Vikan - 14.08.1969, Page 4
Við dærnum sjálf okkur eftir
því, sem við álítum að við get-
um gert. Aðrir dœma okkur
hins vegar eingöngu eftir því,
sem við höfum þegar gert.
Seneca.
# fólk í fréttunum
ENGINN efaðist um, að Charles de Gaulle
hefði verið húsbóndinn í frönsku forseta-
höllinni, á meðan hann réði þar ríkjum
til skamms tíma. Hins vegar vissu menn
ekki fyrr en nú nýlega, að hann hefur
aldrei verið húsbóndi á sínu eigin heim-
ili. Konan hans, Yvonne, ræður þar lög-
um og lofum. Hún vandi mann sinn af of
mikilli víndrykkju með því að hella kaffi
út í whiskýið hans. Hún kaupir öll föt á
hann, skyrtur, sokka, skó og bindi, án
þess svo mikið sem að hafa hann með í
ráðum. Starfsmaður í forsetahöllinni
heyrði hana eitt sinn segja: „Þú getur stjórnað Frakklandi, en heim-
ilinu stjórna ég.“
DÆTUR NIXONS forseta eru mjög í kast-
ljósinu um þessar mundir. Tricia var full-
trúi Bandaríkjanna í Lundúnum, þegar
prinsinn af Wales var krýndur, og Daily
Sketch kallaði hana „litlu, amerísku prin-
sessuna". A meðan var systir hennar,
Julie Nixon Eisenhower, heima í Hvíta
húsinu og tók á móti ferðahópum og sýndi
þeim staðinn. Sumum þótti hún ívið
hreinskilinn leiðsögumaður. Þegar kom að
svefnherbergi Lincolns, lét hún þess get-
ið, að Lincoln hefði aldrei sofið í því. Og
í hinu fræga herbergi, þar sem Franklin
D. Roosevelt á að hafa setið við arineld og rætt við ráðgjafa sína
um heimsmálin, sagði hún: „Þetta er versti arinninn í öllu húsinu.
Ég get ekki ímyndað mér, að nokkurn tíma hafi verið hægt að
kveikja upp í honum!“
PARAMOUNT-kvikmyndafélagið hélt
boð í tilefni af frumsýningu á nýrri mynd
fyrir skemmstu, og var boðsgestum sagt
að klæða sig eins og sá, sem þeir dáðust
mest að. Úr þessu varð hið skemmtileg-
asta grímuball. Raquel Welch klæddi sig
eins og Katerine Hepburn, Barbra Streis-
and líkti eftir Colette, Edward G. Robin-
son var eins og Jack London. Groucho
Marx var hins vegar í sínum venjulegu
fötum og útskýrði það með þessum orð-
um: „Maður átti að koma í gervi þess,
sem maður dáist mest að, svo að auð-
vitað klæddi ég mig eins og sjálfan mig “
STÚDENTAÓEIRÐIRNAR hafa haft áhrif
allt niður í neðstu bekki barnaskólanna.
Edward Kennedy, öldungadeildarþing-
maður, komst að raun um það, þegar
hann gerðist svo djarfur að skipta sér af
heimavinnu sjö ára sonar síns fyrir
nokkru. Daginn eftir lá miði frá synin-
um við svefnherbergisdyrnar og á hon-
um stóð eftirfarandi: „Þá átt ekkert með
að vera að yfirheyra mig út af heima-
vinnunni. Það er ég, sem á að sjá um
hana. Við lifum í frjálsum heimi!"
Nýlega var sýnd hér í Reykja-
vík kvikmyndin „The Dirty
Dozen“, eða „12 ruddar“ eins og
hún hét á íslenzku. Meðal leik-
ara í þeirri mynd var Jim
Brown, stór, þrekvaxinn og
myndarlegur blökkumaður. Jim
hefur verið kallaður mesti
íþróttamaður Bandaríkjanna og
ekki að ástæðulausu: Enginn á
fleiri met í hinum ýmsu liðum
amerísks fótbolta en einmitt
hann. En árið 1966 hætti hann
að leika með liði sínu og sneri
sér að kvikmyndaleik. Hann
/ N
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Spenna beltið, hváði
Þingeyingurinn, sem flaug
suður í fyrsta sinn. — É'g
er nú bara með axlabönd!
Y_____________________________)
þykir svo efnilegur á því sviði,
að hann hefur verið kallaður
„Hinn nýi konungur Holly-
wood“.
Þó er hann enn samur við sig
og getur ekki stillt sig um að
beita kröftunum öðru hverju. í
júlí í fyrra var hann fangelsað-
ur fyrir að leggja hendur á sýn-
ingarstúlku, sem hann hafði átt
vingott við.
Með Jim Brown á myndinni
hér að ofan er Raquel Welch,
en þau leika nú saman í nýrri
kvikmynd, þar sem meðal ann-
ars munu vera alldjarfar rúm-
senur. Raquel er sögð hugsa um
það eitt, að verða mesta stjarna
kvikmyndanna í Bandaríkjun-
um, bæði fyrr og síðar, og er nú
af sumum kölluð „Hin nýja
drottning Hollywood“.
Raquel vakti fyrst á sér at-
hygli, er hún lék í kvikmynd
að nafni „Milljón árum fyrír
Krists burð“, en síðan hefur
vegur hennar farið vaxandi
jafnt og þétt.
Þess má geta að lokum, að
sagt er, að eitthvað meira en
venjulegur kunningsskapur sé á
milli Raquel og Jim.
4 VIKAN
33. tbl.