Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 49
PIZZA Hnoðið saman deig úr: Sy2 dl hveiti % tesk. salt, iy2 tesk. lyftidujt, 2 matsk. matarolíu eða brœddu smjörlíki, 1 Y> dl mjólk. Deigið flatt út í kringlótta köku og látið í kringlótt köku- mót, ýtið brúnum deigsins upp í jaðra formsins, svo brúnir myndist allt í kring tii þess að koma í veg fyrir að fyllingin sullist út. Nú er fyllingin látin í, bak- að í 240° C ofni í 20 mín. eða þangað til jaðrarnir eru fallega ljósbrúnir. í fyllingu má nota allskon- ar blöndu af grænmeti og kjöti. Tómatkrafti, osti, sard- ínum og sveppajafningi. Hér er ein góð tillaga: Deigið er þakið með tómat- legi (úr flösku) 3—4 matsk. ættu að nægja. Þar ofaná eru lagðar ca. 6 stórar ostasneið- ar, ekki mjög þykkar. 3—4 sneiðar af skinku, 6 sneiðar af ananas, 6 þykkar sneiðar af „spæjipylsu", eða reyktri hálfsoðinni pylsu. Þessu er öllu raðað í rnunst- ur eða á skipulegan hátt á kökuna. Loks má rífa ögn af osti yfir og baka svo í ofnin- um eins og fyrr segir. Þessir réttir eru alltaf born- ir fram heitir. 15 MÍNÚTNA RÉTTUR Iíálfdós bakaðar baunir Hálfdós af fiskbollum. Dósirnar eru opnaðar. Bök- uðu baunirnar hitaðar hægt upp. Soðinu hellt frá fiskboll- unum og þær skornar í bita, látnar hitna í gegn með baun- unum. Borið fram með nýrist- uðu franskbrauði. Réttinn má drýgja með kartöflustöppu, sem' er fljót- gerð úr kartöfluflögum, sem fást í pokum. INDÍ ÁN APOTTUR 1 stór laukur, 2 matsk. smjörlíki, y> kg nautahakk, 3 gulrætur, liálfdós, grœnar baunir, 2 matsk. tómatkraftur, salt, karry, pipar. Laukurinn skorinn fremur gróft og brúnast í feitinni. Gulræturnar hreinsaðar og rifnar gróft á rifjárni. Kjötið látið í pottinn hjá lauknum og brasað, hrært í með gaffli. Gulrótum blandað saman við ásamt tómatkrafti og lcryddi eftir smekk. Dálitlu vatni hellt saman við, lok látið á og rétturinn látinn krauma 5—10 mín. Grænu baunun- um bætt í (ekki soðinu) þær látnar hitna vel. Borið fram með brúnuðum kartöflum, soðnum hrísgrjónum eða spaghetti. ÍTALSKUR SPAGHETTI 200—250 gr spaghetti, 4 tesk. salt í í líter vatns, 2 laukar, 2 matsk. smjörlíki, 2 dl grófrifinn ostur, 8—10 sneiðar beikon eða skinka. Spaghetti soðið í saltvatn- inu í 10 mín. látið vatnið renna af með því að hella því uppá sigti. Laukurinn sneidd- ur og látinn krauma í smjör- líki, tekinn upp og beikon brasað í staðinn við lítinn hita. Eldfast fat smurt vel og spaghetti hringað niður í það, dálitlum osti stráð yfir og laukurinn látinn ofaná, því sem eftir er af ostinum stráð ofan á laukinn og beikon efst. Bakað í ofni við 250° unz beikonið er harðsteikt. Fram- reitt með tómatlegi eða tóm- atsósu. SVISSNESKT RÖSTI Soðnar kartöflur rifnar á grófu rifjárni. Feiti brúnuð á pönnu og kartöflurnar látnar í. Saltað yfir og kartöflunum þjappað með spaða í þétta köku. Frekar mikla feiti þarf á pönnuna því kartöflurnar drekka töluvert af henni í sig. Þegar trúlegt er að það sem niður snýr sé bakað, er kök- unni hvolft á potthlemm og snúið, svo hægt sé að steikja hina hliðina. Þetta má bragð- bæta með rifnum osti og brúnuðum lauk. Og ekki skaðar ögn af beikon eða sneitt hangikjöt. Svipaðan mjög lystugan rétt má gera með því að blanda fiskafgöngum (soðn- um) og rifnum lauk saman við kartöflurnar og steikja á sama hátt. Tómatlög má bera með ef vill. TVEIR RÉTTIR ÚR NAUTAHAKKI 1 kg hakkað nautakjöt, 1 bolli franskbrauðmyls7ia, 8 egg, 1 bolli mjólk, 2 matsk. saxaður laukur ögn af hvítlaulc ef vill, 2 tesk. salt, ögn af pipar. Ollu blandað saman og mót- að líkt og brauð, búið til mót úr álpappír utanum kjötið, lagt í ofnskúffu og nokkrar sneiðar af beikon lagðar ofan á. Bakað við meðalhita í ca. 2 klst. Búið til samskonar kjöt- hleif og búið um í samskon- ar umbúnað í ofnskúffu. I stað þess að þekja með beikon er tómatlegi hellt yfir. Lokað yfir með álpappír og þá þarf ekki nema 1 klst. í ofninum. LAMBA SAVORY 2 sneiðar brytjað beikon, 1 brytjaður laulcur, 1 flís livítlaulcur (má sleppa), V2 bolli kjötsoð (steikarsoð ef til er), 1 tesk. salt, l/> tesk. pipar, 3 bollar bi-ytjað lambakjöt (soðið eða steikt), 3 matsk. rjómi, tómatkraftur (eftir s^nekk), 2 matsk. rifbi7i ostur. Beikon steikt á pönnu, lauk bæfct útí og láti|ð brasast lítillega. Bætið sam- an við kjötsoði, tómatlegi, salti, pipar og kjöti. Þvínæst er öllu liellt í eldfast mót og soðið undir loki í meðalheit- um ofni ra. 1 klst. Lokið tek- ið af og rjómi og rifinn ost- ur látinn ofaná, bakað lok- laust þangað til osturinn er bráðnaður og kássan aðeins farin að brúnast. Borið fram með kartöflustöppu. Nægir handa 4—6. HVÍTKÁLSSALAT Blandið saman 4 bollum af fínsneiddu eða rifnu hvítkáli, y2 bolla af smábrytjuðu rauðu epli, með hýðinu á. y± bolla af muldum hnetum, /> bolla af rúsínum. Búið til majonesblöndu í sér íláti úr x/2 bolla af majon- es, % tesk. salti, ögn af pip- ar og papriku, % tesk. svkri, 1 matsk. edíki, 1 matsk. mjólk. Þessu er blandað sam- an við hvítkálsblönduna um leið og bera skal salatið fram, en geymið majonesblönduna í ísskáp eða köldum stað ef hún er ekki notuð strax. HAMBORGARARÚLLLA 750 gr hakkað kjöt (helzt nautakjöt) er blandað með dálítilli brauðmylsnu, salti, pipar og einu eggi. Lagt á smjör eða vaxpapp- ír og flatt út í aflanga köku. (Þetta er þægilegast að gera með því að leggja vaxpappír yfir líka og fletja lit kjötið í milli). Búið til blöndu úr rifnum lauk (2—3 matsk.) og hálf- dós að brytjuðum gulrótum (safinn síaður frá). Þessu er deilt ofaná kjötkökuna og hún vafin saman í rúllu, sem látin er í aflangt kökumót, tómat- legi hellt yfir og allt bakað í meðalheitum ofni. KJÖTSAMLOKUR 1 pund 7iautahakk, 1 tesk. salt, ögn af pipar, 2 tesk. Worcesterhire sósa, 4 matsk. brytjað^ir laukiLr, 4 tómatsneiðar. Pipar og salt látið í hakkið og búið til 8 jafnstóra hluta sem eru lagaðir til í ferkant- aðar þunnar kökur. Worcest- ershire sósu og lauk blandað saman. Tómatsneiðar lagðar á miðjuna á fjórum kökum. Þar ofaná er lögð laukblanda, lokað með kökunum sem eftir eru og þrýst vel saman á brún- unum allt í kring. Brúnað á pönnu við frennir vægan hita, snúið einu sinni og ath. að allt hitni vel í gegn. 15 mín. ættu að nægja. ■& 17. tw. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.