Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 15
— Ég er feitari en ég sýnist, frænka. — Það er ég líka, og það er svo ergilegt. Hún skaut fram kinninni og Dinny rak henni rembingskoss. — Þetta var góður koss, sagði lafði Mont. — Ég hef ekki fengið annan slíkan í fleiri ár. Og hún gekk út, rétt eins og hún svifi. — Em frænka lítur ljómandi vel út. — Já, en hún á það til að fitna, og berst gegn því með hnúum og hnefum. Mataræðið hér er upp og niður, en á Lippinghall er það betra. Augustina er jafn frönsk ennþá, eins og hún var, þegar ég kom með hana heim frá Frakklandi, eftir hveitibrauðsdagana. Ég er feginn að ég þarf ekki að hugsa um holdarfarið. — Em frænka er ekkert feit. — Mm-nei. — Og hún hefur reisn. Við höfum ekki slíka reisn núna. — Reisnin hvarf með Edward, sagði Sir Lawrence. — Hverskonar maður er þessi Saxenden lávarður? — Hann er ágætur. — Ég hlakka til að hitta hann. — Snubby er einn þeirra manna sem bezt er að vara sig á. Ætlar þú að vera í nótt? — Nei, ég verð að fara heim í kvöld. Lestin fer klukkan átta. — Þá ætla ég að fylgja þér á stöðina og gefa þér bita þar. Þegar hann var búinn að fylgja henni í vagninn og sjá til þess að hún hefði kvöldblöðin sagði hann glettnislega: — Sýndu honum Botticellisvipinn, Dinny, gleymdu því ekki! Adrian var hugsandi út af Chelsea, þegar hann gekk þar í gegn á mánudagskvöldinu. Þar var allt orðið með öðrum svip. Díana bjó í Oakley Street. Hann mundi vel eftir húsinu áður en Díana fór að búa þar; það hafði verið ósköp óhrjálegt, en nú var þetta orðið eitthvert notalegasta hreiður í borginni. Hann hafði þekkt allar Montjoy systurnar, en af þeim var Diana lang laglegust, smekklegust og greindust, ein þeirra kvenna sem hélt virðugleik- anum þótt hún hefði ekki miklu úr að spila. Adrian fór beint upp í skólastofuna til barnanna, Sheilu og Ronalds. Þar var hann alltaf velkominn gestur. Börnin fengu hann til að segja sér ævintýri, og það var með naumindum að hann slapp frá þeim, þegar Diana kom. — Þú mátt ekki dekra svona við börnin, sagði hún um leið og þau gengu inn í dagstofuna. — Syngdu nú fyrir mig ,,Waterboy“, áður en Dinny og riddarinn hennar koma. Meðan hún söng horfði Adrian á hana með tilbeiðslu í augna- ráðinu, og þegar síðustu tónarnir voru að deyja út, kom stofu- stúlkan inn og sagði: — Ungfrú Cherrell. Hallorsen prófessor. Dinny kom inn og bar höfuðið hátt. Adrian gat ekkert ráðið af svip hennar. Hann hafði oft séð þennan svip á andliti skóladrengja, sem hafa hugsað sér að steikja nýsveina. Hallorsen kom á hæla henni, og hann virtist sérstaklega risavaxinn í þessari litlu stofu. Hann hneigði sig fyrir Dinny. — Dóttir yðar, herra safnvörður? — Nei, hún er bróðurdóttir mín, systir Cherrells höfuðsmanns. — Er það svo? Það er mér mikill heiður að kynnast yður, ungfrú. Adrian tók eftir því að þau horfðust í augu, og hann sagði: — Hvernig líkar yður við Piedmont hótelið, prófessor? — Maturinn er góður, en það eru of margir Ameríkumenn þar. — Á ferð eins og svölurnar? — Ó, eftir hálfan mánuð erum við allir flognir. Dinny hafði komið barmafull af brezkum kvenlegheitum, en þegar hún bar saman þá ofurmannlegu hreysti sem Hallorsen sýndi og veiklulegt útlit bróður síns, þá gaus reiðin aftur upp í henni. Hún æsti sig upp í það að hún skyldi beina banvænum skeytum af fremsta megni. Hann hafði strax sökkt sér niður í samræður við Diönu, en Dinny var ekki búin með súpuna, þegar hún hafði endur- skoðað ásetning sinn. Hann var gestur og hún átti að heita hefðar- mær. Það var líka hægt að sálga ketti á annan hátt en að hengja hann. Hún ætlaði ekki að sýna klærnar, það var skynsamlegra að beita hann töfrum, það var líka meiri háttvísi gagnvart Díönu og frænda hennar. Hún hafði sig því lítið í frammi, meðan frændi hennar og prófess- orinn töluðu saman um stjórnmál Ameríku og Bretlands, vítt og breitt, en þegar þeir höfðu talað stundarkorn um stríðið og þátt- töku Bandaríkjanna, sagði Dinny: — Já, en að lokum komuð þið, eins og þér sögðuð áðan, til vígvallanna. Hallorsen horfði á sakleysislegt andlit hennar, hneigði sig, en sagði ekkert. Og þegar liðið var á þetta sérkennilega kvöld, bauð hann góða nótt, og bætti svo við: — Ég er hræddur um að þér hafið eitthvað meira en lítið á móti mér, ungfrú Cherrell. — Mér þykir mjög vænt um bróður minn, herra prófessor. — Og ég held ennþá að ég hafi um meira að sakast við bróður yðar, en hann við mig. — Ég vona að þér komizt fljótlega að því rétta. ■—- Þetta hljómar eins og hótun. Dinny reigði höfuðið. Þegar hún fór upp í svefnherbergið, beit hún á vörina af gremju. Hún hafði hvorki töfrað eða ráðizt á óvininn, og henni til undrunar voru tilfinningarnar gagnvart honum blandaðar. Hann var sterkur og sannarlega ekki hljóðlátur. — En ef til vill, sagði hún upphátt við sjálfa sig, — hverfur þú ekki eins fljótt frá Englandi, eins og þú hefir hugsað þér.... —• Má ég koma inn? Diana stóð í dyragættinni. — Jæja Dinny, hvað finnst þér svo um vin okkar óvininn? — Hann er sambland af Tom Mix og risanum sem Jói drap. — Adrian líkar vel við hann. — Adrian frændi lifir of mikið meðal beina sinna, það stígur honum til höfuðs að sjá lifandi hold og blóð. — Já, þessi maður er sannarlega „karlmenni“, og konur falla oft fyrir slíkum mönnum. En þú varst mjög háttvís, Dinny, þótt augu þín væru nokkuð græn þegar hann kom. — Þau eru ennþá grænni núna, og ég lét hann sleppa skrámu- lausan. — Það gerir ekkert, þú færð annað tækifæri. Adrian kom því svo fyrir að hann er boðin til Lippinghall á morgun. — Hvað segirðu? — Þú lætur Saxenden og hann leiða saman hesta sína, og bjargar Hubert þannig. Prófessorinn langar til að kynnast veiðunum hjá okkur. Aumingja maðurinn veit ekki að hann er að ganga beint í gin Ijónsins. Góða nótt, vina mín, og dreymi þig vel. Lippinghall Manor var táknrænt enskt sveitasetur. Húsið var stórt, notalegt og heimilislegt, fullt af gömlum húsgögnum, skemmtilega blandað nýjum til þæginda. Á veggjunum voru málverk af for- feðrum innan um verðmæt gömul málverk og smámyndir. Þegar Dinny kom niður til morgunverðar á miðvikudagsmorgun, voru allir karlmennirnir, nema Hallorsen, og þrjár af konunum kom- in til morgunverðar, ýmist sátu eða voru að fylla diska sína við hliðarborðin, sem voru hlaðin allskonar smáréttum. Hún smeygði sér niður í stól við hliðina á Saxenden lávarði, sem stóð upp og bauð henni góðan dag. — Dinny, kallaði Michael frá einu hliðarborðanna, — hvað má bjóða þér? — Þér ættuð að prófa þetta svínakjöt, sagði lávarðurinn. — Ég vil bara kaffi og brauð, sagði Dinnv. Saxenden lávarður var að lesa bréf. Hún virti hann fyrir sér og skildi hversvegna hann hafði verið kallaður ..Snubby". Hann var rjóður og búlduleitur, með ljóst hár og skegg, sem hvorttveggja var farið að grána. Hann sneri sér að henni og stakk bréfinu í vasann. Hún sá þá að augu hans voru blá og augnabrúnirnar, sem voru dekkri en hárið, voru eins og öngull í laginu. Það var stráksleg kímni í augunum. Þá sá hún Hallorsen birtast í dyrunum og standa bar hálfhikandi, þar til hann sá hana, þá gekk hann að auðum stól við hlið hennar. - Ungfrú Cherrell, sagði hann og hneigði sig, má ég sitia hér? — Gjörið svo vel. Maturinn er þarna yfirfrá, ef þér viljið eitthvað. — Hvaða náungi er þetta, spurði Saxenden, þegar Hallorsen var staðinn upp. — Hann er Ameríkani. — Prófessor Hallorsen. — Ó, já, sá sem skrifaði bókina um Bolivíuleiðangurinn? Er það ekki? — Jú. — Myndarlegur maður. — Karlmenni. Hann horfði undrandi á hana. — Ég var samtíða frænda vðar við Harrow. — Hilary frænda? Hann sagði mér það. .. Eg hélt að við borðuðum sæmilegan morgunverð í Ameríku, en það eru bara smábitar móti þessu, sagði Hallorsen um leið og hann settist. — Þekkið þér Saxenden lávarð? Saxenden lávarður. saeði Hallorsen og hneigði sig. Sælir. Þið hafið ekki akurhænur í Ameríku? Nei, það held ég ekki. Éq hlakka til veiðanna. Saxenden sneri sér að Hallorsen. Éq hefi ekki lesið bók yðar. — Má ég senda yður eintak? Mér væri mikill heiður að bví að þér læsuð hana, Framhald á bls. 34. 17. tbi. yi^AN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.