Vikan


Vikan - 14.08.1969, Page 15

Vikan - 14.08.1969, Page 15
Lágvaxin og þybbin Þær lágvöxnu, en þreknu, ættu ekki að nota snið sem afmarka mittið. Engar rykk- ingar eða stór munstur. Hinar liálsstuttu ættu að nota kragalausar flíkur eða hafa V-hálsmál og útáliggj- andi kraga. Tvápur, sniðnar í mörgum dúkum, svo saum- ar gefi aukna lengd. Dragtir með lokufellingu í pilsi og síðum jakka, helzt niðurfyrir mestu breiddina eða þá rétt um eða niður fyrir mittið, eru lie]i]iilegastar. Kjólarnir með „sloppa- sniðinu“, sem liggja á mis- víxl að framan og gefa ská- línu frá öxl niður að mitti eru prýðilegir fyrir þennan vöxt. Kjólar með hnappalista að framan og létt aðskórnir í mörgum dúkum draga líka úr breidd og löngu saumarnir gefa aukna hæð. Ermar ættu að vera ísettar og þröngar. Blússur og pils geta verið varasöm, síð vesti í sama lit og pilsið gera heildarlín- una lengri. Beinn kjóll og laus óhneppt kápa í sama lit úr léttu efni bæði hylur óæskilega breidd og skapar um leið lengri línur. Há og mögur Fæstir álíta þannig vöxt valda vanda, nema sjálfar konurnar sem hann hafa. Þeim er hæðin oft til ama og hafa oft vanið sig á slæma líkamsreisn í misskilinni leit að því að sýnast lægri. En þetta er vöxturinn, sem þolir breið belti, stóra hatta og stór munstur. Tvíhnepptar kápur með stórum vösum og stungnum krögum gefa fyllingu í vöxt- inn. Dragtir með síðum jökkum og belti, pils með fellingum. Kragalausir dragtarjakkar með peysusniði eru mikið í tízku, en hin háa og magra ætti að nota rúllukraga með slíkum jakka. Kjólar ættu að vera úr mjúkum efnum, sem mynda fallegar lausar fellingar. Skyrtukjólasniðið er einnig lieppilegt og gjarnan stór munstur og víðar ermar með breiðum líningum. Séu axlir mjög mjóar má reyna ofur- litla rykkingu efst. á erminni eins konar „púffermi“. Og jiessi vöxtur ber buxnadragt- ir mjög vel. Breið að ofan — grönn um mjaðmir Hér eiga stórir vasar á mjöðmum rétt á sér, eigi kápan að vera með belti er rétt að hafa það í sama lit og kápan, helzt úr sama efni. Séu axlir breiðar og upphand- leggir kraftalegir eru laska- ermar grennandi. Notið gjarn- an jakka, sem eru dekkri en pils eða síðbuxur, það skap- ar mótvægi. Síðbuxur og bein pils eru fyrir þennan vöxt, og' engin kona ætti að nota víðar kyrtilermar nema hin mjaðmagranna. Dökkar skyrtublússur og ljós útsnið- in eða felld pils, eru mjög falleg á háa konu með þennan líkamsvöxt. Lítil og grönn Þær sem eru smávaxnar og grannar ættu ekki að velja klæðnað, sem lætur þær sýn- ast enn minni. Mýkt og kven- leiki ætti að vera þeirra mark- mið, kjólar með fellingum, rykkingum og afmörkuðu mitti er við þeirra hæfi. Draktir með felldu pilsi, lítið eitt aðskornum jökkum eru fyrir þær. Rykfrakkar með belti og fellingu í baki. Kápur með dálítilli vídd í pilsi, ennfrem- ur aðskornar í mitti, gefa fyll- ing'u í heildarsvipinn. Einlit pils með fellingum, blússan gjarnan rósótt eða doppótt í sama litaflokki. Séu sokkar og skór hafðir í sama litblæ virðist það gefa hugmynd um aukna hæð. Hin netta, smávaxna ber vel „barnakjólinn“, þ.e. kjól, rvkktan undir berustykki rétt um eða ofan við brjóst, efnið verður að vera létt og falla mjúklega. Ermar gjarnan langar, rykktar að framan með líningu. Víðir, rykktir kjólar úr þunnum efnum fara vfirleitt vel á hinum grönnu og smá- vöxnu, en þeir verða að vera stuttir svo fótleggirnir sýnist langir. Þetta ætti að vera vð hæfi hinna grönnu og smávöxnu. ☆ 33 tbl VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.