Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 18
Draga önnur lyf úr vörn af Pillunni? Er varasamt að neyta áfengis þegar Pillan er notuð?__________________ Ekki er vitað til, að nein lyf dragi úr verkunum Pillunnar. Áfengi hefur engin áhrif á hana, en gæti leitt til þess, að gleymdist að taka hana. í hvaða læknisfræðilegum tilvikum er Pillan ekki ráðleg getnaðarvörn? Þegar konan er með lifrarsiúkdóm, veik í lungum, með blóðtappa eða æðastíflu. Sé vitað um sjúkdóm í heiladingli mælir það móti Pillunni, og verði óskilgreind blæðing, skal hætta notkun Pillunnar þar til rannsókn hefur farið fram. Leiðbeining sérfræðings er ráðlögð konum með krabba í brjóstum eða legi, og sömuleiðis sjúklingum með sykursýki, alvarlega hugsýki, flogaveiki, hjartasjúkdóma eða aðra kvilla sem aukinn bjúgur kynni að hafa ill áhrif á. Hve löngu fvrir bruðkaup er rétt að byrja notk- i'n Pillnnnar? Ráðlegast: Þrem mánuðum fyrir brúðkaup. Spenningurinn getur ruglað tíðum, þannig að síðustu tíðir fyrir brúðkaup verði mjög seint og full vörn ekki örugg í tæka tíð. Með þriggja mánaða fyrirvara fær líkaminn tíma til að jafna sig á Pillunni, aukaverkanir í flestum konum eru horfnar að þeim tíma liðnum, ef ekki, hefur verið ráðrúm til að skipta um tegund til að draga úr aukaverkunum. Sé ekki unnt að byrja þrem mánuðum fyrir brúðkaup, er réttara að byrja ekki fyrr en nokkrum vikum eftir brúðkaup. Fipinmaður m!nn er á förnm ntan. Á að taka Pilluna meðan hann er í burtu eða hvíla mig á henni? Verði hann innan við þrjá mánuði er ráðlegast að halda áfram. Þér verðið hvort sem er að Ijúka núverandi tímabili, oq byria aftur næqileqa snemma til að vera örugglega ófrjó, er hann kemur aftur heim. Að hætta gæti leitt af sér tvennan vanda: 1) Koma fvrstu tíða eftir að hætt var að taka Pilluna getur oft dregizt, 2) ef þér hafið haft minni háttar aukaverkanir, svo sem ógleði og viðkvæm brjóst, þegar þér hófuð notkun Pillunnar, getur það endurtekið sig, er þér byrjið á ný. Getur Pillan dofnað og misst gildi sitt við langa aovmslu? Ekkert bendir til þess. Fr rétt. að h^st sé að \/ald^i fnctnrláti með því nð a|p\/nn Pillnr úr hp'l"m nnUUn? Nei. ”'7 Fa á arS ann"P nndir nnncloirð Á éa pð ckvrn frá h'/í p?S pa talri PIII|ina? Já. Segið lækninum ævinlega frá því. Pillan qetur verið furðuleaa mikil- U'/o>rS á áa prS aprp nf nncr |*idrn míp alpVQa nnkkrpr pf Pillnnum? Ekkert. Þau kunna að kasta uop, eða blæðing averða vart hjá stúlkum, þótt ekki séu farnar að hafa á klæðum, en það lagast hvort tveggia af siálfu sér. Pillan ocr ankaverkanir hennar, eftir dr. Alfred Byrne, dr. Hillary Hill ocr dr. Geraldine Howard. \/:?S prnm alltsif 3ð hevra nm ..aiikevarkanir" Pillnnnpr. M\/í prn b^r s\/n plappaar. oa h'/að er átt '/irS mp?S pi ikavprki im im?" Allar aetnaðarvarnir til inntöku (oral contraceptives' innihalda tvö efni, sem valda brevt'naum á efnum líkamans. Tæknileqa séð eru þessi tvö efni því lyf. með öHum ókostum iafnt sem kostum, sem felast í þeirri skilqreininqu. Flest, ef ekki öll Ivf, hafa einhver áhrif önnur en þeim er beinlínis ætlað: þau áhrif eru köiluð ,,aukaverkanir". Pillan er enqin undantekninq frá þeirri reglu, en ástæða er til að ætla, að blaðaskrif oq umtal hafi gert meira úr óæskilegum aukaverkunum Pillunnar en efni standa til. 18 VIKAN 17 ■tbl- Mig langar til að nota Pilluna, en ekki nema það sé óhætt. Hvað er óyggjandi vitað í því máii? Aukaverkanir eru oft smávægilegar og auðvelt að afstýra þeim, en ævin- lega má reikna með nokkrum óæskilegum viðbrögðum hjá fámennum hópi undantekningafólks. Stundum líður langur tími frá því lyf er sett á markað þar til fullri þekkingu er náð á slíkum viðbrögðum. Þegar læknir vísar á lyf við sjúkdómi, metur hann væntanlegan ávinn- ing lyfjatökunnar móti mögulegum hættum, áður en hann tekur það sem kallað er takmarkaða áhættu (calculated risk). Þegar Pillan er annars vegar, tekur konan þessa áhættu að eigin frumkvæði undir handleiðslu læknisins. Til að komast að raun um, hvort Pillan á sökina á öllum þeim kvillum, sem henni er kennt um, er nauðsynlegt að gera nákvæmar skýrslur um alla kvilla í stórum hópi kvenna, sem nota inntökugetnaðarvarnir í nokkur ár samfleytt, og bera niðurstöðuna saman við sambærilegan hóp kvenna, sem ekki taka Pilluna. Slíkum samanburði er enn ekki lokið. Á meðan er því að svara, að Pillan sé ekki gersamlega gallalaus, en að því bezt er vitað er áhættan af notkun hennar hverfandi. Hvaða óæskileg áhrif er piilan líkleq t'l að hafa? 20% kvenna fá ógleði fyrstu tvo eða þrjá dagana allt að þremur fyrstu pillutímabilunum. Oftast minni, sé Pillan tekin að kvöldlagi. Meðal annarra aukaverkana má nefna viðkvæm brjóst og óþægindi í þeim, þyngdaraukningu, geðstirfni, krampa, þreytu og útferð. Tíðablæð- ingar minnka oftast, þótt þær geti þvert á móti aukizt. Svefntruflanir, allsherjar taugaóstyrkur, þurrkur í fæðingarvegi og æða- þrútnun eru sjaldgæfir aukakvillar. Flest hverfur þetta af sjálfu sér á þriðja eða fjórða tímabili, ef ekki, er rétt að skipta um tegund. Hve mikið er líklegt að ég þyngist, meðan ég tek Pilluna? Sumar konur léttast við töku Pillunnar — en algengara er að þær þyngist. Þeim, sem venjulega þrútna verulega fyrir eðlilegar tíðir, hættir til að þrútna enn meir, þegar þær nota Pilluna. Stundum nær líkaminn góðu jafnvægi á þessu sviði eftir sex vikur eða svo, þegar vökvinn sem þrot- anum veldur hverfur, svo það kann að vera þess virði að leggja þetta á sig. En það er östrogenið í Pillunni, sem veldur þessu, svo möguleiki er á betri útkomu með því að nota heldur pillu með minna östrogenmagni. En ekki á Pillan sök á allri þvngdaraukningu þeirra, sem nota hana. Ef konan er í fvrsta sinn laus við áhyggjur oq kvíða, getur matarlystin auk- izt. Og þá er þyngdaraukningin fita, hvorki vökvi né eggjahvíta. Og þá er aðeins að halda í matinn við sig. Hefur Pillan jákvæða kosti aðra en varna þungun? Já. Flestum konum líður betur líkamlega af töku hennar og eru mun áhyggjulausari. Sumar hljóta kynferðislega fullnægju í fyrsta sinn. Tauga- spennan fyrir tiðir og útferð minnkar gjarnan eða hverfur, og hár og neglur taka framförum. Tíðaverkir hverfa hjá flestum, tíðablæðingar verða minni, óreglulegar tíðir verða reglulegar. Því það eru ekki eðlilegar tíðir, sem verða mánaðarlega, heldur svokallaðar brottfararblæðingar (withdrawal bleeding), sem framkallast er hætt er að neyta gervihormóna. Ég tek Pilluna, og hef alltaf ofurlitla útferð. H\/að táknar bað? Flestar konur hafa nokkra útferð hvort sem er, en östrogen getur aukið hana. Segið lækninum frá þessu, næst þegar þér fáið lyfseðil. Ef þér ósk- ið, mun hann láta yður fá pillutegund með minna östrogeni. Maðurinn minn segist hafa lesið, að Pillan geti orsakað svknrsvki og astma. Er bað rétt? Kenninguna um aukna hættu á sykursýki, einkum í þeim konum, sem syk- ursýki vofir yfir hvort sem er, hefur hvorki verið hægt að sanna né af- sanna ennþá, en rannsóknir í því efni eru f fullum gangi. Það er rétt, að Pillan getur haft slæm áhrif á ofnæmissjúkdóma, svo sem astma, exem, heysótt og mígrenu. En Pillan getur engu síður lagað þessa kvilla. Venjan er því að prófa, versni sjúkdómarnir, skána þeir aftur, þeg- ar hætt er að taka Pilluna. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.