Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 23
 : / / BHRHAHE8BIRCI Algengt má nú teljast að börn hafi herbergi útaf fyrir sig, ýmist sérherbergi eða deili því með systkinum sínum. Það er æskileg- ast að börnin hafi aðstæður til að dunda með leikföng sín og bjástur, auk þess sem þau sofa þar. Síðan er þau vaxa úr grasi, ætti að vera þar góð aðstaða til heimanáms og frístunda- vinnu. Hillur og skápar, sem f fyrstu geyma leikföng, breytast í bóka og áhaldageymslur. Brúðuhús geta orðið skemmtilegustu skólbóka- hillur og brúðuvagn eða brúðuvagga verður ágætis handavinnuílát. Hér verða sýndar nokkrar myndir með tillögum um fyrirkomulag í barna- herbergjum. A þessari mynd eru skrautlega málaðir kassar sem ýmist má nota til þess að geyma f leikföng, raða saman og byggja úr eða sitja á. Takið eftir pokunum. Þeir gætu verið heppilegir í forstofu til þess að geyma í húfur, vetlinga eða trefla, og auðvelt að sauma þá. Og svo eitt táningaherbergi, sem reynd- ar er undir súð. Á myndinni sést ekki lítill fataskápur, sem er við inngang f enda herbergisins og skrifborð undir glugga. Börn hafa gaman af að krota og auðvelt er að búa til handa þeim töflu til þess að tjá sköpunargleði sína. Töflulakk er alltaf hægt að fá og nota má hurð á leikfangaskáp ef ekki er annað tiltækilegra. Hér er rúmgott borð til þess að vinna heimaverkefnin við. Undir svefn- bekk er skúffa fyrir leikföng eða aðrar nauðsynjar. Slík skúffa er kjörin fyrir bflabraut eða járnbraut, svo þær geti verið fljótlega til taks. 25. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.