Vikan


Vikan - 14.08.1969, Síða 5

Vikan - 14.08.1969, Síða 5
BATNANDI MANNI ER BEZT AÐ LIFA Árið 1964 var maður að nafni Richard Sjoblad dæmdur til lífs- tíðar þrælkunarvinnu í ríkinu Oregon í Bandaríkjunum. Dóm- arinn lýsti því yfir um leið, að sakborningurinn væri einhver siðlausasta mannvera, sem hann hefði nokkru sinni kynnzt. Sjoblad hafði margt misjafnt á samvizkunni, síðast vopnað rán og nauðgun. En þegar rimla- hurðin skall í lás að baki hon- um og algjör einangrun blasti við, tók hann upp á því að reyna að drepa tímann með því að stunda félagsfræðinám í gegnum bréfaskóla. Nú er Richard Sjoblad 32 ára gamall og lauk fyrir skemmstu burtfararprófi frá háskólanum í Portland. Hann hefur verið náð- aður og er í þann veginn að hefja starf sem félagsfræðingur hjá sjálfu ríkinu. Því miður er það næsta fá- gætt, að innilokun hafi svo góð áhrif á afbrotamenn eins og þessi saga sýnir, enda heldur Sjoblad því fram, að fangelsis- vist forherði glæpamenn, þótt hann hafi sjálfur tekið sinna- skiptum og orðið nýr maður eft- ir betrunarvist sina. ERU SÍURNAR GAGNSLAUSAR? í sænska læknaritinu „Lákar- tidningen“ segir frá því, að rannsókn, sem nýlega var gerð við háskóla í Stokkhólmi, hafi sT>n+. að síur í sígarettum dragi ekki alltaf úr skaðlegum verk- unum tóbaksins. I reyknum frá sumum sígarettum með síu er jafnvel meiih tjara og meir,a nikótín en í síulausum sígarett- um. $ korn • ÓPERA: Leikur, þar sem maður, sem fær rýting í bakið, syngur í staðinn fyrir að detta dauður niður. • LÆKNIR: Maður, sem tekur lífinu létt, þ. e. a. s. lífi annarra. 0 UPPÞVOTTUR: Bezta ráðið til að halda eiginmanninum frá eldhúsinu. 0 RIJMBA: Listin að kveðja, án þess að nota hendurnar. 0 SAMVIZKA: Innri rödd, sem segir, að einhver sé á gægjum. 0 EINKARITARI: Stúlka, sem fær borgað fyrir að læra á rit- vél, á meðan hún er að leita sér að eiginmanni. 0 SNOBB: Maður, sem vill að- eins umgangast þá, sem ekki vilja umgangast hann. ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ. Þessi mynd er af Sukarno, fyrrum Indónesíuforseta, sem nú er í stofufangelsi og hefur verið sviptur öllum völdum. Með honum er hin japanska Ratna Dewi, en þau kynntust á bar nokkrum í Tokyo. Sú var tíðin, að Sukarno var einn mesti glaumgosi og kvennamaður í Austur-Asíu, en nú er hann innilokaður og undir stöðugu eftirliti lækna og sálfræðinga. Einu heimsóknirnar sem hann fær eru frá sautján ára gömlum syni hans, Guntur. Hann heim- sækir föður sinn reglulega og virðist vera eina manneskjan, sem lætur sér annt um hinn fallna forseta. Hin fagra Ratna Dewi lætur skila til Sukarnos öðru hverju, að hún sé að hugsa um að koma til hans, en hún hefur enn ekki látið verða af því. Sumar konur geta verið skelfing lengi að hugsa. 0 STÓRBORG: Staður, þar sem tekur hálftíma að finna bílastæði, þar sem bíllinn má standa í kortér. 0 WHISKY: Vinsælasta meðal- ið, sem ekki dugar við kvefi. KAFAÐ EFTIR GULLI OG GIMSTEINUM. f allt sumar hefur áhugakafarinn Christopher Oldfield kafað daglega niður á þrjátíu metra dýpi við Blasketteyjar, rétt fyrir utan strönd frlands. Old- field og félagar hans leita að skip- inu Santa Maria de la Rose, sem á sín- um tíma var flagg- skip spænska flot- ans, en sökk á þess- um slóðum árið 1588. Sagt er, að um borð hafi verið álitleg peningafúlga, auk gulls, silfurs, eðal- steina og ýmissa annarra dýrgripa. -ú # visur vikunnar Nú faðmar sólin fjöllin blá og fæstir standast töfra þá: jafnt trúað fólk með tekjuskatt og táningar sem aka hratt. Og útúr bænum ekur hver sem útisportið valdi sér, slíkt dýr og fuglar óttast enn og önnum kafnir sveitamenn. Að unna sinni æskuslóð var aldrei líkt og nú í móð þar girnist nú hvern rima og reit þeir ríku, er forðum voru á sveit. 33. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.