Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 21
islegt, sem er spaugilegt í aug- um áhorfenda. Hann verður að reiða sig á hæfileika viðkomandi manns til að troða upp, sprella og gera kúnstir, hvort sem þess- ir hæfileikar eru eðlilegir eða duldir, en koma í ljós við dá- leiðsluna. Einnig við rannsóknir eru valdir úr stórum hópi menn, sem talið er líklegt að gott sé að dá- leiða. Oftast eru valdir stúdent- ar, sem hafa áhuga á fyrirbær- inu og eru vanir sálfræðilegum þankagangi. Þarna er einmitt komið að einu stærsta vanda- máli dáleiðslurannsókna: Hvern- ig er hægt að framkvæma vís- indalega áætlun, án þess að til- raunadýrið viti, hvað maður ætlar að rannsaka? Því meira sem fórnarlambið veit um sálfræði og dáleiðslu, því meiri líkindi eru til, að rannsóknirnar beri einhvern ár- angur. Þegar dáleiðslu er beitt við lækningar, eru aðstæðurnar allt aðrar. Þá er manneskjan í neyð- ar- og þvingunaraðstöðu og vill gjarnan losna við sjúkdóm, sárs- auka eða kvíða. Þá er verkefnið bundið við eina ákveðna per- sónu, og læknirinn verður að vega og meta í samráði við sjúklinginn, hvort dáleiðsla er aðferð sem gefur góða raun til lengdar. Þá er ekki nóg þótt ár- angurinn sé athyglisverður út af fyrir sig. Hann verður líka að fela í sér varanlega lækningu. Oft er að því spurt, hvernig á því standi, að auðveldara sé að dáleiða suma menn en aðra. Þetta er staðreynd, en við höf- um enga örugga vissu fyrir, hvort orsökin er sérstakir skap- gerðareiginleikar eða eitthvað annað. En algjört skilyrði þess, að tilraun með dáleiðslu heppn- ist, er, að sá sem dáleiddur er hafi gert það upp við sig, að hann geti haft hagnað af því að vera dáleiddur og það sé von um bata. DÁLEIÐSLAN SEM LÆKNISRÁÐ Hverjir eru svo kostir dá- leiðslu sem læknisráðs? Það slcal strax tekið fram, að dáleiðslan sjálf er ekkert læknislyf. Hins vegar getur hún hjálpað sjúkl- ingnum til þess að hjálpa sér sjálfur. Hún getur afhjúpað sál- rænar orsakir sjúkdóma og þeg- ar orsökin er fundin, þá er hægt að hefjast handa um hina raun- verulegu lækningu. Sjúklingar, sem þjást af vöðvaspennu, geta í léttum dá- svefni fundið, hvað algjör af- slöppun er. Eftir það er miklu auðveldara að kenna þeim rétta afslöppun. Með hjálp dáleiðsl- unnar getur sjúklingurinn sjálf- ur fundið það, sem ekki er allt- af auðvelt fyrir lækni að lýsa með orðum. Og þegar sjúkling- urinn hefur einu sinni fundið al- gjöra afslöppun í léttum dá- svefni, vaknar með honum löng- un til að finna aftur slíka vel- líðan. Þar með hefur hann feng- ið sönnun fyrir því, að hann get- ur slappað af og látið sér líða vel. Næsta skref er þá að kenna honum sjálfum að slappa af; kenna honum það sem við köll- um stundum „sjálfsdáleiðslu“. Það er ekkert dulrænt eða yf- irskilvitlegt við það, þótt með dáleiðslu sé hægt að lina sárs- auka og lækna sjúkdóma, sem eiga sér sálrænar orsakir. Til dæmis má nefna magasár, sem stafar af streitu, of háan blóð- þrýsting, en eins og kunnugt er geta orsakir hans verið sálræn- ar. En einnig getur dáleiðsla komið að haldi við lækningu líkamlegra sjúkdóma, eins og til dæmis astma. Það hefur margoft sýnt sig, að astmasjúklingar eru svo hræddir við að fá kast, að þeir fá miklu fleiri köst en þeir mundu fá, ef hægt væri að losa þá við þennan stöðuga og nag- andi ótta. í stuttu máli sagt felst gildi dáleiðslu í sambandi við lækn- ingar aðallega í því, að læknir- inn og sjúklingurinn geta í sam- einingu laðað fram úr dýpstu sálarfylgnsum hans einhverjar flækjur, sem valda honum óþæg- indum og hann vill losna við. Með þessu móti er hægt að nálg- ast kjarna málsins, en hversu langt er gengið í að rannsaka þetta, er algerlega háð vilja sjúklingsins. Sjúklingurinn hef- ur oftast meðvitund, á meðan hann er í dásvefni, og það er hægt að haga dáleiðslunni þann- ig, að hann stanzi ósjálfrátt við þau takmörk, sem hann hefur sett sér. Hann „talar ekki út“ eins og sagt er. Algengast er í þessum tilfellum, að í vöku man sjúklingurinn aðeins það, sem hann vill muna, en hefur gleymt því, sem honum finnst óþægilegt. Innst inni veit hann hið rétta í málinu og með hjálp dáleiðsl- unnar er hægt að sýna honum fram á, að hann hafi bælt sann- leikann niður og ekki þorað að horfast í augu við hann. En skil- yrðið fyrir árangri er sem sagt, að sjúklingurinn vilji sjálfur nálgast kjarna málsins. Ef hann vill það alls ekki, þá er ekkert hægt að gera fyrir hann. Oft er spurt, hvort dáleiðslan geti breytt hegðun manna til langframa. Svo er ekki, nema í einstökum tilfellum. Þá breytist persónuleikinn bersýnilega al- veg, að minnsta kosti um tíma. Þetta gerist, þegar um klofinn persónuleika er að ræða. Bezta dæmið um slíkt er kvikmyndin um dr. Jekyll og hr. Hyde. Ein persóna er tveir gjörólíkir menn eða jafnvel þrír. Það er til fólk sem hefur gjörbreytzt hvað skapgerð snertir, eftir að hafa orðið fyrir taugaáfalli eða slysi. Nýlega var sagt frá manni í Bandaríkjunum, sem „var“ fjór- ir gjörólíkir menn, næstum eins og leikari, sem leikur fjögur hlutverk. Dáleiðslan getur hjálp- að mönnum að verða aftur, það sem þeir einu sinni voru og þeim er eðlilegt að vera. GETUR VERIÐ HÆTTULEGT AÐ BEITA DÁLEIÐSLU VIÐ LÆKNINGAR? Það er mjög útbreiddur mis- skilningur, einnig meðal lækna, að læknir sem beitir dáleiðslu geti gert sjúklingnum skaða; í stað þess að lækna sjúkdóm hans verði líðan hans hálfu verri en áður. Það er sannfæring mín, að þessi ótti sé með öllu ástæðu- laus. Það er kannski til í dæm- inu, að læknir sem ekki hefur næga reynslu eða þekkingu á dáleiðslu, gangi of langt í með- höndlun sjúklingsins, þ. e. a. s. afhjúpi minningar og sálflækj- ur, sem sjúklingurinn er ekki reiðubúinn til að svara fyrir eða ef til vill ekki nógu sterkur til að horfast í augu við þá stund- ina. En mistök af þessu tagi geta alltaf gerzt í starfi lækna, hvort Framhald á bls. 37. 17 tbl VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.