Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 48
BiTAMATUR 'SSSSSSSSSSSS- Það er orðið algengt að fólk taki brauð og allskonar bitamat íramyfir kökur og margar húsmæður láta slíkt ekki vanta á kaffiborðið, eða þykir gott að geta boðið upp á slíkt með hverskonar hress- ingu. Hér eru nokkrar uppá- stungur, sem vert væri að reyna. OFNBRAUÐSNEIÐAR 6 sneiðar formbrauð, 8 tómatar, 2 harðsoðin egg, 100 gr soðið kjöt eða 'pylsa, graslaukur eða persille, majones, 2 eggjahvítur. Brauðsneiðarnar smurðar og vænar tómatsneiðar lagð- ar ofaná. Eggin skorin í smáa teninga, blandað saman við brytjað kjötið, lauk eða per- sille. Eggjahvítur þeyttar og majones blandað saman við eftir smekk. Eggja- og kjöt- blandan látin ofaná tómatana á hverja sneið, þá eggjahvítu og majonesblanda þar ofaná. Bakað í ofni við 225°C í ca. 8—10 mín. LITLAR SMJÖRDEIGS- KÖKUR MEÐ KJÚKLIN G AF YLLIN GU 1\4 bolli smjörlíki, 2% bolli hveiti, 1 bolli kalt vatn, 1 matsk. edik, 1 bolli brytjað soðið hœsnakjöt, 1-4 bolli saxaður picles, l/i bolli flísaðar möndlur, % bolli chilisósa, 1 tesk. sinnep, % tesk. salt, ögn af pipar, 1 egg, þeytt. Látið smjörlíkið standa a.m.k. klukkustund við stofu- hita, svo það sé vel mjúkt. Blandið saman hveiti, vatni og ediki, hrærið vel í samfellt deig. Hnoðið vel á hveiti- stráðu borði, unz deigið er slétt og gljáandi — allt að 5 mín. Fletjið út í aflangan fer- hyrning og deilið smjörlíkinu á % hluta kökunnar. Brjótið nú ósmurða hlutann yfir mið- hlutann og þann, sem eftir er uppyfir til baka. Snúið styttri hliðinni niður og brjót- ið aítur efri hlutann yfir til hálfs og neðri hlutann upp, ofaná efra brotið. Kælt í 20 mín. Þá er deigið flatt út og brotið eins á ný. Kælt. Þetta er endurtekið tvisvar enn. Loks er deigið flatt út og látð standa í 20. mín. á með- an kjúklingablandan er búin til. Hænsna (kjúklinga) kjöti, picles, möndlum, chilisósu, sinnepi, salti og pipar bland- að vel saman. Skerið deigið út í kringlótt- ar kökur um það bil 8—9 cm í þvermál, fylling látin á miðj- una, egg borin á brúnirnar og kakan brotin í hálfmána, brúnirnar pressaðar niður með gaffli. Berið egg ofaná og bakið í vel heitum ofni 20—25 mín. Berið strax fram. Þessar smjördeigskökur má frysta, þá eru þær ekki egg- bornar ofaná fyrr en þær eiga að bakast. PYLSURÚLLUR Búið til deig úr: % bolla smjörlíki, iy2 bolla hveiti, % bolla köldu vatni, ögn af salti, iy2 tesk. edik. Deigið er búið til á sama hátt og smjördeig, nema smjörlíkið er látið í strax og hnoðað með. Deigið flatt út aðeins einu sinni og látið standa í 20 mín. Skornar út lengjur, þeim vafið utanum litla kokkteilpylsu. Endarnir festir vel með tannstönglum ef með þarf. Þeytt egg borið á rúllurnar og þær bakaðar ljósbrúnar í heitum ofni. BEIKON OG OSTARÚLLLUR Skerið skorpuna af form- brauðsneiðum, eins mörgum og nota skal. Hver sneið skor- in í tvennt eftir lengdinni. Smyrjið hvern helming með frekar sterkum osti, vefjið upp í rúllu og vefjið beikon- sneið þétt utanum, festið með tannstöngli. Bakað unz beik- onið er fullbrasað og brauðið ljósbrúnt. Ath. að stærð brauðsneiða verður að ráða. hvort skera þarf þær í sund- ur. KRAMARHÚSFRÁ TEXAS Smurostur hrærður út með ögn af rjóma. Kramarhús bú- in til úr skinku eða öðrum köldum kjötsneiðum að hvers. og eins smekk og hentisemi.. Kramarhúsin fyllt með ost- hrærunni. Borin strax fram. ☆ MARG1IÍSLEG MATARGERD Hver þekkir ekki þá aðstöðu að þurfa að koma mat á borð í skyndi, grípa það sem til er og reyna að bera það snot- urlega fram á sem skjótastan hátt. Eða þá að matarpen- ingarnir eru að verða búnir og eitthvað þarf að tína til sem ódýrast. Nú, eða tíminn og fjárhagur skiptir ekki meg- inmáli, heldur það, að finna eitthvað nýtt til tilbreyting- ar. Vonandi leynist hér eitt- hvað, sem við á við slíkt tæki- færi. 48 VIKAN 17- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.