Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 25

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 25
IIÉR KAPPAKSHISHETJIR FYRRITÍMA n/7en Annakin, sá, er gerði kvik- ■{ myndina „Vér flughetjur |\\ fyrri tíma“, sem sýnd var í Líu Nýja bíói ekki alls fyrir löngu, hefur nú um eins árs skeið unnið að gerð annarrar myndar í svipuðum dúr. Ætti þetta að gleðja mjög alla þá, sem sáu flughetjurnar, því að sú mynd var sannarlega í sérflokki sem gamanmynd. Fjallaði hún um kappflug frá London til Parísar á þeim tíma, þegar flugvélar voru enn á bernskuskeiði. Hin nýja kvikmynd Annakins nefnist „Monte Carlo or Bust“ og gerist á öðrum áratugnum. Myndin fjallar um kappakstur, og er ekið frá Svíþjóð til Monte Carlo. Eins og í myndinni um flughetjurnar taka leikarar frá mörgum þjóðum þátt í þessari mynd. Nægir hér að nefna Tony Curtis, Terry Thomas, Susan Hampshire (Fleur í Sögu For- syteættarinnar), Gert Frobe og Dudley Moore. Annakin segir, að hann hafi fengið hugmyndina að þessari mynd, er hann kynntist náunga einum, sem hafði mikið yndi af kappakstri og hafði einmitt tek- ið þátt í svona keppni á öðrum áratugnum. Þá var kappakstur- inn til Monte Carlo mikill við- burður, eins og hann er raunar enn, en keppnisreglur og fyrir- komulag var þá með öðrum hætti. Þá voru það ekki bíla- verksmiðjurnar, sem sendu kepp- endur til leiks og greiddu kostn- að þeirra heldur var það einka- framtakið og „sannur íþrótta- andi“, sem öllu réði. Enginn gat sagt neitt við því, þótt svindlað væri, en keppendurnir voru bara misjafnlega útsjónarsamir í þeim efnum, og þegar allt kom til alls svindluðu allir meira eða minna! Annakin hafði nýlokið við að gera kvikmynd um bíla, „Fast Lady“, og hafði lýst því yfir, að hann mundi ekki taka sama efn- ið fyrir tvisvar í röð. En hann stóðst ekki freistinguna, þegar hann heyrði hinar spaugilegu sögur um Monte Carlo kappakst- urinn í þá gömlu góðu daga. — Mörg atriðin í myndinni eru ein- mitt byggð á atvikum, sem raun- verulega hafa gerzt. Bílarnir, sem taka þátt í keppn- inni í myndinni, eru frá árunum 1927 til 1929. Ástæðan fyrir því, að eldri árgerðir voru ekki not- aðar, var sú, að það var fyrst með tilkomu umræddra árgerða, að bílarnir gátu látið gamminn 5 Framhald á bls. 36. Silill wmm fíimiii sií:;; Allir að ýta! Tony Curtis viff stýrið. Susan Hampshire lengst til hægri. Tony Curtis og Susan Hampshire vega salt á foss- brúninni. Einn keppenda styttir sér leið og tekur sér far með bílinn í skíðalyftunni. Gert Frobe | (við stýrið) og Peer Schmidt eru fulltrúar Þýzkalands í keppninni og aka auðvitað í Mercedes- Benz. fi «. ■* V' >.1. . 19. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.