Vikan


Vikan - 14.08.1969, Side 18

Vikan - 14.08.1969, Side 18
UPPI Á NÍUNDU hæð í einu stórhýsanna við Sól- heima býr ungur verkfræðing- ur ásamt konu sinni. Ekki alls fyrir löngu knúði VIIvAN dvra á íbúð OC í þcssu húsi þeirra erinda að spjalla stutt- lega við húsfreyjuna, Sigriði Rögnu Sigurðardóttur, einn af þremur þulum íslenzka sjónvarpsins. Eg er í hálfgerðum vand- ræðum með að hefja samtal- Sigríður Ragna Sigurðardóttir, sjón- varpsþula og barnakennari. ið. Einhvern veginn finnst mér ég þekkja hana mætavel, enda þótt ég hafi aldrei séð hana í eigin persónu fyrr. Þetta andlit og þessi rödd: hvort tveggja hefur verið inni í stofu hjá flestum lands- mönnum í bráðum þrjú ár. En ég ríð á vaðið og spyr um ætt og uppruna að góðum, íslenzkum sið: „Eg er fædd og uppalin á Selfossi, en hef verið með annan fótinn í Reykjavík, síðan ég var smátelpa. Faðir minn, Sigurður Óli Ólason, var alþingismaður, svo að við vorum öll hér í höfuðborginni mestan hluta ársins, ég og systir mín, ásamt pabba og mömmu, Ivristínu Guðmunds- dóttur. Auðvitað var svolítið erl'itt að vera á eilífum þeyt- ingi, en eftir að ég settist í gagnfræðaskóla, fluttist ég hingað alveg. Síðan tók ég Iandspróf, fór í menntaskóla og lauk stú- dentsprófi vorið 1964. Þá var komið að því mikla vanda- máli að velja sér framhalds- menntun. Mér fannst ekki borga sig fyrir mig að fara í háskólann, því að engin ein- stök grein þar heillaði mig. Þess vegna fór ég í kennara- skólann og lauk kennaraprófi þaðan árið eftir. Nú kenni ég í Álftamýrarskólanum, 7, 8 og 9 ára börnum og líkar mjög vel. Ég held, að það eigi bet- ur við mig að kenna ungum börnum, en til dæmis ungl- ingum á gagnfræðaskólastigi. Það ei’ áreiðanlega miklu erf- iðara. Eg hef gaman af litlum börnum. Þau eru svo opin og hreinskilin. Ég ætti kannski ekki að segja frá því, en sum 18 VIKAN 33-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.