Vikan


Vikan - 14.08.1969, Page 14

Vikan - 14.08.1969, Page 14
 Valid eftir vexti Líkiega eru fáar konur alger- lega ánægöar meö líkamsvöxt sinn, þeim þykir ýmist of eða van á lengd eða breidd og sé einn hluti líkamans sæmilega úr garöi gerður er eins víst, að annar sé afleitur. Með því að þekkja sín takmörk, ef svo mætti segja, og hafa í hyggju nokkrar reglur, er hægt að velja sér fatnað, sem dregur úr ágöllum og undirstrikar kosti vaxtarlags- ins. T.d. þekkja allir þá stað- reynd að lóðréttar línur gefa hugmynd um lengd og lárétt- ar minna á breiddina. Hér er minnzt á 6 tiibrigði líkamsvaxt- ar og er þá fyrst: Breiðar mjaðmir — lítið brjóstmál Vöxturinn getur verið mis- munandi í sjálfu sér, hvað hæð og breidd snertir, en að- aléinkennið er breidd um mjaðmir og bakhluta en mjó- ar axlir, lítið brjóstmál og oft grannt mitti. Varizt kápur með stórum vösum. Kragar mega vera fremur stórir, axlaspeldi og kápur tvíhnepptar niður eða rétt niður fvrir mitti, þetta gefur breidd að ofan. Dragtir með stuttum fremur aðskorn- um jakka með brjóstvÖsum, pils með stórum fellingum bæði að framan og aftan eru góðar fyrir þær, sem eru fremur háar. Pils yfirleitt í dekkri lit en blússurnar eða peysurnar. Þverröndótt bómullarpeysa og Ijósari skokkur eða vesti og pils í sama lit, er skemmti- leg samsetning einkum ef saumar ytri flíkurinnar eru stungnir í lil randanna í peys- unni. Kiólar, dálítið útsniðnir með lokufalli í miðju pilsi og belti. gefa mýkt og stungnir saumar, þvert á efri hluta kióls eða blússu, gefa breidd. Skyrtublússukjólar með brjóstvösmn og mjóum erma- líningum eru ágætir, þeir þnrfa bara að vera aðeins út- sniðnir að neðan, bein, þröng pils ætti yfirleitt að varast. Stór og þrekin Konur með þetta vaxtar- lag bera vel kápur í hálfsídd með pilsi í sama lit, sem kem- ur niður fyrir kápu, sama er að segja um kjóla með svo- kölluðu kósakkasniði, þ.e. h'kt og flíkin hafi tvö pils, hvert niður undan öðru. Káp- ur með frakkasniði, dálítið aðsniðnar í mitti, eru ágæt- ar. Ivjólar með skásniði (sloppasniði), heilsniðnir kjólar með stönguðum hnappalista að framan, eða sniðnir í mörgum dúkum, virðast grenna. Gjarnan má nota sterka liti, en varast stórmunstruð efni og mikið flúr í sniði. Varizt flíkur, sem eru háar í hálsinn sé hálsinn stuttnr og axlir miklar. 14 VIKAN 33- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.