Vikan


Vikan - 19.06.1969, Page 9

Vikan - 19.06.1969, Page 9
r ég hefði átt um tvo kosti að velja, annaðhvort að láta hann frá mér nýfædd- an, í nokkra mánuði og fá hann aftur, eða fá að hafa hann lítinn og láta hann svo frá mér fyrir fullt og allt seinna og af tvennu illu hefði ég heldur kosið að fá hann seinna og hafa hann alltaf síðan. (Þessi draumur er tveggja ára gamall og son- ur minn er tveggja og hálfs árs). Hinn draumurinn er næstum nýr. Mér finnst ég liggja uppi í rúminu mínu í hvítu brúðarskarti, og við hlið mér og fyrir ofan (ekki í brúðkaupsfötum) barns- faðir minn, sem þó ekki er í verunni barnsfaðir minn, heldur maður sem ég kynntist í sumar. Hann kyssir mig á kinnina, og fannst mér þessi koss túlka allt, ég get varla lýst því, einlæga ást, blíðu, traust, og bar allt. Þá vaknaði ég. Fvrirfram þökk fyrir ráðinnguna, ef hún kemur. Mér bætli afar vænt um að fá ráðningu á fyrri draumnum, því að ég hef alið þann ótta með mér, sem aðrir segja tóma vit- leysu, að hann tákni að drengurinn lifi bara fram að fermingu. Virðingarfyllst, B.P. Skip er yfirleitt góður fyrirboði í draumi, táknar oft uppfylling heitra óska, en hinsvegar getur þýðing- in verið nokkuð hreytileg eftir því hvemig draumur- inn er í nánari atriðum. Gamalt íslenzkt máltæki hljóðar svo: „Á böl veit ef barn dreymir, nema svein- harn sé og sjálfur eigi.“ Eftir þessu ætti það ekki að vera fyrir neinu slæmu að þig dreymdi son þinn. Það að þú þóttist einnig sjá son þinn eldri en hann er, gæti verið honum fyrir einhverjum erfiðleikum eða lasleika, en ekkert bendir til að þetta boði dauðsfall, að því er við bezt vitum. Hinn draumurinn ætti að vera heldur góðs viti, boða sættir við einhvern, sem þér hefur mislikað við, og jafnvel einhvern efnaliags- Iegan ávinning. En í þín- um sporum myndum við ekki gera okkur neinar vonir með manninn, sem þig dreymdi að kyssti þig. DRENGURINN FRÁ DYSJUM Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu og fannst nokkuð merkilegur. Mig dreymdi að til mín kæmi lítill strákur sendur til mín frá bæ sem heitir Dysjar, til að biðja mig að ráða draum. Mér fannst þetta hálfskrýtið, en hugs- aði með mér að fólkið þar hefði frétt að ég gæti ráðið drauma. Ég spurði strák- inn hvernig draumurinn hefði verið, og fékk það svar, að allir fánar í heimi hefðu verið dregnir að hún í einni þyrpingu, og var það mjög stór breiða. Eg þurfti ekki að hugsa mig lengi um og sagði: „Stríð og friður eða friður og stríð.“ Svo var draumurinn bú- inn. Trúlega boðar þessi draumur einhver meiri- háttar tíðindi, líklega af betra taginu. Drengnrinn sem þig dreymdi má vel við því búast að verða ein- hverntíma aðnjótandi mik- illar vegsemdar af hálfu erlendra aðila, líklegast þá alþjóðasamtaka. SVAR TIL ELLU Að svo miklu Ieyti sem draumur þessi saman- stendur ekki af hreinum órum, þá virðist hann ekki benda til þess að neitt verði úr frekari kynnum ykkar við strákana. Hinsvegar gætuð þið átt von á ein- hverjum ávinningi á öðr- um sviðum. * [r íiép annt om lennurnar? há er hezta ráflið að Þrífa bær vel: Þegar þú burstar tennurnar með venjuleg- um bursta, hreinsar þú munninn tiltölulega hægt. Þú burstar tanngarðana beturað utan- veröu en innan. Framtennurnar betur en jaxlana. í hreinskilni sagt: Þú hefur fljótaskrift á burstuninni. Þegar þú færð þér Ronson rafmagnstann- bursta, er engin fljótaskrift. Burstinn fer 11 þúsund sinnum upp og niður á mínútu. Hann er með nettan haus og mjótt skaft. Hann nær auðveldlega til jaxlana og milli tannanna. Leifturhraðar hreyfingr hans gera það sem gera þarf. IHann nemur burt matar- leifarog óhreinindi. Fágar gierunginn. Styrk- ir tannholdið. Spurðu bara tannlækninn þinn. Ef þú ert einn af þeim, sem heldur að þú fáir rafmagnshögg í tunguna, er þér óhætt að kasta af þér áhyggjunum. Bursta- skaftið er úr plasti, sem leiðir ekki rafmagn, og þar að auki er straumurinn af rafhlöð- unum svo veikur, að þú fyndir varla fyrir honum. En nógu sterkur fyrir Ronson tannburstann. EINKAUMBOÐ: I. Guðmundsson i Co. hf. 25. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.