að vinna úti eða heima. Sitja heima, eins og sumir orða það. í blöðum og tímaritum, bæði inn- lendum og erlendum, er algengt að líta myndskreytt viðtöl við konur, sem leitað hafa út í atvinnulífið og haslað sér þar völl. Þetta eru yfir- leitt mestu myndarkonur og dugn- aður þeirra ótvfræður. Það er Ifka óspart keppzt við að dásama stöðu þeirra og vorkenna vesalings hús- mæðrunum, sem ,,sitja" heima og sóa hæfileikum sínum í barnaupp- eldi, matargerð, þvotta og sauma- skap. Ef það er þá ekki látið liggja að því, að þessar hrjáðu sálir eyði mestöllum deginum í það að ráfa sinnulausar milli eldhúss og stofu, milli þess að þær skreppi í lagn- ingu og drekki kaffi hjá vinkonum sínum. Stundum er jafnvel húsmóð- urhlutverkinu líkt við fjötra, er hefta andlegt frelsi, sjálfstæðar skoðanir og athafnaþrá. Síðan kem- ur venjulega þessi brennandi spurn- ing: Hvers vegna nota konur ekki réttindi sín? Hvernig á að fá þær til þess að leita sér meiri frama, taka á sig ábyrgðarstöður og taka virkari þátt í stjórnmálum? Ung menntakona lætur hafa það eftir sér í víðlesnu dagblaði, að konur verði að taka virkari þátt í lífinu utan heimilis, þá fyrst eigi þær kröfu á fullum mannréttindum. Er þetta ekki nokkuð langt gengið? Ef einhver segði til dæmis: Bílstjóri getur ekki átt kröfu á fullum mann- réttindum, meðan hann gerir ekk- ert annað en að aka bíl sínum. Hvernig hljómar það? Ef einhver héldi slfku fram um aðra en hús- mæður, að vinna þeirra væri svo lítils virði, að þeir ættu ekki skilið full mannréttindi, myndu þá ekki viðkomandi aðilar rísa upp og verja sína stétt? Húsmæður hafa aldrei starfað í skipulögðum stéttarsam- tökum, aldrei farið f verkfall né heimtað laun samkvæmt Dagsbrún- artaxta. Á að refsa þeim fyrir það? Ég er ekki að mæla gegn þvi að húsmæður vinni eitthvað utan heim- ilis, ef þær hafa áhuga á því og ástæður til. Svo eru það margar konur, sem vinna fyrir fjölskyldum sínum af brýnni þörf og er það auðvitað skylda þjóðfélagsins að reyna að létta þeim róðurinn. Ég vil heldur ekki gera lítið úr hlut- verki þeirra kvenna, sem beita sér fyrir félagsmálum kynsystra sinna. Þær hafa í mörgu unnið þarft verk. En hvers vegna þurfa kvenrétt- indakonur að gera lítið úr heimilis- störfum og hlutverki húsmæðra? Heimili má ekki vera stórt, ef vinn- an við það á að vera eitthvert dútl, sem hægt er að hrista fram úr erm- inni í frístundum frá öðrum störf- um. Að minnsta kosti má þá búast við að það þurfi að kaupa svo mikla vinnu til heimilisins, að útivinna húsmóður borgi sig ekki fjárhaqs- lega. Og vinna flestra húsmæðra utan heimilis á fyrst og fremst að vera fjárhagsaðstoð við fjölskyld- una. Konur vinna ekki vegna áhuga á starfinu sjálfu, að sögn. Það er eitt af því, sem . hindrar frama þeirra. En hvað um karlmennina sjálfa, hina frjálsu og starfsglöðu menn? Er ekki vinna flestra þeirra fyrst og fremst brauðstrit? Margir vinna störf, sem eru miklu einhæf- ari og ábyrgðarminni en hin fyrir- litnu húsmóðurstörf. En við lestur kvenréttinda — nei, afsakið, jafn- réttisskrifa í blöðunum, mætti halda að flestir karlmenn væru hámennt- aðir og ynnu ákaflega „interess- ant" störf, sem þeir brynnu af áhuga á. Ef konur hafa lítinn áhuga á að notfæra sér til fulls réttindi sín á athafna- og stjórnmálasviðinu, er þá ekki ástæðan bara sú, að þeim þyki þau of dýru verði keypt, eigi þau að kosta þær uppeldis- og móðurhlutverkið? Sú skoðun er ríkjandi, að konur vinni sér aðeins álit með þátttöku í atvinnulífinu. Fyrst störf húsmæðra eru ekki þátttaka [ atvinnulífinu, hvað eru þau þá? Er tímabært að leggja þau niður? Ég gæti sagt fleira, en bréfið er þegar orðið alltof langt. Þið hafið varla pláss fyrir þetta í Póstinum. Ég skrifa þetta ekki [ þeim tilgangi að deila á útivinnu húsmæðra. Mig langar aðeins til að benda á það, að við sem heima „sitjum", viljum líka láta telja okkur manneskjur og að það er óþarfi að vorkenna okk- ur. Starf okkar er fjölbreytt, skap- andi, stundum erfitt, en það þarf alls ekki að vera leiðinlegt. Og það er arðbært, ef rétt er á haldið. Svo sendi ég Vikunni beztu kveðjur og þakkir fyrir allt. ............Heimakp.na. J7. tbi.. VJKAX. 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.