Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 9
HVERNIG BEZT ER AÐ LESA Nú eru vorprófin, stúd- entspróf, háskólapróf og önnur fullnaðarpróf að nálgast, — sum líklega um garð gengin, þegar þetta kemur á prent. Það gæti borgað sig að eyða nokkr- um tíma í að skipuleggja lesturinn vel og vandlega. Það eru margir sem kvarta undan því að þeir eigi erf- itt með að einbeita sér við lesturinn, gleymi jafnóðum því sem lesið er. Það eru oft þokukenndar hugmynd- ir um hæfileika til einbeit- ingar. Einbeitingarhæfileiki er ekki eitthvað sem maður hefur eða hefur ekki, með- fædd líffærastarfsemi, eins og meltingin eða hringrás blóðsins. Maður verður að kynna sér og fræðast um hvernig bezt er að einbeita sér, temja sér svo að útiloka allt sem truflar, líta burt frá sjálfum sér og einbeita sér að því sem liggur fyrir, — stendur í bók eða á blaði. Það er ekki hægt að framkalla einbeitingu í upphafi verks eða við lest- ur bókar. Það kemur meðan mað- ur les og kynnist efninu, og við lok verkefnisins finnur maður hvort athygl- isgáfunni hefur verið beint í rétta átt, hvort unnið hef- ur verið til gagns og rétt að farið. Einbeiting er nokkuð í ætt við svefn. Það er til einskis að streitast við að sofna ef maður er orðinn andvaka, og sama er að segja um lestur námsefna. Skólafólk reynir oft að beita sér meira af striti en viti, það hugsar oft meira um það hvort það geti haldið huganum við verk- efnið, heldur en um sjálft efnið, sem það þarf að kynnast og læra. Sem sagt, það er bezt að reyna að gleyma öllum kvíða (sem oftast er óþarfur), og snúa sér skynsamlega að hlutun- um. Fyrst er ráðlegt að búa vel um sig, hafa öll nauð- synleg gögn innan arm- lengdar, sitja í góðum stól (ekki samt eins og dreng- urinn sem gat ekki setið nema í ruggustól, og skyldi svo ekki hvers vegna hann var alltaf syfjaður), við þægilegt borð og athuga að ljósið sé á réttum stað, eða sitja þannig við glugga að birtan notist sem bezt. Reynið svo svolitla sál- greiningu. Heyrið þið und- ir þá sem hlaupa á hunda- vaði yfir verkefnið, í þeirri von að finna einhvers stað- ar eitthvað til að skapa meiningu? Það er rangt. — Nokkur orð veita ekki rétt- an skilning. Eða lesið þið vélrænt, í von um að finna eitthvað sem hristir upp í heilanum? Margir, — ef ekki flestir námsmenn, safna stað- reyndum, geyma þær í hugskoti sinu, og leggja þær svo fyrir kennarana í prófum. Á þann hátt er kannski hægt að gera skyldu sína og taka próf, en það útilokar oft það sem er þýðingarmest, hæfileik- ann til að hugsa sjálfstætt. Það er mjög þýðingarmik- ið að hafa námshæfileika, að geta lært, og það er oft nauðsynlegt að geta lært utan að, en það má ekki kæfa lifandi athygli og ti áningahæf ileika. Hvernig á þá að haga sér við lesturinn? f fyrsta lagi á alltaf að lesa með ákveð- ið takmark í huga. Um hvað fjallar verkefnið? Hvernig fellur það við önnur verkefni? Er þetta sem ég er að lesa aðallega fyrir breiðari grundvöll, ^ða er það eitthvað sem barf að staglast á, — læra ut.an að? Ef þið eruð í vafa. þá er gott að hafa samráð við kennarana. Þeir gætu gefið vísbendingar. Það getur verið ágætt að nota aðferð boxarans f'-æsa, sem athugaði mót- stöðumanninn vandlega á kvikmvnd daginn fyrir keppnina, — hann sagðist Framhald á bls. ?? KOMIÐ TIL MÖTS VIÐ HÆKKANDI SÖL MEÐ OSRAM ULTRA-VITALUX PÉR SPARID MEDÁSKRIFT Þ£R GETIÐ SPARAÐ FRA KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVI AÐ GERAST ASKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIKAN ER HEIMILISDLAI) OG í ÞVÍ ERU GREIXA R OG EFNI FTRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓDLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FL. r m n I I I L Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift 4 TÖLUBLÖD Kr. 170.00. Hv.n bl.S 6 kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR ■ 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert bl.S ó kr. 36.58. í MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvarl bl.ö 6 kr. 34.62. Gjalddagar fyrlr 13 tölubl. oq 26 lölubl.t 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvcmbcr. Skrifið, hringið eða komið. PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPH0LTI 33 POSTHÖLF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35320 i I i j n. tbi. vikAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.