Vikan - 08.05.1969, Side 41
VIPP
norski hvíldarstóllinn. —
Framleiddur á Islandi með
einkaleyfi. — Þægilegur
hvíldar- og sjónvarpsstóll. —
Mjög hentugur til tækifær-
isgjafa. — Spyrjið um VIPP
stól í næstu húsgagnaverzlun.
— Umboðsmenn um allt
land.
VIPP STÓLL Á HVERT
HEIMILI.
FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU 03 - ICÓPAVOGI - SÍMI 41690
er gift. Eg verð að leita að manni
mínum, áður en ég get leyft mér
að verða ástfangin.
Haller opnaði bíl sinn, settist
við stýrið. Karsch var enn að
virða fyrir sér það sem gerðist
á bílastæðinu. Þegar hann steig
inn, sagði hann: — Af stað,
læknir, beygið til vinstri, þá
verða þau að fara fram hjá, eft-
irtektarverður rauður sportbíll,
við getum ekki misst af honum.
Hann var naumast þagnaður,
þegar bíllinn ók hjá. Jurgen sat
við stýrið, Gaby þurrkaði af
hliðarrúðu sín megin. f aftur-
glugganum dinglaði köttur með
gul augu. Þegar bílstjórinn steig
á bremsurnar, lýstu augu kattar-
ins.
Hlutirnir verða að vera
skemmtilegir, ekki satt?
— í myrkrinu taka þau varla
eftir þessari eftirför, hélt Karsch
áfram. — Ef þau líta við sjá þau
aðeins Ijósin hjá okkur, þau
munu ekki einu sinni geta gizk-
að á, hvaða bíltegund þetta er.
Mikil umferð var á veginum
milli Riem og Munchen Það var
ekki auðvelt að vera fast á eftir
sportbílnum.
Þegar Júrgen Siebert beygði
til vinstri út af Einsteinstræti,
og ók gegnum Lauchtenberg-
göngin, sagði Karsch með um-
hyggju: — Hann fer miðhring-
inn. Ef hann velur hraðbrautina
þá er útlitið ekki gott. Bíll hans
kemst öirugglega tvö hundruð
kílómetra, en yðar í mesta lagi
hundrað og fimmtíu.
Haller svaraði ekki. Hann
beindi allri athygli sinni að ljós-
kerunum tveimur á undan sér.
XIV
Að kvöldi þessa föstudags, fór
fram símtal milli lögreglustöðv-
anna í Múnchen og Berlín. Mál
JL 11, Júrgen Siebert.
— Hvernig eru horfurnar?
spurði Sasse lögregluforingi.
— Ekki góðar, svaraði Sch-
warzhuber aðstoðarstjóri. —
Herra Siebert er horfinn.
—- Býr hann ekki lengur á
Bayerischen Hof?
— Hann hefur ennþá herbergi
þar, en hann hefur ekki komið
þangað síðustu 36 klukkustund-
ir, og auðvitað ekki beðið fyrir
nein skilaboð.
— Hafið þér leitað í herberg-
inu?
Já. Fötin hans eru þar, nær-
föt, þrátt fyrir það hefur hann
tekið litla ferðatösku með sér.
— Þetta líkist flótta, ekki
satt? sagði Sasse. — Lítur út
fyrir, að hann hafi fengið ein-
hvers konar aðvörun. Við opnuð-
um gröfina í morgun. Hin látna
er ekki konan hans.
■— Ef hann er flúinn, sagði
Schwarzhuber, — þá getur hann
enn ekki verið kominn langt.
— Hvers vegna ekki.
Vegna þess að ég missti af
honum á flugvellinum fyrir
hálfri klukkustund .. hann hafði
látið bóka sæti fyrir sig ásamt
ungfrú Westphal í vélina til
Rómar. Honum hlýtur að hafa
snúizt hugur á síðustu mínútu.
- Og hvernig vitið þér, að
hann hafi nokkuð látið sjá sig á
flugvellinum?
Tilviljun, svaraði aðstoðar-
lögreglustjórinn hæversklega. —
Gamall kunningi hans sá hann
og skiptist á nokkrum orðum við
hann ....
Sasse gat varla leynt æsing
sinni. Þá sleppur hann varla
frá okkur, sagði hann, — látið
gæta Westphalhússins og hótels
hans ....
— Það er þegar gert, herra
lögreglufulltrúi.
-— Fínt. E'g hugsa, að hann
muni reyna að komast til út-
landa. Austurríki er líldegast ná-
lægast, Sviss einnig líklegt. Ger-
ið landamæravörðunum viðvart,
sendið þeim lýsingu á honum.
Það er ekki ólíklegt, að hann
hafi fengið sér falsað vegabréf.
—- Allt í lagi.
Tíu mínútum síðar sendu fjar-
ritarnir þessa tilkynningu frá
sér: - Leitað er eftir Jurgen
Siebert, aldur þrjátíu ár, starf
auglýsingastjóri, grannvaxinn,
stærð 180, dökkhærður, dökk
augu, var siðast klæddur sport-
legum Kamelliárafrakka, sást
síðast í Munchen....
Hraðamælirinn sýndi sextíu,
vísar klukkunnar sýndu tíu mín-
útur yfir sjö. Bílljósin lýstu upp
vegskilti þorps nokkurs: Kochel.
Hingað til hafði allt gengið
vel. Rauði sportbillinn var tæpa
fimmtíu metra á undan þeim.
Hann hafði ekki sloppið þeim úr
augsýn á fimmtíu kílómetra
þjóðvegarleið.
—• Kannizt þér eitthvað við
leiðina hérna? spurði dr. Haller.
— Nokkurn veginn, svaraði
Karsch. — Þegar við erum kom-
in gegnum þorpið, er vegurinn
brattur fram undan. Frá þorpinu
Serpentinen liggur hann upp að
Walchensee.
— Og svo?
Mittelwald kæmi svo lík-
legast. Eða Gármisch...... eftir
þvi hvaða leið þau fara.
Það varð einmanalegt um að
litast, eftir að þeir höfðu ekið
gegnum Kochel. Umferðin var
nú sama sem engin.
Haller skrúfaði rúðuna dálítið
niður. Lækjarniður heyrðist.
Hamraveggir blöstu við. Minnis-
19. tbi. VIKAN 41