Vikan - 19.06.1969, Síða 28
DAGBOKARBROT
EVU BRAUIM
Eva Braun var
dæmigerð Itínar-
stúlka, en hún barð-
ist fyrir því að verða
viðurkennd „fyrsta
kona Þriðja Ríkis-
ins“
Árið 1929 var Eva Braun ráðin
bókhaldari hjá þekktum ljós-
myndara í Miinchen, Heinrich
Hoffmann, sem var náinn vinur
Adolfs Hitler. Eva var 17 ára og
nýlega útskrifuð úr klaustur-
skóla.
Nokkru eftir að Eva fór að
vinna á ljósmyndastofu Hoff-
manns, sá hún Adolf Hitler 1
fyrsta sinn. Siðar lýsir hún þessu
atviki fyrir Ilse systur sinni:
— Ég var að vinna eftir lok-
unartíma, við að raða skjölum,
og þurfti að fara upp í stiga til
að ná upp í efstu hilluna á skápn-
um, þar sem skjölin voru geymd.
Þá kom húsbóndi minn inn, og í
fylgd með honum var maður með
afskaplega hlægilegt yfirvara-
skegg, í ljósum frakka með hatt
í hendinni. Þeir settust báðir í
þeim enda herbergisins sem
fjærstur var. Ég reyndi að virða
manninn fyrir mér, án þess að
líta beinlínis við, og fann að
hann hafði augun á fótleggjum
mínum. .. .
Ég hafði einmitt þennan dag,
jafnað faldinn á pilsinu mínu, og
ég fann til óþæginda, vegna þess
að ég hafði það á tilfinningunni
að faldurinn væri ekki jafn.
Hoffmann kynnti okkur, þegar
ég kom niður á gólfið: — Herra
„Úlfur“ (það var dulnefni Hitl-
ers þá), þetta er litla fröken Eva.
Svo sagði hann:— Verið nú svo
góð, fröken Braun, að sækja fyr-
ir okkur bjór og pylsur. . .
— Ég var að deyja af sulti,
heldur hún áfram, — en ég rétt
nartaði í pylsuna, fyrir kurteis-
is sakir. Hitler, sem er miðaldra
maður, sló mér gullhamra. Ég
minnist þess að hann leit varla
af mér, en ég afþakkaði boð hans
um að aka mér heim í Mercedes-
bílnum. En áður en ég fór, tók
Hoffmann mig til hliðar og
spurði: Vitið þér hver þessi
herramaður er? Og þegar ég
svaraði neitandi, sagði hann: —
'Þetta er Hitler! Adolf Hitler!
Eva flýtti sér heim og spurði
föður sinn, Fritz Braun, kenn-
ara, hver þessi Hitler væri. Fað-
ir hennar svaraði og gretti sig
um leið: — Hitler? Hann er fá-
bjáni, sem heldur að hann sé al-
vitur, og ætlar að breyta öllum
heiminum.. . .
I hvert sinn sem Hitler kom á
myndastofu Hoffmanns, spurði
hann eftir fröken Braun. Hann
hneigði sig fyrir henni, færði
henni blóm og stundum sælgæti.
Það var samt ekki fyrr en ár-
ið 1930 að áhugi Hitlers á Evu
Braun varð alvarlegri. Stundum
fóru þau í leikhús eða óperu, og
þá oft í fylgd með einhverjum
af hjálparmönnum hans. Hitler
fylgdi henni alltaf heim fyrir
miðnætti og bannaði allt rudda-
legt tal í viðurvist hennar.
Eva gerði ýmislegt til að ganga
í augun á Hitler.
Þegar hún átti von á hon-
um, segir Henny Hoffmann, dótt-
ir húsbónda Evu, — þá átti hún
það til að stinga vasaklút í
brjóstahaldara sinn, til að sýnast
brjóstastærri, og það virtist
ganga í augun á honum. . . .
Árið 1933 varð Hitler kanslari
Þýzkalands. Viku síðar hélt Eva
upp á tuttugasta og fyrsta af-
mælisdag sinn. Þá fékk hún
fyrstu skrautgripina frá Hitler;
hring, eyrnalokka og brjóstnælu
sett tourmalinsteinum.
Eva vildi að Hitler kvæntist
sér, en hann sagði að það væri
ómögulegt. Honum fannst hann
sjálfur vera eitthvað í líkingu
við páfann, ekkert mætti trufla
hann frá heilagri skyldu.
Faðir Evu mótmælti sambandi
þeirra, og 7. september, árið
1935, skrifaði hann mótmælabréf
til foringjans:
Yðar hágöfgi!
Mér finnst ég vera l mjög
óþægilegri aðstöðu, þar sem ég
finn mig knúinn til að ónáða
yður með einkamálum ....
Nú hefur fjölskylda mín
tvístrazt, þar sem dœtur mínar
tvœr, Eva og Gretl, eru fluttar
í íbúð, sem þér hafið látið þeim
í té, og ég, sem er höfuð fjöl-
skyldunnar, fékk að vita þetta,
þegar það var ákveðið. Ég hefi
alltaf verið því mótfallinn að
Eva hefir komið seint heim,
löngu eftir lokunartíma fyrir-
tækisins, sem hún vinnur við.
Mitt álit er að stúlka sem vinn-
ur allan daginn, sé í þörf fyrir
hvíld í faðmi fjölskyldunnar á
kvöldin, til að geta haldið góðri
heilsu. Ég veit að ég er að berj-
ast, fyrir sjónarmiðum, sem því
miður virðast ekki vera í tízku
lengur. Að minu áliti á umhyggja
foreldra og réttur barna til að
búa í foreldrahúsum þar til þau
giftast að vera óumdeilanlegur.
Þetta snertir heiður minn. Þess-
utan sakna ég dóttur minnar
mjög mikið.
Ég vœri yðar hágöfgi mjög
þakklátur, ef þér vilduð sýna
þessu skilning og veita mér að-
stoð, og ég bið yður að ala ekki
á sjálfstœðislöngun dóttur minn-
ar, þótt hún sé orðin tuttugu og
eins árs. Ég bið yður að ráð-
leggja henni að snúa aftur heim
til fjölskyldu sinnar.
Virðingarfyllst,
Fritz Braun.
Braun bað Hoffmann að færa
foringjanum þetta bréf, svo það
færi ekki á milli mála að það
kæmist í hendur hans persónu-
lega. Þess í stað fékk Hoffmann
Evu bréfið og hún reif það í
tætlur. En Fritz Braun hafði tek-
ið afrit af bréfinu.
Árið 1935 fór Eva að halda
dagbók. í fyrstu köflunum er
hún óánægð með þá leynd sem
alltaf einkenndi samband henn-
ar og Hitlers:
6. febrúar 1935.
Ég er nýlega orðin tuttugu
og þriggja ára, en hvort þetta er
ánægjuefni, er önnur saga.
Ef ég aðeins ætti lítinn hund,
þá væri ég ekki svona einmana.
En það er víst að ætlast til of
mikils.
Frú Schaub kom með blóm
og skeyti. (Frú Schaub var eig-
inkona Júliusar Schaub, sem var
aðstoðaryfirforingi hjá Hitler,
svo þessar sendingar voru frá
Hitler). Skrifstofan mín er eins
og blómabúð, og ilmur blómanna
minnir á jarðarför.......
18. febrúar 1935.
I gær kom hann alveg óvænt,
og við áttum dásamlegt kvöld.
En það bezta er að hann hefir i
huga að láta mig hætta við starf
mitt.... og láta mig hafa lítið
einbýlishús. Ég þori varla að
hugsa um þetta, það er alltof
dásamlegt.... Ég þarf þá ekki
að vera búðarstúlka lengur. Góði
guð, láttu þetta verða að veru-
leika innan skamms....
28 VIKAN 25- tbl-