Vikan


Vikan - 19.06.1969, Page 41

Vikan - 19.06.1969, Page 41
Eva Braun Framhald af bls. 29. það til að raula einn af uppá- haldslögum sínum: „Smoke Gets in Your Eyes“. En hún lofaði að hætta reykingum, og hún skolaði vandlega munn og háls til að leyna því að hún reykti í laumi. Eitt kvöldið var Hitler farinn til herbergja sinna, og hún kveikti í sígarettu. En hann kom óvænt til baka. í dauðans ofboði settist Eva á sígarettuna. Hitler sýndi engin merki um það að hann grunaði hana, og fór eftir fimm mínútur. En logandi sígar- ettan hafði brennt gat á pils Evu, undirkjól og buxur, og næstum Evu sjálfa. Eva var auðvitað óvefengjan- lega húsmóðir á Berchtesgaden, og sem slík klæddist hún glæsi- legum fatnaði. Hún notaði ekki varlit, það var „óþýzkt“, en hún litaði hár sitt, til að gera það ennþá ljósara. Það var árátta hjá henni að safna að sér skóm, sem hún fékk senda frá Ítalíu. Hún notaði skóna yfirleitt ekki nema einu sinni, en þá lét hún senda þá til móður sinnar, systra og vin- kvenna. Uppáhaldsilmvatn henn- ar var „L'air bleu“, og hún rak- aði burt óþarfa hárvöxt, sem alls ekki var til siðs í Þýzkalandi; hún fór í bað tvisvar á dag, not- aði undirkjóla úr silki með samstæðum brjóstahöldurum. Hún notaði aldrei lífstykki, held- ur silkisokkabönd, sem aðstoðar- fólk Hitlers útvegaði frá París. Eva var hrifin af skartgripum. Hún gerði lauslega upptaln- ingu á skrautgripum sínum, síð- ari hluta ársins 1944: „Hringir, einn stór, annar lítill; armband með smarögðum umkringdum demöntum; önnur næla, eins og fiðrildi að lögun; smaragð-eyrna- lokkar, næla með demöntum og rúbínum, eins og margaritublóm í lögun; demantshringur, dem- antsnæla; annar hringur; dem- antsúr; næla með blómsturlagi; demantshringur; skrautgripir með Berylsteinum; smaragðsett, prjónn, armband, hálsmen, hringur og eyrnalokkar; gullarm- band sett safírum og demöntum; næla, hálsmen ....“ Listinn tel- ur yfir 30 verðmæta skartgripi, þar að auki komu til loðfeldir, meðal þeirra einn minkafeldur og annar úr safalaskinni. Á þessum árum voru reikning- ar Evu sendir til aðstoðarmanna Hitlers, sem sáu um greiðslu. Hún bað aldrei Hitler um pen- inga, en þegar honum datt sjálf- um í hug, átti hann til með að stinga hundrað marka seðlum í töskuna hennar. Hitler og Eva gerðu mikið í því að láta svo frammi fyrir starfsfólkinu á Berghof, að þau væru aðeins góðir vinir. Jafnvel þótt þau hefðu verið saman alla nóttina, buðu þau hvort öðru Liljubindi eru betri. TRYGGIR ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ GÆÐIN Karlmannaföt Golden Arm fyrirliggjandi í fallegu úrvali á mjög hagstæðu verði. Útsölustaðir; ANDRÉS Ármúl 5, sími 83800 Skólavörðustíg 22b, sími 18250 FATAMIÐSTÖÐIN Bankastræti 9, sími 18252 HERRAMAÐURINN Aðalstræti 16, sími 24795 Y____________________y 25. tbi. VIICAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.