Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 10
LJÖSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON SIERHIU Á útmánuðum tóku sex íslenzkir kjólameistarar sig til og héldu sýningu á verkum sínum. Það voru allt saumakonur, sem um langan tíma hafa haft saumaskap að atvinnu og getið sér góðan orðstír í því starfi. Sýningin var haldin á Hótel Sögu og var vel sótt, þótti enda takast vel. — Stúlkur þær, er kjólana sýndu, voru allar úr Módelsamtökunum. Þær sem kjóla áttu á sýn- ingunni voru þessar: Vilborg Jónsdóttir, Fanney Long, Guðrún Guðmundsdóttir, Anna Einars- dóttir, Gróa Guðnadóttir, Bergljót Ólafsdóttir. Myndir þær, sem hér fylgja, voru teknar á sýn- ingunni. Hana má tvímælalaust telja nýmæli á íslandi, en fyllilega tímabæra, því nú borgar sig betur fjárhagslega að kaupa innlendan fatn- að en fara í fatainnkaup til útlanda, auk þess sem jafnaðarlega mun fást úr því betri vara. Elísabet Guðmundsdóttir. Rannveig Ólafsdóttir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.