Vikan


Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 07.08.1969, Blaðsíða 2
Colgate f luor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Jarðfræðistofnun Að lokinni tunglferð Banda- ríkjamanna stendur heimur- inn í anddyri nýrrar verald- ar. Á næstu árum má búast við algerri breytingu á lífs- sýn og viðhorfi okkar til um- heimsins. Margir hafa dreg- ið í efa að geimrannsóknir séu þess virði, að stórfé sé varið til þeirra árlega. Slík- ar raddir hljóta að verða næsta hjáróma, þegar fram líða stundir. Afrek á borð við tunglferðina verður aldrei metið til fjár, fremur en önn- ur stórvirki, sem mannsand- anum hefur tekizt að vinna bæði fyrr og síðar. f sambandi við ótrúleg vísindaafrek stórþjóðanna, vaknar sú spurning, hvort smáþjóðir geti á nokkurn hátt tekið þátt í þróun tækni og vísinda, eða hvort þær séu dæmdar til að sitja hjá með hendur í skauti. Það er engum vafa bund- ið, að sérhverri þjóð ber að reyna eftir mætti að skara fram úr á einhverju einstöku sviði og spara ekki fé til að ná settu marki í þeim efn- um. Slíkt er nauðsynlegt til að auka stolt, sjálfstraust og bjartsýni íbúanna og hvetja þá til aukinna dáða. Er líklegt, að fslendingar geti á nokkru sviði vísinda skarað fram úr og skapað sér sérstöðu til að minna um- heiminn á tilveru sína? Hér á landi er sannkölluð paradís jarðfræðinga og hvergi í veröldinni fyrirfinn- ast jafnmargar tegundir jarð- söguleera fyrirbæra á einum og sama stað. Það liggur því beinast við að koma á fót sérstakri jarðfræðistofnun við Háskóla íslands, eins og margoft hefur verið bent á. og vería til hennar miklu fé, •wo nð hún ee+i eflzt og vax- ið með skíótum bæt.ti. ,G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.