Vikan


Vikan - 07.08.1969, Side 18

Vikan - 07.08.1969, Side 18
DREPLEIDINLEGUR 06 STÓRVINSÆLL KENNEDY VAR FULL- TRÚI YFIRSTÉTTAR NYJA ENGLANDS, ÞEIRRAR FÍNUSTU í BANDARÍKJUNUM, OG JOHNSON STÖR- BROTINN EN DUTTL- UNGAFULLUR BÖNDI FRÁ TEXAS. NIXON ER HINS VEGAR FULLTRÚI MIÐSTÉTTAR LANDS SÍNS - EINSOG HÚN GETUR HVERSDAGS- LEGUST ORÐIÐ, ENDA TREYSTIR MEIRI- HLUTI ÞJÖÐARINNAR HONUM SEM MANNI AF SÍNU SAUÐAHÚSI. Nrxon leggur mikla áherzlu á aS of- reyna sig ekki í nýja starfinu og skreppur oft til sumarhúss síns í Kaliforníu að slappa af viS sól og sjó. Hér er hann þar í fjörunni ásamt Pat, dætrunum og tengdasyninum. Richard Nixon er ekki heimskur, ekki fáfróður og líklega ekki nærri því eins tækifærissinnaður og and- stæðingar hans í stjórnmálum segja. En mörgum finnst hann leiðinlegur. Smáborgaralegur, óinteressant, óvenjulega venjulegur maður, allt frá alltof velburstuðum skónum upp í smábylgjað hárið, greitt upp úr pómaði. Utlits og framkomu vegna gæti hann sem bezt verið bókari hjá stórfyrirtæki eða bara einhver og einhver á götunni, markmaður í fótbolta, áhyggjufullur skatt- greiðandi og fleira og fleira. Þann- ig kemur hinn nýi forseti Banda- ríkjanna mörgum fyrir sjónir. Margt bendir til að þorri Banda- ríkjamanna skoði þetta fremur sem kost en löst á forsetanum — en samkvæmislífið í höfuðborginni er að drepast úr geispum. Þau eru mörg veizluljónin í Washington, sem á sínum tíma þoldu Lyndon Johnson illa, en myndu nú gefa mikið til að fá hann aftur — með kúrekahattinn og allt það. Aðrir minnast sorgmæddir á John F. Kennedy, „forseta sem við höfðum í upphafi sjöunda tugsins, áður en veröldin gekk endanlega af göfl- unum." En nú er Nixon húsbóndi í Hvíta húsinu. Þær fáu manneskjur sem telja sig hafa kafað sálardjúp hans í grunn fullyrða að hann eigi sér leyndan draum: að verða eins og Kennedy. Að vekja hrifningu ósjálfrátt, vinna traust, verða heilsað með vongóð- um brosum. En hann er mikils til of raunsær til að láta sér detta ( hug að sá draumur verði nokkru sinni að veruleika. — Ég hef engan charisma, sagði hann fyrir skömmu við smáhóp fréttamanna. — Ég verð aldrei svo vinsæll að ég taki fjöldann með áhlaupi. En ég get aflað mér virS- ingar. Charismi er orð, sem mikið er notað í Washington um þessar. Enginn veit nákvæmlega hvað það þýðir, en eitthvað stendur það ( sambandi við geislandi persónu- leika, hæfileikann til að hrífa, fá fólk til að finnast það betra en það raunverulega er. Og allir eru Nix- on sammála um þetta atriði: char- isma hefur hann ekki. Samt hefur hann breytt bragnum í Hvíta hús- inu og kannski til hins betra. í tíð Johnsons þótti mörgum sem þetta virðulegasta hús þjóðarinnar væri orðið eins konar útibú frá ransin- um ! Texas,- búpeningurinn var það helzta sem vantaði. Johnson heimt- aði að nánustu samstarfsmenn hans hefðu síma með sér hvert sem þeir færu, jafnvel á klósettið, svo að alltaf væri hægt að ná í þá fyrir- varalaust. Hann hafði skaplyndi einræðisherra. Hann var duttlunga- fullur, kröfuharður og ekki alltaf í jafnvægi — en gífurlegur öðlingur þegar þannig lá á honum. Nixon er hlédrægari og ívið kuldalegri persóna: varkár stjórnar- formaður, sem getur hlustað á skýrslur og álitsgerðir klukkutím- um saman, aðeins til að leggja áherzlu á að ekkert liggi á, ákvarð- anirnar geti vel beðið þangað til á morgun. Hann er óskaplega hrædd- ur um að hann kunni að hlaupa á sig og fylgir reglugerðum til hins ýtrasta. Jafnvel vandamál, sem skelfa allan heiminn, verða að fara sömu boðleið og önnur. Þegar Norður-Kóreumenn skutu niður njósnaflugvélina EC-121 var forset- inn að vísu vakinn, en hann hallaði sér út af aftur þegar hann hafði verið upplýstur um málið — svo að dæmi sé nefnt. — Stundum fæ ég næstum gæsa- húð þegar ég heyri hann tala, sagði Þeir Eisenhower og Nixon ásamt frúm sínum viS embættistökuna, þegar sá fyrrnefndi varS forseti en hinn siSarnefndi varaforseti. ♦ 18 VIKAN 32- tbl- 32. tw. vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.