Vikan - 19.06.1969, Page 34
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búln að tæma
vélina.
Ké
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnura þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°
2. Viðkvæmur þvottur 40°
3. Nylon, Non-Iron 90°
4. Non-Iron 90°
5. Suðuþvottur 100°
6. Heitþvottur 60°
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
8. Heitþvottur 90°
9. Litaður hör 60°
10. Stífþvottur 40°
11. Bleiuþvottur 100°
12. Gerviefnaþvottur 40°
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
HIIAR ER ÖRKIN HANS NÓA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Siðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Borghildur Magnúsdóttir, Eskihlíð 10A, Iteykjavík.
Vlnninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar.
Nafn
Hetmili
Örkln er á bls. 25
svo dásamlegt. Vesalings frú — ég
man ekki hvað hún heitir, — hún
með kúlumagann. Sú verður ergileg
þegar hún fréttir að ég hafi verið á
undan.
Bill horfði á hana, út undan sér,
og steig á bensíngjöfina.
Bill sagði henni síðar, að þetta
hefði verið lengsta nótt í lífi hans.
Hillis læknir sagði líka að hún hefði
gert hann svolítið skelkaðan, hún
sem var hreystin uppmáluð: En
Maggie sjálf mundi aðeins eftir
morgninum, þeirri dásamlegu leti,
sem lagðist yfir hana, og tilfinning-
unni um að hún hefði leyst verk sitt
af hendi, og enginn ætlaðist til neins
af henni núna. Og svo var barnið
þarna, hraustleg lítil stúlka. Hún var
líkust Indíána, svo rauð og hrukk-
ótt, með svart hár niður á axlir. Það-
an kom brjóstsviðinn .... hugsaði
Maggie og mundi eftir spádómi frú
Williston.
Bill kom með blóm og konfekt-
kassa, og margar kveðjur, en síð-
degis heyrði hún greinilega fliss í
stelpum, sem komu eftir ganginum.
Það var Janet með vinkonu sinni,
og rétt á eftir komu aðrar tvær vin-
konur, sem voru eins og samsæris-
menn, skemmtu sér vel yfir því
hvernig þær höfðu farið á bak við
starfsfólkið. Þær sögðu Maggie
hvernig þær hefðu farið að, og ætl-
uðu að springa af hlátri, meðan þær
sögðu frá. — Þær tóku miðana tvo,
og svo stóðum við Peg við stigann,
og spurðum hvar útidyrnar væru.
Þær héldu að við værum að fara út.
— Peg, skömmin þín! — Og svo
kom læknirinn, sem spurði: — Hvað
vantar ykkur stúlkur mínar? Og aft-
ur kafnaði allt í flissi, og loksins
þögnuðu þaar.
— Fáið ykkur konfekt, sagði
Maggie, og rétti þeim kassann.
Þær voru grafalvarlegar, þegar
þær fengu sér mola, toguðu í hárið
á sér, fluttu skólatöskurnar úr einni
hendi [ aðra, og vissu ekkert hvað
þær áttu að segja.
— Láttu pabba þinn bjóða þér út
að borða [ kvöld, Janet, þið getið
farið á kínverska veitingahúsið.
— Ekki til að meina, sagði Janet,
— ég er búin að undirbúa matinn,
við eigum svo mikið svínakjöt,
manstu?
— Jæja, hafðu það eins og þú
vilt.
— Hvernig líður þér? spurði Jan-
et.
— Prýðilega.
— Þú lítur Ijómandi út, frú Salem,
sagði ein telpan og þær tóku allar
undir í kór. Eftir þeirri fræðslu sem
unglingar fengu nú, áttu þær allar
eftir að læra sitt hvað um barnsburð,
hugsaði Maggie; en svona andspæn-
is veruleikanum, voru þær hálf
feimnar, eins og þær hefðu það á
tilfinningunni að ekki stæði allt (
bókunum, eða á kvikmyndatjaldinu.
— Ja, hérna, hvað gengur á? Yf-
irhjúkrunarkonan stakk höfðinu inn
um dyragættina. — Það er ekki leyfi-
legt að koma svona margar [ heim-
sókn klukkan sjö í morgun. Komið
þið nú, telpur mínar.
Maggie leit undrandi á Janet.
34 VIKAN tbl-