Vikan


Vikan - 08.05.1969, Page 4

Vikan - 08.05.1969, Page 4
 HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR SM22-24 3021-32262 LITAVERl Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfól. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V_____________________________________________________________________> 4 VIIvAN ER HÆGT AÐ LÆKNA LAGLEYSU? Kæri Póstur! Mig langar til að leggja fyrir þig dálítið einkenni- legt vandamál. Þannig er, að við hjónin erum bæði mjög músikölsk og höfum fengizt við að leika á hljóð- færi, hún á píanó en ég á fiðlu. Við eigum eina dótt- ur barna, sem er orðin fjögurra ára gömul. Hún hefur gaman af að syngja, litla skinnið, og syngur í tíma og ótíma, en gallinn er aðeins sá, að hún syng- ur rammfalskt og virðist ekki geta haldið nokkurri laglínu. Við höfum reynt að kenna henni algengustu barnalögin, en hún getur alls ekki lært þau rétt. Við fáum með öðrum orðum ekki betur séð en að hún sé með öllu laglaus — og okkur þykir það skiljan- lega mjög leiðinlegt. Nú langar mig til að spyrja: Getur þetta breytzt með aldrinum? Geta börn orðið lagviss, þegar þau eldast og þroskast eða er hér um meðfædda eigin- leika að ræða? Er með nokkru móti hægt að lækna fólk, sem er lag- laust? Með fyrirfram þakklæti. Fiðlari. snemmt að' hai'a áhyggjur af þessu. Hún getur vel orðið óperusöngkona. SOAMES VAKINN UPP FRÁ DAUÐUM Kæri Póstur! Beztu þakkir fyrir fram- haldið af Forsyte-sögunni. Að vísu finnst mér sagan ekki eins skemmtileg síð- an Soames gamli dó, en við því er náttúrlega ekkert að gera. Ég hef ekki enn tek- ið ástfóstri við nýju per- sónurnar, en það kemur vonandi með timanum. Á meðan hefur maður ánægju af blessuninni henni Fleur og gæðapiltinum honum Mont, sem er nú víst orð- inn fullorðinn karlmaður fyrir löngu. En ég hlakka til að fá að fylgjast með framhaldinu. Maður var lengi að kynnast Soames og hafði litla samúð með honum framan af. Það tek- ur sinn tíma að kynnast sögupersónum engu síður en lifandi fólki. En meðal annarra orða: Hefur þeim ágætu snill- ingum hjá brezka sjónvarp- inu ekki dottið í hug að halda áfram og kvikmynda líka framhaldið af sögunni, sem þið eruð að byrja á núna? Hvernig stendur á því, að þeir gera það ekki? Með beztu kveðjum. Drífa. P.S. Þau voru góð eftir- mælin um Soames í Vísi um daginn. Við höfum ekki haft neinar fregnir af því, að verið sé að undirbúa fram- hald af Forsyte-sögunni Þið skuluð alls ekki dæma blessað barnið lag- laust strax. Þess eru mörg dæmi, að börn séu laglaus fyrst í stað en lagist síðan smátt og smátt. Tóneyra er að vísu meðfæddur hæfi- leiki hjá sumum og þeir þurfa því ekkert að hafa fyrir slikum hlutum. En það má líka þjálfa sig hægt og hægt og ná góðum ár- angri. Bezta ráðið fyrir ykkur er að syngja með telpunni og reyna að benda henni fínlega á, þegar hún fer út af laginu. Því að- eins getur hún lagað þetta sjálf, að hún viti um það. hjá BBC. Hins vegar hler- uðum við um daginn, að rithöfundur nokkur í Ame- ríku væri búinn að vekja Soames upp frá dauðum og væri byrjaður að semja nýtt framhald af sögunni, sem síðan eigi að kvik- mynda. Þeir eru ekkert að tvínóna við hlutina, þarna í Ameríku! „ÞVÍ MIÐUR" Kæri Póstur! Þú hefur vafalaust orðið var við það engu síður en ég, að stundum, þegar mað- ur hringir í einhverja mik- 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.