Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 37
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. setið undir stýri bifreiðar fyrr. Eftir glannalega ökuferð hend- ist bifreiðin út á ís, og þar skopp- ar hún stjórnlaus í áttina að him- inháum fossi, sem er frosinn. Til þess að halda jafnvæginu, sezt Susan í aftursætið, en Tony skríður fram á vélarhúsið og loks undir bílinn, þar sem hann nær taki á framöxli bílsins. — Þannig vega þau síðan salt á fossbrúninni. Leikararnir lögðu sig í tals- verða áhættu, þegar þetta atriði var kvikmyndað, en fleiri atriði voru líka áhættusöm. Margt í myndinni minnir á grínmyndir fyrri tíma, og möguleikar kvik- myndavélarinnar eru líka notað- ir til hins ítrasta. Þessi kvikmynd var tekin í fimm löndum, og henni er spáð miklum vinsældum. Stjórnandi myndarinnar, Ken Annakin, er bjartsýnn og segir, að þetta sé stórkostlegasta gamanmynd, sem gerð hafi verið. Kannski er hann nú ekki alveg hlutlaus, en allt um það —■ myndin lítur svo sannarlega út fyrir að vera skemmtileg. ☆ ViS hverja snertingu hans Framhald af bls. 29 hendur hans verða órólegar, verða vör við heitan undirtón í rödd hans. Bíllinn mjakaðist upp bratt- an veginn. Jiirgen steig út og opnaði hlið nokkurt. — Geturðu enn ekki sagt mér, hvert við erum að fara? — Jú, sagði hann og komst allt í einu aftur í hið góða skap sitt. - - Þú sérð það þarna fram undan. Janine fylgdi bendifingri hans og kom auga á hús, úr dökkum trjástofnum, með grænum gluggahlerum, sem allir voru lokaðir. — Veiðikofi minn. Fellur þér það? - - Ég sé dálítið illa. . . . Lygari, hugsaði hún kuldalega. Þú átt engan veiðikofa. Þú lýg- ur, í hvert skipti, sem þú opnar munninn. Mér býður við þér. Eg vil hætta leiknum. Þau óku hægt eftir mjóum veginum að húsinu. Jurgen stökk út úr bílnum, opnaði dyrnar fyr- ir Janine og hjálpaði henni út. Vatnið lak eftir þakrennunum, og allt var mjög kyrrlátt. Og mjög einmanalegt. — Komdu, sagði Júrgen og dró hana að sér. — Það er svo dásamlegt að vera hér með þér á degi eins og þessum, alein, án nokkurra, sem trufla okkur. Hún fann fyrir vörum hans og andartak var hún sem lömuð. Svo reif hún sig úr örmum hans. Viltu ekki bera mig yfir þröskuldinn, Júrgen, hrópaði hún. — Eins og fyrrum eftir hjónavígsluna í litlu íbúðina okkar. Það gerir maður þó við konu sína, ekki satt? Hún gekk alveg að honum, hreytti orðunum út úr sér í öskugrátt andlit honum. — Ég er ekki í Heidelkirkjugarðinum, Júrgen, ég er hérna, ég lifi, hvað segirðu um það... . Hún skildi ekki ennþá, hvað hún hafði gert. Fyrst, þegar hún sá breytinguna í andliti Júrg- ens, urðu henni ljós hin hræði- legu mistök sín. Sá, sem stóð þarna frammi fyrir henni, hann bar enga grímu lengur. Það var enginn elskhugi, enginn flautaþyrill, enginn lygari, það var. . . . Guð minn góður. Hún vék nokkur skref aftur á bak. Hvers vegna hafði hún farið með hon- um . . . honum, morðingja sín- um? Janine lyfti höndum sínum, ætlaði að öskra, öskra. En hún kom ekki upp nokkru hljóði. Því þarna komu tvær hendur, hendur Júrgens, mjúkar, við- kvæmar hendur hans, ætlaðar til þess að elska konur, þær luk- ust um hróp hennar, kyrktu það, létu það þagna.... Og ekkert varð eftir nema myrkur og kyrrð. Dauðakyrrð. Um það bil hundrað metrum frá villu herra Westphal stanz- aði grár bíll, sem tveir menn sátu í og biðu. Annar var róleg- ur og ákveðinn, hinn tauga- æstur. — Segið mér, herra Karsch, sagði dr. Haller æstur, — hvaða þýðingu hefur það, að sitja hér aðgerðarlaus? Leynilögreglumaðurinn brosti. — Þér eruð án efa fyrirtaks skurðlæknir, herra Haller, en ég gæti líklega ekki notað yður sem leynilögreglumann. Þér eruð of óþolinmóður. Stephan Haller tók um hand- legg hans. — Ég get ekki gert að því, ég hef það á tilfinningunni, að Janine sé í hættu. Hún var ekki á hótelinu í alla nótt, ekki heldur í morgun, hún hefur ekki ennþá komið þangað, hefur ekki skilið eftir nein skilaboð.... — Ég skil tilfinningar yðar vel, herra læknir, — sagði Paul Karsch, sem ennþá bar höfuð- umbúðirnar, sem Haller hafði látið honum í té, undir hatti sín- um. — En hugsið yður um, hvar ættum við að leita Janine? Æða án nokkurs takmarks um borg- ina? — Auðvitað hefur það enga 19. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.