Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 43
r~ FERMINGARÚR - EINGÖNGU VÖNDUÐ ÚR - Nivada OMEGA JUpincu PIERPOnT Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 einhverjum og þegar maður kemur aftur er allt búið .. . Þessi orð höfðu tilætluð áhrif. — Bíðið augnablik, herra læknir, ég held að myndalbúmið: sé inni í skáp, það eru margar myndir af henni þar. Þannig var það. Hann sá hana. þarna hundrað sinnum, á svart- hvítum myndum, lituðum, að framan, frá hlið, í kápu, í bikini, hlæjandi, alvarlega .... alltaf þá sömu Janine hans. Hann sá nú fortíð hennar hérna á glansandi pappír. Margt var honum enn óljóst, aðeíns eitt var greinilegt: dánarvottorðið var falsað. Janine Siebert var lifandi. Á heppilegu augnablíki reif hann mynd úr albúminu og lét hana hverfa í vasa sinn. Aðeins undirskriftin var eftir: Júrgen og Janine, páskum 1962, Markúsar- torgi Vendig. Allt í e;nu þurfti hann að flýta sér. Hann ætlaði í dag aftur til Múnchen. Ilann fékk leigubíi, þegar hann var rétt kominn fyrir hornið og ók út á flugvöll. En það leit ekki vel út með flugið. — Því miður verð ég að setja yður á biðlista, herra doktor. — Takk fyrir, sagði hann óþol- i nmóður. Myndin, sem hann hafði tekið, var mjög skörp og greinileg. Myndin af manninum var þó ennþá greinilegri en af Janine. Þess vegna hafði hann valið þessa mynd. Ætli Jnnine mundi þekkja hann þar? Ætli forhengið mundi hverfa frá augum hennar? Þegar Janine kom til baka til hótelsins stanzaði hún hikandi fyrir framan afgreiðslumanninn. — Hefur verið hringt til mín? — Nei, ungfrú Laurent. Hún skammaðist sín fyrir að finna til einhvers svipuðu léttis við þetta svar. Stephan hefur ekki hringt ennþá, hugsaði hún. Þá er hann sem sé ekki kominn ennþá. Henni fannst herbergið kalt og tómlegt — hótelherbergi, sem aldrei var unnt að láta sér finn- ast maður vera heima í. Ekki heldur, þótt búið væri þar vik- um saman, var alltaf þefur af ókunnu fólki. Hún lét fallast á rpmið, ennþá í kápunni. Eins og alltaf, þegar hún hafði kvatt Júrgen, kom yfir hana magnleys'stilfinning. í nálægð hans voru engin vandamál — en nú var hann burtu og allur efi og spurningar, allir skuggar komu aftur. Hún lokaði augunum, hugsaði um hann, kossa hans, orð hans, andlit hans, sem beygði sig yfir hana. Undarlegt, hve hann allt í einu var langt í burtu. Þannig, eins og hana hefði aðeins dreymt allt saman. Og Stephan. Stephan, sem mundi koma aftur í síðasta lagi á morgun og ætlaði að aka með hana daginn eftir upp í fjöllin. Hún óttaðist að síminn mundi hringja og hún heyra rödd hans. Ég sæki þig á laugardag, eftir morgunverð, Janine.... Hann sagði aldrei elskan. Hann hafði ennþá aldrei horft á hana eins og Júrgen. En hann hafði einu sinni sagt við hana: Við skulum byrja saman nýtt líf, Janine. Og hún hafði svarað: Stephan, svo lengi sem ég þekki ekki fortíð mína, hef ég engan rétt til þess. Þegar hún hitti hann á morg- un eða næsta dag, yrði hún að segja honum að allt hefði breytzt. Ég hefi byrjað nýtt líf, Stephan. En ekki með þér. Með Júrgen Siebert. Fortíð mín, skiptir ekki lengur svo miklu máli. Ég get ekkert að þessu gert, Stephan, fyrirgefðu mér. Hve þetta hljómaði hlægilega, þegar hún sagði þetta nú við sjálfa sig. Hve hlægilegt það mundi fyrst hljóma þegar hún stæði frammi fyrir Stephan, þeg- ar hann mundi horfa á hana með rólegu augnaráði. Eini maðurinn, sem hafði haft einhverja þýðingu fyrir hana. Kletturinn, sem hún hafði hallað sér að frá fyrstu stundu, þá, í óhreinu tjaldinu í Marres. Hann hafði alltaf verið henni svo ná- lægur, svo kær. Hún gat treyst honum. Og nú var hún allt í einu hrædd við hann. Síminn glumdi. Hún lét hann hringja, tvisvar, þrisvar, þá tók hún heyrnartækið óstyrkri röddu. — Ástin? Rödd Júrgens var glaðleg. — Ég hef lokið vinn- unni. Búið er að breyta upptök- unni og ég er hræðilega svangur. Hvernig væri að fá sér kjöt í papriku í Pusztatenne? Taktu leigubíl og komdu hingað! — Pusztatenne, hvar er það? — Hinum megin við Grun- wald. Leigubílstjórinn veit það örugglega. — Ég kem.... Puztatenne var dimm og há- vaðasöm krá, lyktaði af fiski og sterkum réttum og öll andlit voru rjóð. Sungið var við mörg borð og sígaunahljómsveitin spilaði. Júrgen hélt hönd Janine í sinni, hann horfði á geislandi, hlátur- milt andlit hennar. Nokkrar sek- úndur sá hann fyrir sér atburð- inn við lestarteinana fyrr um daginn. Hann horfði á klukkuna yfir höfði gestanna, sem hékk á veggnum yfir arninum og tikk- aði og tikkaði. Liklega heyrði enginn tikkið fyrir utan liann og enginn nema hann fylgdist með hreyfingu vísanna. Vertu ekki of seinn, hafði Gaby sagt. Rauðvínið steig honum til höf- uðs, en hann gleymdi klukkunni ekki þrátt fyrir það. Stuttu fyrir hálftíu strauk hann Þósa lokkinn frá andliti Janine. — Ertu orðin mjög þreytt? spurði hann umhyggjusamur. — Nei, alls ekki. Þetta vín svæfir mig ekki, heldur vekur mig miklu fremur .... — Veiztu, til hvers mig langar? í einn kokkteil hjá Heinz. Og hlusta á skemmtilegt bartríó. Þessi sígaunahljómlist líkist dá- lítið sýrópi.... maður fær fljót- lega of mikið af henni, finnst þér það ekki líka? Ilann veifaði þjóninum og borgaði. Þegar þau komu undir bert loft lagði hann handlegginn um axlir Janine. — Veiztu — með þér gæti ég ráfað um alla nóttina. Hún hló. Hún var í betra skapi en nokkurn tíma áður: — nú, gerðu það þá. — Nei, bíddu nú hæg. Þau óku gegnum forarleðju út á götuna. Sjálflýsandi vísarnir á klukkunni í bílborðinu sýndu tuttugu mínútur fyrir tíu. Ég er á réttum tíma, hugsaði Júrgen ánægður. — Hvar er barlnn, sem við ætlum til, vildi Janine fá að vita. — í miðbænum. En við mun- um ekki komast þangað, litla mín þú munt sjá . . .. Þarna framundan voru höml- urnar. Hann hægði ferðina, þrýsti, eins og um var talað, þrisvar á flautuna. Þá lýstu ljósin allt í einu á mannveru, sem virtist koma þjótandi út úr myrkrinu, stúlku með klút á höfði og í svartri lakkkápu, hún veifaði æst. Júrgen steig á bremsurnar, svo þær ískruðu. Bíllinn stanzaði. Hann skrúfaði rúðuna niður. Andlit birtist. Andlit Gaby. — Halló, sagði Júrgen, — er eitthvað að hjá yður? Þau komu ekki upp um það á neinn hátt, að þau þekktust. — Ég sit hér föst, bíllinn minn kemst ekki úr sporunum. — Nú, ég skal líta á hann. Júrgen steig út. Nokkrum metr- um frá honum stóð lítill bíli á vegarbrúninni. — Þér hafið nóg bensín? — Hvað haldið þér, ég er ný- búin að fylla geyminn. — Því miður er ég ekki véla- maður. Hann steig inn í bílinn, reyndi að setja hann í gang, prófaði nokkrum sinnum. Því næst bjóst hann til að. líta á vélina. — Æi, sagði stúlkan, — getið þér leyft mér að sitja í inn í bæinn, ég get svo látið sækja hann á morgun. — En við verðum að ýta hon- um lengra til hliðar, ungfrú góð, annars ekur einhver á hann í myrkrinu. Nú steig Janine einnig út. — Get ég hjálpað við að ýta? Þrjú ýttu þau bílnum út á veg- arbrúnina. — Þetta var fallega gert af yður, sagði unga stúlkan í lakk- kápunni. — Vonandi hef ég ekki tafið yður mjög mikið. — Alls ekki. Megum við ann- ars ekki kynna okkur — Júrgen Siebert, þetta er ungfrú Laurent — Westphal. Þau tókust í hendur. — Ég bý hérna alveg í ná- greninnu, sagði Gaby Westphal, um leið og hún settist við hlið Janine í framsætið. Og nokkrum götum lengra: — Hér væri ágætt að fara úr. Ég geng svo, það sern eftir er. — Kemur ekki til mála, við ökum yður alla leið. Hvítir múrarnir komu í ljós, bak við þá var hægt að gera sér húsið í hugarlund. Júrgen stanzaði bílinn. Gaby Westphal leit fyrst á hann og síðan á Janine. — Mund- uð þér ekki vilja skreppa inn og drekka einn whisky með mér? Það er að segja, ef yður langar til. Það mundi gleðja mig mjög. Júrgen hikaði andartak. — Hvað finnst þér, elskan? Getum við það. 17. tbi. VXKAN 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.