Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 29
lestarinnar, sem nálgaðist. í
raun og veru var þessi tónn
varla heyranlegur, en í eyrum
hans varð hann að glymjandi
hávaða vegna hræðslu.
— Hve heitt elskarðu mig?
vildi Janine fá að vita.
— Mjög heitt. Furðulegt, að
orðin skyldu ekki kafna í hálsi
hans. Því á þessari stundu kom
lestin, þrumandi, svo nákvæm,
sem hún gat verið.
Vertu ekki aumingi, hljómaði
innra með honum. Tilvonandi
hamingja þín er undir þessu
komin. Þetta er aðeins eitt and-
artak .... og þá ertu frjáls ....
hvers vegna fórstu þennan veg,
ef þú ætlar nú að hopa undan.
Á morgun er föstudagur, þú
ætlaðir að vera búinn að því á
föstudag.
Janine stóð við hlið hans. Hún
gerði það sama og lítil börn
gera, þegar vöruflutningalest fer
fram hjá: hún taldi vagnana.
— .... tólf, þrettán, fjórtán
tuttugu og einn, tuttugu og tveir.
Sérhver vagn þýddi tækifæri.
En Jiirgen sleppti einnig síðasta
tælkifærinu. Endaljós síðasta
vagnsins urðu að smádeplum.
— Komdu, sagði hann þreytu-
lega, — við skulum snúa við, það
lítur út fyrir rigningu.
Maður verður að vera fæddur
morðingi, hugsaði hann. Ég er
það ekki. Þannig losna ég aldrei
við hana. Ég gæti ekki einu sinni
sett eitur í glas hennar, á síð-
ustu sekúndu mundi ég þrífa
glasið úr hendi hennar.
Þau komu að bílnum, þegar
fyrstu droparnir féllu. Janine
steig fyrst inn. Hann stóð enn-
þá úti, ætlaði einmitt að fara að
klæða sig úr frakkanum, til þess
að leggja hann aftur í, þegar
hann heyrði hljóð í Mercedes-
bíl.
Jiirgen sá, að það var leigu-
bill. LeigubíU inni í miðjum
skógi ... hann fór aðeins til
hliðar og hleypti bílnum fram-
hjá.
Þegar hann sá stúlkuna, sem
sat aftur í klædd Leopardkápu,
hélt hann fyrst að hann væri
genginn af vitinu. En það var
ekki lengi.
Gaby hafði setzt þannig, að
hann hlaut að þekkja hana. Og
hvernig hún horfði á hann gaf
honum ljóslega til kynna að hún
hafði verið á eftir honum, að hún
hafði séð hann með Janine ....
Augnaráð hennar gegnum
bílrúðuna — það var verra en
allt sem hefði getað gerzt á
þessum bölvaða degi. Verra en
morð.
Það var auðvelt að losna við
Janine. Jurgen stanzaði fyrir
framan símaklefa, þóttist hringja
einhvert, kom aftur alveg agn-
dofa.
— Elskan, því miður verð ég
að fara eins og skot til Bavaria,
við vinnum þar að kvikmynda-
upptöku. Það á að breyta upp-
tökunum .í „dag.
Hún skyldi það, lét hann setja
sig af í miðborginni, veifaði
enn einu sinni frá götubrúninni.
Júrgen gaf í, til þess að þurfa
ekki að sjá hana lengur. Hann
ók allt of hratt, tók fram úr eins
og brjálæðingur, hegðaði sér
eins og vitfirringur. Honum var
sama um allt. Taugar hans
þurftu á ískri bremsanna að
halda, hávaða vélarinnar, þyti
hraðans.
Honum var alveg sama um
alla slysahættu. Það var líkast
því að hann skoraði hættuna á
hólm, í undirmeðvitund sinni
óskaði hann sér tortímingar,
þægilegrar undankomu úr erfið-
leikum sínum.
En forlögin gerðu honum ekki
þann gre:ða. Hann komst á leið-
arenda, huglaus hann sá hvít-
an múrvegginn, gömul trén,
nafnið, sem hoggið var í stein-
inn: Martin Westphal.
Hann steig út úr bílnum eins
og drukkinn maður, hljóp upp
gangstíginn, hringdi.
— Ungfrúin er ekki heima,
sagði þjónninn.
Júrgen sá á honum, að hann
laug. Hann ýtti honum þegjandi
til hliðar, hljóp upp stigann og
reif upp dyrnar að herbergi
hennar.
Auðvitað var hún þar. Hún
stóð við gluggann með whisky-
glas í hendi sér. Hún hlaut að
vera nýstigin upp úr baðkarinu,
því hún var klædd baðkápu
einni saman, var berfætt og
hafði sett upp á sér hárið.
Honum hafði aldrei orðið það
eins ljóst og á þessari sekúndu:
ég get elcki lifað lengur án
hennar. Ég er glataður, ef hún
yfirgefur mig. Ég mundi verða
veikur, deyja
— Vertu ekki að ómaka þig,
Júrgen, sagði Gaby kuldalega.
— Ég lít á það, sem milli okkar
var, eins og hverja aðra vitleysu.
Ég er þegar búin að hringja í
gamlan vin og ákveða stefnumót,
til þess að ég gleymi þessari vit-
leysu fljótar, skilurðu.
— Gaby — hann gekk í áttina
til hennar með sóttkenndu
augnaráði. — Þú verður fyrst
að hlusta á mig
— Ég veit þegar allt, svaraði
hún.
— Þú veizt ekkert.
Hún hló reiðilega. — Hvernig
er hún þá, þessi ljóshærða þín?
Nákvæmlega það sem þér fellur
bezt, er það ekki?.
Júrgen missti stjórnar á sjálf-
um sér. Hann tók um handlegg
hennar og hrópaði sannleikann
framan í hana: — Nei, hún er
ekki neitt sem mér fellur bezt,
heldur konan mín, skilurðu það,
elskan, ég var í gönguferð með
dauðri konunni minni .
— Ég er ekki gefin fyrir gam-
ansemi nú sem stendur, Júrgen.
Hann sleppti henni, sneri sér
við og hellti sér stórum whisky-
sopa í glas. — Því miður er þetta
engin fyndni. Stúlkan, sem þú
sást, er konan mín. Ég hélt að
hún væri dáin, en hún dó aldr-
ei. Nafn hennar er falsað
er. annars er hún ekta.
Gaby starði skilningsvana á
hann.
— Ertu drukkinn? spurði hún.
— Nei. Ég er fullkomlega alls-
gáður.
— Ertu þá að reyna að segja,
að þú hafir látið grafa tóma
kistu.
Júrgen tók um höfuð sér.
— Auðvitað ekki. Það var lík
í kistunni, en augsýnilega hefur
verið um misskilning að ræða.
Á grafsteininum stendur Janine
Siebert . . . og einhver önnur
liggur undir honum.
Gaby saup úr glasi sínu. —
Þetta hljómar fremur ótrúlega,
finnst þér það ekki?
— Nei, sagði hann í öngum
sínum, — það er allt alveg
sennilegt, þangað til núna. Sag-
an er nefnilega ekki lengri.
Ótrúlegasti hluti hennar kem-
ur núna fyrst....
— Ég verð þá að setjast fyrst,
tók hún fram í.
— Já, gerðu það.
Hann gekk fram og aftur um
herbergið. Hann skýrði frá öllu
frá byrjun. Hvernig hann sá
Janine af tilviljun í Múnchen,
hvernig hann hafði leitað til
leynilögreglumanns, hvernig
hann hafði búið á Hótel Sans-
souci, hvernig hann komst að
því, að hún hafði misst minn-
ið .
— Það getur ekki verið, sagði
Gaby.
Júrgen lagðist á kné frammi
fyrir henni. Honum fannst það
ekki niðurlægjandi. Örvilnun
hans kom honum til þess. —
Gaby, sagði hann biðjandi, —
þú verður að trúa mér. Ég hata
Janine, vegna þess að ég elska
þig. Ég elska þig meira en líf
mitt.- Ég.—hef ekki -svikið þig,
ástin mín, ekki með konunni
minni.
Það var hljótt í herberginu. Og
kæfandi hiti. Júrgen þaut upp,
tók af sér bindið, fór að ganga
fram og aftur.
Gaby þagði.
— Skilurðu ekki hvers vegna
ég hef verið að gera hosur mín-
ar grænar fyrir henni?
— Utskýrðu það, sagði hún og
horfði um leið undarlegu augna-
ráði á hann.
— Giftast — meðan konan mín
gengur um í Múnchen, það get-
um við þó ekki, það væri brjál-
æði. Hún er undir læknishendi,
fyrr eða seinna mun hún fá
minnið aftur. Hjónaband okkar
væri ógilt . . . lætin . . .
Úti var farið að rökkva. Hann
stóð við gluggann og starði út.
— Ég hefði auðvitað getað
hjálpað henni aftur til fortíð-
ar sinnar og krafizt skilnaðar
um leið, en ég þekki hana. Hún
er ekki þannig kona, að hún
samþykki skilnað tafarlaust,
ekki hún . . .
Hann hélt áfram, án þess að
snúa sér við. — Ég vil giftast
þér, Gaby, eins fljótt og hægt
er. Ég vil, að við tilheyrum
hvort öðru, að ekkert aðskilji
okkur lengur. Ég er búinn að
hugsa og hugsa, og ég fann að-
eins einn möguleika ....
— Og hver er hann?
Júrgen svaraði ekki.
Gaby var löngu farin að skilja,
hún var löngu búin að fyrir-
gefa honum kossana. Sigurtil-
finning fékk hana til þess að
standa upp. Hún gekk hægt til
hans, gripin sömu æsingu og
hann.
— Vöruflutningalestin átti að
aka yfir hana, ekki satt? hvísl-
aði hún.
— Jú, viðurkenndi hann upp-
gefinn.
Hún trúði þessari játningu.
Hún hafði verið vitni að ferð
hans með Janine að brautarspor-
inu. Það, sem hún hafði haldið
að væri ást, hafði í raun og
veru verið áætlun afbrotamanns
og hún hafði ekkert á móti
því.
Varir hennar leituðu hans.
Það hamlaði henni ekki lengur,
þótt hann hefði kysst aðra fyrir
nokkrum klukkustundum. Ilm-
vatnslyktin, sem enn var að hon-
um, hamlaði henni ekki einu
sinni. Framhald á 'bis:*'40
HANA MÁ ALDREi GRUNA, AÐ ÉG HAFÍ VALIÐ ÞENNAN VEG AF ÁSETTU
RÁÐi. HÚN VERÐUR AÐ HUGSA UM ÁSTiNA TIL HINZTU STUNDAR,
AÐEINS UM ÁSTINA ....
n. tbi. vikAN 29