Vikan


Vikan - 08.05.1969, Page 6

Vikan - 08.05.1969, Page 6
BROSHYRI BÖSKMAOURINN Kennararnir vita ekki einu sinni, hvað þeldökki strákurinn í fyrsta bekk St. Jósephs-skólans í Khale í Suður-Afríku heitir. En hann er alltaf í góðu skapi og síbros- andi. Hann átti heima í Kala- hari-eyðimörkinni, en var fyrir nokkru klæddur í föt og skó í fyrsta sinn á ævinni og settur í skóla. Hann horfir enn fullur að- dáunar á fötin sín og finnst hreinasta ævintýri að sofa í rúmi. Til skamms tíma svaf hann nak- inn í eyðimerkursandinum. „Það er erfitt að trúa því, að hann hafi verið villtur Búsk- maður fyrir örskömmum tíma,“ segir faðir Leonard, sem veitir St. Josephs-skólanum í Khale forstöðu. „Satt að segja vitum við ekki í rauninni enn hvað hann heitir. Nafn hans er sam- ansett úr svo torkennilegum hljóðum, að okkur hefur enn ekki tekizt að túlka þau með bókstöfum.“ Dr. H. J. Heinz, kunnur mann- fræðingur i Jóhannesarborg, hefur rannsakað lifnaðarhætti Búskmanna í Botswana að und- anförnu. Gáfur þessa litla drengs vöktu athygli hans, og honum tókst að fá því framgengt, að hann yrði settur í skóla. Strák- ur vildi það ólmur og faðir hans, sem lifir eins og steinaldarmað- ur, svaraði málaleitan dr. Heinz brosandi: „Það er ekkert nema hálmur í höfðinu á mér. Það mundi gleðja mig mjög að eiga gáfaðan son.“ Það var von dr. Heinz, að litli nafnlausi drengurinn verði síðar meir skeleggum málsvari þjóð- flokks síns, Búskmannanna, sem hafa með öllu farið á mis við siðmenningu og framfarir tutt- ugustu aldarinnar. Skólabræður hans verða enn sem komið er að tala við hann á merkjamáli. Hann er stærri en þeir og bersýnilega eldri, en ekki er vitað nákvæmlega um aldur hans. „Hann býr yfir mikilli þekk- ingu á jurtum og dýrum og yfir- leitt flestum fyrirbærum náttúr- unnar,“ segir faðir Leonard. „Tvisvar sinnum héldum við, að hann hefði strokið og farið aft- ur heim í eyðimörkina sína. I bæði skiptin fundum við hann, þar sem hann sat á grassléttu og horfði dreymandi augnaráði út í bláinn. Hvað hann var að hugsa, fáum við ekki að vita, fyrren hann hefur lært annað hvort tswana-mál eða ensku.“ STÆBSTA PÍPA í HEIMI Þessi pípa er frá 18. öld og skip- stærstu pípu í heimi að sögn. ar heiðurssess í frægu pípusafni Hún tekur hvorki meira né í borginni Ibafa í Ungverjalandi. minna en hálft kíló af tóbaki og Ungverjar eru stoltir af þessum það er hægt að sitja og reykja grip, enda er hér um að ræða hana allan liðlangan daginn. C VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.