Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 20
Samkvæmt rannsóknum er unnt
að dáleiða níu af hverjum tíu
mönnum og gera þá að meira eða
mínna leyti óháða sínum eigin
vilja. Hafi dávaldur dáleitt
mann, getur hann látið hann
hlýða skipunum sínum, hverjar
svo sem þær eru, — hvort sem
hann segir honum að gelta eins
og hundur eða velta sér upp úr
sagi. Þetta er í senn spaugilegt
og óhugnanlegt.
En enda þótt 90% okkar séum
móttækileg fyrir dáleiðslu, er
ekki þar með sagt, að við getum
átt á hættu að verða fórnarlömb
dávalds hvar sem er og hvenær
sem er. Dáleiðsla er ekki töfra-
bragð. Hún krefst sambands
milli dávaldsins og fórnariambs
hans. Til þess að hægt sé að dá-
leiða mann þarf hann að hafa
jákvæða afstöðu til dávaldsins
og hafa fullan hug á að leyfa
honum að gera tilraunir með sig.
Þegar áhorfandi gefur sig fram
við dávald á skemmtun og býðst
til að láta dáleiða sig, gerir hann
það af fúsum vilja. Það er ekki
hægt að taka hann með valdi
og dáleiða hann.
Það er langur vegur frá dá-
valdinum, sem ferðast um og
skemmtir fólki, til alvarlegra
rannsókna á fyrirbærinu í lækn-
isfræðilegum tilgangi. Dáleiðsla
er viðurkennt fyrirbæri í sál-
fræði- og geðlækningum og oft
notuð við að lækna taugaveikl-
un og aðra sjúkdóma af sálræn-
um orsökum.
MARGAR KENNINGAR UM,
HVAÐ DÁLEIÐSLA sE
Kunnur norskur geðlæknir,
Frederik Wagner, hefur um ára-
bil rannsakað dáleiðslu og notað
hana við starf sitt.
— Við vitum ekki með vissu
hvað gerist í heilanum, þegar
maður verður fyrir áhrifum dá-
leiðslu, segir hann. — Við getum
lýst áhrifum dáleiðslu og full-
yrt, að með því að beita mjög
einfaldri tækni — eins og til
dæmis að tala í tilbreytingar-
lausum og sefjandi tón, endur-
taka sömu setninguna eða hreyf-
inguna aftur og aftur -— er unnt
að hafa þau áhrif á mann, að
hugur hans verði í svipuðu
ástandi og hann er, rétt áður en
hann sofnar á kvöldin. Hann er
ekki vakandi, en getur samt að
nokkru leyti fylgzt með því, sem
gerist í kringum hann. Samtím-
is beinist hluti athygli hans að
20 VIKAN 17-tbl-
hans eigin innra sálarlífi. Til
dæmis skjóta hálfgleymdar
minningar upp kollinum og
verða skýrar og lifandi.
Það eru margar kenningar til
um það, hvað dáleiðsla sé í raun
og veru. Ein þeirra er á þá leið,
að þegar áhrifa hennar gæti, þá
myndist hömlur á ákveðin svæði
heilabarkarins, svo að minni-
háttar stöðvar taki við stjórn-
inni og heilinn starfi því á frum-
stæðari hátt en við eðlilegar
kringumstæður.
Aðrir halda því fram, að við
dáleiðslu gerist eins konar aft-
urhvarf, að mannssálin hverfi til
liðins tíma og starfi á svipaðan
hátt og hún gerði í æsku við-
komandi manns.
Dáleiðslan getur verið með
margvíslegu móti, og til eru
mörg stig af henni. Það er oft
talað um léttan, meðaldjúpan og
loks djúpan dásvefn. Síðast-
nefnda stigið er svipað og þegar
miðlar falla í trans. í slíku
ástandi vita menn ekkert af sér
og ekki er hægt að hafa neitt
samband við þá. Léttur dásvefn
er aftur á móti þannig, að at-
hygli þess, sem dáleiddur hefur
verið, er bundin því sem dávald-
urinn segir, Andardrátturinn er
djúpur og reglulegur eins og hjá
þeim sem sefur. Þegar tilraun-
inni er lokið, hrekkur viðkom-
andi við, rétt eins og menn gera,
þegar þeir hafa verið annars
hugar eða úti á þekju, eins og
kallað er. Honum var allan tím-
ann ljóst hvað væri að gerast og
man mest af því. Þessi létti dá-
svefn getur haft mikla læknis-
fræðilega þýðingu.
f djúpa dásvefninum er
ástandið allt öðruvísi. Þeir, sem
eru í slíku ásigkomulagi, missa
þó ekki allar hömlur. Til að
mynda er ekki hægt að láta þá
brjóta í bága við siðferðiskenn-
ingar, sem eru þeim í blóð born-
ar. Reynsla bendir til þess, að
jafnvel þótt menn séu í djúpum
dásvefni, varðveiti þeir að
nokkru leyti sjálfstæði sitt.
Er hægt að dáleiða alla? Er hægt aó dáleiða
menn gegn vilja þeirra? Hvernig er að vera dá-
leiddur? Hvernig er dáleiðsla notuð við lækn-
ingar? Þessum spurningum og fjölmörgum öðr-
um svarar norski yfirlæknirinn Frederik Wagner
i þessari grein.
Dávaldurinn, sem ferðast um
og skemmtir fólki, á allt sitt
undir því, að honum takist að
dáleiða fórnarlömb sín. Hann
velur úr hópi þeirra, sem gefa
sig fram, þá sem honum sýnast
móttækilegastir fyrir dáleiðslu.
Ef hann er heppinn, eru við-
brögð þeirra á þann hátt, að
hann getur látið þá aðhafast ým-