Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 47
Samstæða 1, 4, 7. Þér ætlið yður mikið, en kjark- urinn er heldur veikur, svo að þér látið yður lynda að komast ekki að settu marki. Taugar yð- ar eru of fíngerðar og viðkvæm- ar til að þér getið náð miklum árangri sem athafna- og fjár- málamaður. Yður lætur illa að skipuleggja, en bezt láta yður störf þar sem sköpunargáfa yð- ar fær að njóta sín. Samstæða 1, 4, 8. Þér eruð tilfinninganæm vits- munavera og eigið erfitt með að laga yður að öðru fólki. Yður lætur bezt að vinna einn og sjálfstætt, eftir eigin reglum og hentugleikum. Ef þér sparið hvorki kjark né orku, getið þér hafizt hátt á sjálfum yður. Samstæða 1, 4, 9. Hleypidómar og tilfinningar ákveða oft afstöðu yðar til manna og málefna. Þér komizt varla mjög langt í lífinu, en er- uð engu að síður bezta skinn. Bezt henta yður átakalítil og reglubundin störf, til dæmis í þjónustu hins opinbera. Samstæða 1, 5, 7. Yður lætur bezt að hafa hóf í hverjum hlut. Þér skuluð því ekki reyna að vera mjög nýtízk- ur og ekki heldur mjög íhalds- samur, heldur einhvers staðar mitt á milli. Yður tekst bezt í störfum sem lúta að alls konar sviðssýningum, í sambandi við tízku og listir, líka gisti- og veit- ingahús. Samstæða 1, 5, 8. Þér eruð allungur í anda, jafn- vel þótt þér kunnið að vera kom- inn nokkuð til ára, áhrifagjarn, góðviljaður og dálítið yfirborðs- kenndur. Þér þurfið að fá starf, þar sem sköpunar- og frásagnar- gáfa yðar fær að njóta sín, þá mun yður vel farnast. En raun- ar eruð þér nógu glaðlyndur til að láta yður falla vel leiðinleg og tilbreytingarlaus störf. Samstæða 1, 5, 9. Þér eruð ekki gefinn fyrir áhættu eða tilraunir af neinu tagi, þurf- ið helzt að vinna í kunnugu um- hverfi og fara troðnar slóðir. í þess háttar störfum eruð þér ið- inn og fullur sjálfstrausts. Þér hafið tilhneigingu til umburðar- lyndis gagnvart því, sem þér þekkið ekki, þótt þér séuð í rauninni góðviljaður. Samstæða 1, 6, 7. Þér eruð opinn fyrir áhrifum, gæddur góðum sambúðarhæfi- leikum og eigið auðvelt með að aðlagast umhverfinu. Það fleyg- ir yður fram á framabrautinni. Skipulagsgáfur yðar notið þér til merkilegra verkefna. En þér er- uð heldur lausmáll og það getur stundum spillt fyrir yður. Samstæða 1, 6, 8. Þér viljið láta í veðri vaka að þér séuð róttækur og maður nýja tímans, en eruð í rauninni bundinn gömlum venjum traust- um böndrnn. Aðeins þeirra á meðal eruð þér öruggur og náið góðum árangri. Ekki eruð þér fæddur foringi, en eruð upp- lagður sem næstráðandi. Samstæða 1, 6, 9. Þér finnið allmikið til yðar þeg- ar þér eruð í kunnugu umhverfi, en njótið yðar illa á opinberum vettvangi og í fjölmenni. Þér ættuð að treysta meira á sjálfan yður, því að ekki skortir yður orkuna. Þér eruð líka nógu greindur og vakandi í andanum til að geta gegnt ábyrgðarmikl- um störfum. Samstæða 2, 4, 7. Þér setjið markið hátt, en eruð full værukær til að stefna að því ötullega og kerfisbundið. Þér er- uð kurteis og háttprúður í við- skiptum við annað fólk, en lítill baráttumaður. Reynið að vera ánægður, þótt þér fáið ekki allt sem yður hefur dreymt vun. Ekki hentar yður vel að hafa forustu eða mikla ábyrgð á hendi. Samstæða Z, 4, 8. Þér eruð maður fíngerður og hafið of mikla þörf fyrir stuðn- ing annarra til að geta sjálfur komizt langt. Raunar eruð þér ekki sérstaklega metnaðargjarn. Þér kimnið því bezt að virða fyrir yður hlutina úr vissri fjar- lægð, eruð prýðilegur gagnrýn- andi á menn og mál.efni. Samstæða Z, 4, 9. Þér hafið mikla Jpörf fyrir að halla yður að öðrum, lagið yður auðveldlega að kringumstæðun- um og viljið gera gott úr öllu. Þér eruð fullfljótur til imdan- halds ef þér mætið andspyrnu. Það er leiðinlegt, þvi að yfirleitt vitið þér vel hvað þér viljið. Samstæða 2, 5, 7. Þér hafið mikla þörf fyrir vernd í ætt við móðurumhyggju, og reynið eftir beztu getu að snið- ganga óþægilegar staðreyndir. Það dregur auðvitað úr frama- möguleikum yðar. En þér getið komizt langt ef þér einbeitið þrótti yðar og reyinið að venja yður á að taka fru.mkvæðið. En yður veitist það erfiðar en geng- ur og gerist. Samstæða 2, 5, 8. Það vantar ekki í yður elsku- legheitin, en í raun réttri elskið þér sjálfan yður fyrst og fremst. Ekki er yður um að taka á yður þyngstu byrðarnar, en sé um yð- ar eigin hagsmuni að ræða, vant- ar ekki að þér takið fast á. Yður væri hollt að skipuleggja störf yðar betur og leggja yður meira fram við þau. Samstæða 2, 5, 9. Þér eruð fremur maður orða en gerða, viljið gjarnan etja öðrum fram og hafið áhuga á bók- menntum. Þér náið góðum ár- angri í störfum, þar sem þessir eiginleikar njóta sín. En þér er- uð full viðkvæmur til að standa í stórræðum. Sarristæða 2, 6, 7. Þér eruð glaðvær og heldur við- kvæmur, en getið þó hleypt í yður krafti og tekið frumkvæð- ið þegar eitthvað liggur við. Yð- ur lætur betur að hafa heldur lítið umleikis og búa í þorpi eða sveit heldur en hafa mikil um- svif og lifa í stórborg, þar sem þér hverfið í fjöldann. Samstæða 2, 6, 8. Öryggi er yður mjög mikils virði. Þér getið því aðeins unn- ið sjálfstætt og af krafti, að þér finnið yður fullkomlega örugg- an. Þér eruð ákaflega viðkvæm- ur fyrir sjálfum yður og móðg- ist oft af litlu tilefni, og það spillir stundum fyrir frama yð- ar. Þér ættuð að reyna að sætta yður einnig við ógeðfelldari hliðar lífsins. Samstæða 2, 6, 9. Þér eruð hrífandi, en duttlunga- fullur og sérvitur. Þér getið vel sýnt mikinn dugnað, þegar um beinan hagnað fyrir sjálfan yð- ur er að tefla. En helzt kjósið þér að hafa það heldur rólegt. Samstæða 3, 4, 7. Þér leggið mjög mikið upp úr því að komast áfram í lífinu, eins og það er kallað. Þér setjið markið hátt, eruð atorkusamur, fjörmikill og eigið gott með að fá aðra til fylgis við yður. Þér eruð höfðinglegur og örlátur við þá, sem styðja yður. En oft er- uð þér of kröfuharður við sam- starfsmenn yðar. Yður væri hollt að hafa í huga að ekki eru allir eins duglegir og þér. Samstæða 3, 4, 8. Þér eruð skarpur hugsuður, gagnrýninn og fróðleiksfús og gætuð vel haft forustu fyrir öðr- um. Þér viljið komast krókalaust að takmarki yðar, en takið jafn- framt mikið tillit til hagsmuna annarra. Samstæða 3, 4, 9. Þér eruð iðinn, góður skipu- leggjandi og hafið góða sambúð- arhæfileika; komizt því langt í starfi. En þér eruð nokkuð gjarn á undanhald, þegar harðnar á dalnum. Ymsir hleypidómar eru yður til trafala, en þér ættuð að geta vanið yður af þeim. Samstæða 3, 5, 7. Þér ætlið yður þó nokkuð hátt og er það líklega óhætt. Yður lætur bezt að fást við stjórnmál, verzlun og félagsmál. En þér verðið að hafa í huga að metn- aðurinn einn gildir ekki, heldur og smekkur og háttvísi. Ef þér gætið þessa, ætti yður flest að ganga í haginn. Samstæða 3, 5, 8. Þér eruð sérvitur og hafið auð- ugt ímyndunarafl, enda fallið þér ekki auðveldlega að um- hverfinu. Þér ættuð að temja yð- ur undanlátssemi við náungann, allavega annað veifið. Það yrði yður til góðs í starfinu. Yður lætur betur að vinna sjálfstætt en með öðrum. Samstæða 3, 5, 9. Þér eruð maður af því tagi sem óhætt er að trúa fyrir hverju sem er, hollur og trúr og frem- ur undirgefinn. Það er auðvelt að gera yður ánægðan, og metn- aðargirnd hafið þér af skornum skammti. Mest leggið þér yður fram þegar það er í annarra þágu. Samstæða 3, 6, 7. Þér eruð skarpskyggn, sjálfstæð- ur og frekar kaldrifjaður hugs- uður og kunnið vel þá list að láta annað fólk vinna saman. Persónulegur metnaður yðar er ekki úr hófi, þér hugsið meira um málefnið eða verkefnið, sem þér vinnið að. Víðtæk verkstjórn og forusta fer yður vel úr hendi. Samstæða 3, 6, 8. Þér eruð duglegur, sjálfsörugg- ur, sjálfstæður, þolinn, opinn fyrir áhrifum, félagslyndur — framkvæmdamaður, sem hefur allar líkur til að komast langt. Ef þér leitizt við að skóla greind yðar og skipulagsgáfur, ættuð þér að geta eignazt heiminn, —- eða allavega það sem yður lízt bezt á í honum. Samstæffa 3, 6, 9. Þér eruð ekki of öruggur með sjálfan yður og þurfið því að njóta við siðferðislegs stuðnings frá öðrum, en eruð annars dug- legur og drífandi. Reynið að taka hlutunum heldur rólega, þá fá betri hæfileikar yðar, þolgæði, iðni og áreiðanleiki, að njóta sín, yður sjálfum til mikilla heilla. ☆ 17. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.