Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 16
ANDRÉS SNDRIÐASON Cass Elliot, sem er þekkt fyrir söng sinn meS „Mamas and Papas" segir frá megrunarkúr, sem enginn skyldi reyna. Áður var hún 142 kíló að þyngd en nú er hún 87 kíló. Hún hefur beðið tjón á heilsu sinni vegna þessa, en hún er staðráðin í að ná því marki að verða 55 kíló að þyngd. 03 hef fundið upp stórkostlega megrunaraðferð. Hún kostar að- eins 180 þúsund krónur fyrir hvert pund, sem þú losnar við. Hún veikir líka eðlilega mótstöðu þína gegn s|úkdómum. Eg get ekki ábyrgzt „Mama Cass megrunarað- ferðina", því að hún kann að hafa í för með sér ýmsa slæma kvilla, svo slæma hálsbólgu og hættuleg- an lifrarsjúkdóm, svo eitthvað sé nefnt. Þannig er a.m.k. mín reynsla. Ég missti heilsuna — og ég missti af tuttugu og tveim og hálfri mi11- jón króna, sem ég hefði getað unn- ið mér inn fyrir að syngja. Ég léttist, víst er um það, — um 55 kíló. Ég var áður 144V2 kiló en er nú 87V2 kiló. Samt mundi ég ekki ráðleggja neinum að nota þá aðferð sem ég notaði. Höfuðástæð- an er sú, að ég leitaði ekki til lækn- is. Hvers vegna? Ja, ég vissi, að það, sem ég var að gera, var rangt. Ég vissi, að enginn læknir mundi leyfa nokkrum manni að grenna sig jafn ört og ég gerði. En mér lá á að vera 55 kíló að þyngd — og svo er ennþá. | fimm mánuði fastaði ég frá mánu- degi til fimmtudags. Ég borðaði ekkert, drakk aðeins vatn og ein- staka sinnum appelsínusafa. A föstu- dögum, laugardögum og sunnu- dögum lét ég mér nægja eina mál- tíð, sem ég borðaði á kvöldin: Steik að viðbættu einhverju lítilræði af grænmeti. Á tímabilinu frá maí til október 1967 svelti ég af mér 35 kíló. Ég reyndi sömu aðferð aftur í sex vik- ur í ársbyrjun 1968 og losaði mig við 2 pund til viðbótar. Þetta er ein aðferð til að losna við 55 kíló á tæpu ári, en eftirá er maður líka spítalamatur, og þannig fór fyrir mér. |y|ér er sama, hvað hver segir, — það er ekkert gaman að vera þungur. Yfirleitt er ég glaðvær, en það komu þeir tímar, að ég hafði svo miklar áhyggjur af því, hve ■ iili! MmmM: k , • ", lllil W0mœmwmm ''/%$*/*/ " " 16 VIKAN 25 tbl- feit ég var, að ég kaus heldur að vera innan dyra til þess að fólk sæi mig ekki. Allt mitt líf hef ég notað þyngd mína sem vörn gegn heiminum, sem afsökun, til þess að ég þyrfti ekki að keppa við aðrar konur. Ég taldi sjálfri mér trú um, að ég væri ekki frábrugðin öðrum og þess vegna alveg sérstök. Ef ég fékk ekki það, sem mig langaði til eða hann bauð mér ekki út, var það vegna þess að ég var feit og af engri orsök ann- arri. Þegar ég var sjö ára var ég hor- uð og matvönd, þá kom systir mín, Leah, í heiminn. Ég var sjö ára þá. Ég ímynda mér að það hafi vakið hjá mér einhverja öryggisleysiskennd. Það hef ég a.m.k. komizt að raun um með sálgreiningu. Þegar Leah fæddist gerði ég það, sem mér þóknaðist — og það, sem ég hélt að foreldrum mínum félli vel í geð: borða. Um það leyti, sem ég lauk námi í gagnfræðaskóla, var ég 90 kíló. Það hafði áhrif á sálarlíf mitt, að ég skyldi vera svona umfangsmikil. Ég reyndi samt að sætta mig við til- veruna með ýmsum ráðum. Ef ung- ur maður bauð mér ekki út, taldi ég sjálfri mér trú um að mér sárnaði það ekki. Og ef ég sótti ekki dans- leiki, ímyndaði ég mér, að það væri sökum þess, að piltarnir hefðu ekki komið auga á, hve sérstök ég væri. Samt sem áður fór ég yfirleitt út að skemmta mér, þegar mig langaði til þess. þegar skólagöngunni lauk og ég hélt til New York, þar sem ferill minn sem söngkona átti eftir að hefjast, hélt ég áfram að telja mér trú um eitt og annað. Þyngd mín var skjöldur. Karlmenn ónáðuðu mig ekki á götunum. Þegar ég hitti ein- hvern, sem mér geðjaðist að, vissi ég, að honum var ekki alvara, þegar hann sagðist elska mig. Ég hafði ekki eins miklar áhyggj- ur af þyngdinni, þegar við stofnuð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.