Vikan


Vikan - 08.05.1969, Page 46

Vikan - 08.05.1969, Page 46
fann fróun í að ljúga að henni, ljúga upp í opið geðið á henni. Það var heimskulega aumkunar- leg hefnd. Fyrir framan þá stóð myrkt og kyrrlátt hús, hálffalið bak við dökk furtrén. Hér uppfrá var ennþá dálítill snjór, í óreglu- bundnum hvítum flekkjum, og upp úr votum jarðvegi skógar- ins lagði sterka rotnunarlykt. Haller og Karsch höfðu numið staðar. — Ekkert Ijós, muldraði Hall- er. Honum fannst eins og húsið væri þjakað af rökkri og óbæri- legri kyrrð. — Við skulum læðast að því ofan frá, lagði Karsch til mál- anna. Þeir gengu nokkur skref upp 46 VIKAN 19- tbl- brekkuna og klifruðu síðan yfir gaddavírsgirðinguna. Furunál- arnar undir fótum þeirra voru hálar af krapi. Karsch skrikaði fótur og blótaði lágt. Og þá fyrst kom hann auga á gatið, sem hann hafði nærri ver- ið dottin niður um. — Læknir, sagði hann æstur og greip um handlegg Hallers, — lítið á þetta .... Ferhyrnt gat. Við hlið þess var þykkt járnlok. Og skófla. — Eins og einhver hafi hlaup- ið frá öllu saman, hvíslaði Karsch. Þeir beygðu sig niður. Upp um gatið steig sterk járnfýla. Karsch lýsti niður með vasaljósi sínu. -—• Hamingjan góða. Sá, sem fer þarna niður, á ekki aftur- kvæmt. Stephan Haller svaraði ekki. Háls hans var samanherptur. Hann starði á skófluna, þunga hlerann, sem ýtt hafði verið til hliðar. Sá sem fer þarna niður —• átti einmitt einhver að fá að fara þarna niður? Var ekki allt tilbúið til þess? Allt í einu fann hann ekki fyrir neinu nema ótta, ofsalegum nagandi ótta. —■ Komið, Karsch, stundi hann og þaut af stað í áttina að hús- inu, án þess að gefa gaum að hálkunni, brakandi greinunum, hávaðanum af skóhljóði sínu. — Komið...... flýtið yður .... Gluggarnir voru dimmir, tóm augu bak við rifur gluggahler- anna, og dyrnar, sem hann vildi inn um, voru læstar. Hann fann bjölluna og hringdi. Gjallandi tóm hennar sprengdi húsið nærri því upp. En enginn hreyfði sig. Hvar var Siebert, esm hlaut að hafa verið hér fyrir skammri stundu? Stephan Haller henti sér með öllum þunga líkama síns ó hurðina. Og hvar var Janine? Góði guð, láttu hurðarfjandann gefa eftir! Með háu braki gaf viðarhurð- in eftir undan sameiginlegum krafti beggja mannann og splundraðist inn á við. Stephan beygði sig og gekk inn á undan Karsch. Herbergið var gríðar- stórt og dimmt, þeir urðu að leita dágóða stund að slökkvar- anum. Þeir sáu að þeir stóðu undir dökku viðarþaki. Á einum veggnum hékk gömul, gríðarstór klukka. Pendúll hennar var graf- kyrr, eins og hér hefði engin sála verið um margar aldir, sem staður og stund hefði haft nokkra þýðingu fyrir. Augu Stephans Haller hvörfl- uðu yfir vopnaskápinn, þung- lamalegt borðið, og gömlu þýzku stólana. f einu horninu, stóð kolaofn, stór, blá ófreskja. Og hjá honum sá hann kápu Janine liggja á gólfinu. - - Karsch. Rödd hans var hás, nærri óheyranleg. Því kápan lá ekki aðeins á gólfinu, þeir sáu báðir að hún huldi eitthvað, eitt- hvað líflaust. Það var Karsch, sem lyfti káp- unni. Og það var Stephan, sem féll á gólfið við hlið stúlk- unnar sem þar lá, með Ijóst hár og náfölt andlit. —■ Janine, kjökraði hann — Janine, Janine. Augu hennar voru opin, horfðu á hann með augnaráði, sem kom alókunnugt út úr fölvanum. —■ Janine! Hann hristi hana og fann hvernig líkami hennar gaf eftir án viðnáms. En hún var þó lifandi, hún horfði á hann, augnalok henn- ar titruðu örlítið. Stephan greip eftir hönd hennar. Hún var jök- ulköld. Æðasláttur hennar var veikur, nærri því ófinnanlegur, en þrátt fyrir það, hún lifði.. . — Janine! Hvað hefur gerzt? Varir hennar titruðu, en eng- inn tónn heyrðist. Hann sá kvöl- ina í augum hennar. Þú þarft ekki að tala, Jan- ine, sagði hann lágt. -— Svaraðu mér með augunum, ég skil þiv Hann beygði sig alvag niður að andliti hennar. — Finnurðu einhvers staðar til? Augu hennar hreyfðust hægt frá hægri til vinstri, eins og hún vildi hrista höfuðið. Nei.... Hann greip um hendur henn- ar. — Finnurðu þetta? — Nei, sögðu augu hennar. Hann sleppti höndum hennar. Þær féllu máttvana á gólfið. Hann lyfti vinstri fæti hennar, Hinar vinsælu bækur um Angelique eftir SERGE og ANNE GOLON, fást hjá næsta bóksala eöa í næstu blaðasölu. Angelique Angelique og kóngurinn Angelique og soldáninn í heftum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.