Vikan


Vikan - 08.05.1969, Síða 19

Vikan - 08.05.1969, Síða 19
í fyrsta sinn hafa Bandaríkja- menn nú keypt flugvélar utan Norður-Ameríku í flugher sinn. Það er brezka flugvélin Handley Page Jetstream 3M, sem fyrir valinu varð, og hefur bandaríski flugherinn pantað 11 vélar í fyrstu lotu en í samningum er gert ráð fyrir, að þeim fjölgi síðar. Þessi vél er tveggja hreyfla skrúfuþota, heldur lítil, en sögð geta gegnt margslags hlutverkum, svo sem herflutn- ingum, vöruflutningum, sjúkra- flugi, þjálfun flugliða og ljós- myndaflugi, svo nokkuð sé nefnt. 176 vélar af þessari gerð hafa nú verið seldar. ☆ Hiúlhúsin stækka DRAUMASKÆRi ALLRAHANDAMANNA Trúlega er hann ekkert bráð- ódýr, að minnsta kosti ekki hér, þessi Austin þriggja lítra. Samt er hann kallaður almennings- bíll, og það er vegna þess, að áður en færibandaframleiðsla á honum hófst, framleiddi verk- smiðjan 100 bíla og fékk jafn- mörgum almennum bílnotendum til þess að geta byggt endurbæt- ur á gagnrýni þeirra og reynslu af bílnum. Enda er margt í þessum nýja bíl árangur af reynslu hundrað- menninganna. Gírkassa og drif- hlutfalli hefur verið breytt svo og festingu afturöxuls. Breytt einangrun hefur dregið úr vind- þyt og loftventlunum breytt til að draga enn meira úr hávaða. Mjög mörgum þótti bíllinn of léttur í stýri og það hefur verið lagfært án þess að það skaðaði nákvæmni í stýrinu. Öðrum fannst tvöföld, kringlótt ökuljós gefa betri og jafnari birtu við akstur í myrkri en ferkantaðar luktir. Framsætin eru breiðari og bólstrun var allri breytt. Ef til vill er þetta góð leið til að losa nýjar bílagerðir við verstu barnasjúkdómana. ☆ Hjólhús stækka eins og margt annað, sem eldist. Það sem við sjáum hér er 34,5 fermetra (11,90x2,90 m), stofa, eldhús, borðstofa, bað, tveggja manna svefnherbergi og anddyri, fyrir utan svalir og tröppur með dyra- palli og skyggni. Hjólhúsið er gert úr timbri og plastefnum að mestu leyti, en þrátt fyrir það mun það heldur þyngra en svo, að nokkuð þýði að hengja það aftan í venjulegan fólksbíl. Okk- ur er jafnvel til efs, að jeppi dugi. Enda verður ekki betur séð af myndinni, en húsið sé þarna á föstum ákveðnum stað, eða þarf maður kannski að hafa með sér gangstéttarhellur og blómaker hvert á land sem er? ☆ Þetta eru nýjar úrvals klippur brezkar, sagðar hafa sig leikandi í gegnum hert plast, krossvið og mörg önnur efni, þeirra á meðal stál. Áhaldið er með þremur, skipt- anlegum blöðum, einu fyrir efni svo sem hert plast og krossvið, öðru fyrir hringskurði og beygj- ur, hinu þriðja fyrir stál og járn. Skammbyssuhaldið gefur gott og traust átak og það kvað vera mjög létt að vinna með tækinu, hvort heldur verið er að klippa úr gólfflísum fyrir rör- um eða klippa til bodýstál í bílaviðgerðir, svo dæmi sé tek- ið. Þetta er sannkallað happa- verkfæri fyrir allrahandamenn. ☆

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.