Vikan


Vikan - 14.08.1969, Side 21

Vikan - 14.08.1969, Side 21
varir, og temur sér stundum lævísa ósvífni, sem raskar andlegu jafnvægi keppinaut- anna. Drýgstur er hann þó í atkvæðaveiðum utan mál- funda. Björn er mannglöggur og málglaður og kann mæta- vel að haga orðum í samtali. Veldur miklu um vinsældir hans, að hann er sérlundaður og þykir sjálfstæður í skoð- unum um menn og málefni. Björn gagnrýnir foringja sína gjaman, ef honum býður svo við að horfa og telur sér henta, og fer jafnan sínu fram um álit og niðurstöður. Beit- ir hann þeirri aðferð einnig löngum á alþingi og sker sig mjög úr flokkshjörðinni, sem stendur eða liggur öllum stundum eins og forustusauð- irnir. Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson ætla þetta vanskapaða kímnigáfu í fari Björns Pálssonar, en Löngumýrarbóndinn veit., hvað hann syngur og hvggst fyrir. Hann er að eðli og inn- ræti eins og framkomu og at- hæfi sérstæður og einkenni- legur. Björn Pálsson minnir helzt á stygga en forvitna kind, sem hefur villzt ofan úr fjalli niður í byggð- na. Hann mun um margt líkastur Birni Eysteinssyni af niðjum hans, þó að nú sé önn- ur ökl og tækifæri fleiri en þegar móðurafinn lagðist út. Björn Pálsson er hjátrúað- ur og sérvitur. Hann þráði ungur að komast til valda og mannvirðinga og taldi sig brátt öðrum hæfari að gerast þingfulltrúi Húnvetninga. Að því takmarki keppti hann langa hríð af slóttugri fram- sýni. Björn réðst þess vegna kaupfélagsstjóri á Skaga- strönd til að afla sér fvlgis um gervallt liéraðið og slep]ia úr einangruninni heima í Svínavatnshreppnum. Hins vegar stofnaði hann til út- gerðar af meðfæddri ævin- t.ýramennsku. Læzt Björn græða á þeim umsvifum, en honum mun einkum í hug að hafa eitthvað fyrir stafni um þingtímann fjarri búskapnum á Löngumýri. Honum finnst gaman að sitja í Reykjavík vetrarlangt, deila geði og kjörum við kaupstaðarfólk, eta og drekka að höfðingja- sið og stríða andstæðingum og samherjum með skrýtnum en snjöllum hugdettum. Eigi að síður er Björn Pálsson táknrænn og dæmigerður ís- lenzkur bóndi. Hann gerir sér að leik að framlengja áhrif stéttar sinnar eins og banka- vixil og svarar að bragði með smellnum útúrsnúningi, ef spurt er um innistæðuna. Hefur sennilega enginn sex- tíumenninganna á Alþingi Is- lendinga hafizt eins til for- ustu og virðingar af slungnu hyggjuviti og þessi hún- vetnski dalakarl. Björn Pálsson gerir sér aft- nr á móti Ijóst, að íslenzkt samfélag er í merkilegri deigln. ITann álítur borgara- stéttina spillta, en veit, að nýir atvinnuvegir og nýir þjóðhættir í þéttbýlinu ráða úrslitum um framtíð íslend- inga. Hann vantreystir hins vegar Eramsóknarfl okkn 11 m að skilja og móta slíka þró- un. Björn er þess vegna eins og fugl í búri á alþingi, enda þótt hann brjótist þar um og láti til sín heyra. Af þessu leiðir, að hann nýtur sín lítt, þrátt fyrir gáfur og hug- kvæmni. Þingmennskan varð honum eins konar happdrætt- isvinningur. Björn Pálsson eyðir honum, meðan af ein- hverju er að taka, en hverfur svo aftur heim í Húnaþing að búskap og útgerðarbraski, þvi að hann sezt naumast í lielgan stein fjor en ævisólin hnígur til viðar. Þá mun hann þjóna stríðnislund sinni með því að hlakka yfir þeim ver- aldarframa, sem honum gafst, en Hannes bróðir hans fór á mis. Á útfarardegi sínum ger- ir Björn svo kannski héraðs- búum svipaða veizlu og nafni hans og afi forðum, er sá svip- mikli og minnisverði öldung- ur hvarf af þessmn heimi eins skemmtilega hrekkjóttur og meðan liann var og hét. Hún- vetningar drukku þá heila viku á kosnað hins látna. tbl- VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.