Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 31

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 31
Á SUMARDAGINN FYRSTA fyrir fjórum árum gáfu SG-hljómplötur út sína fyrstu barnaplötu. Var það fjögurra laga plata Ómars Ragnarssonar með lögunum Lok, lok og læs, Sumar og sól. Ég er að baka og Ligga, ligga lá. Ómar Ragnarsson hefur síðan sungið á tveimur stórum jóla- lagaplötum, sem SG-hljómplötur hafa gefið út. SG-hljómplötur hafa gefið út tvö barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner, Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. Fyrir nokkrum mánuðum komu út tvær barnaplötur á vegum SG-hljómplatna. Ævintýrið Litla Lljót og Sex laga plata með lög- um úr Mary Poppins. SG-hljómplötur kappkosta að gefa út barnaplötur, sem eru vandaðar og þroskandi fyrir börnin. v_____________________________________________________________________y SJÓVBKIÁ ÞliBU IANDI Þessi hraðbátur, sem siglir ein- göngu á þurru landi og án þess að hreyfast úr stað, var meðal sýningaratriða á alþjóðlegu báta- sýningunni í London í janúar. Báturinn stendur á glussatjökk- um sem velta honum og vagga á ýmsa vegu sem líkast því, sem á sjó væri, og fer vaggið og velt- an eftir því hvernig stjórnand- inn hagar sér. Hver minnsta snerting á stjórntækin. berst um- svifalaust til tölvu sem stjórnar tjökkunum, og ekki nóg með það, heldur stýrir tölvan líka myndinni á tjaldinu framan við bátinn, svo þeim sem í honum sitja þykir sem líkast því, sem á sjó væru. Allt í sambandi við bát þennan þykir svo eðlilegt, að menn hafa gjarnan orðið bull- andi sjóveikir í honum og það þykir tryggara að vera með ör- yggisbelti og jafnvel hjálma. FERBAPITTARI Hér kemur gleðifrétt fyrir golf- æðinga: Púttari, sem hægt er að skrúfa sundur og saman og láta lítið fara fyrir, til dæmis í ferða- lögum, svo menn geta æft sig hvar sem er: Á flugstöðinni, meðan beðið er brottfarar flug- vélar, á hótelherberginu, við veginn, meðan bílstjórinn skipt- ir um dekk — og svo framvegis. Púttarinn kemur í þægilegri tösku, ásamt opnum lykli til að herða samtengingarnar, hausinn er með glampalausri satínáferð og skaftið er glætt með gúmmí- kenndu efni svo engum verði laus höndin. Sundurskrúfaður púttarinn í tösku sinni kemst of- an í flestar skjalatöskur. ÆuatBrJggfefl. 17 tbl VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.