Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 22
Christina Austin Ford, núverandi eiginkona Henrys Ford II, Þær eru á forsíðum heimsblaðanna, en þær losna ekki heldur við slúðurdálkana. Þær heita: Anne Johnson, Cristina Ford, Charlotte Niar- chos og Anne Uzielli. Þótt þær beri ekki allar Ford nafnið nú, eru þær allar tengdar og skyldar Ilenry Ford II., sem er fyrri maður Anne eldri, núverandi eiginmaður Cristinu Austin Ford, og faðir Charlotte Niarchos og Anne Uzielli. Það er auðvitað hin geysilegu auðæi'i fjölskyldunnar, sem gerir þessum konum kleyft að lifa í slíkum munaði; fjölskyld- unnar, sem orðin er eins og konungsfjölskylda í Bandaríkj- unum, engu síður en Kennedv fjölskyldan frá Boston. Það var „Tin Lizzie“, blikkdósin svokallaða, sem var upp- hafið af veldi Ford fjölskyldunnar, sem hefir náð ótrúlega langt á skömmum tíma. Það var afi Ilenrys Fords II. sem með dugnaði, eljusemi og miklum sparnaði, lagði grund- völlinn að þessum miklu auðæfum. Hin fræga T-gerð Fordbílanna var einföld, ódýr og gat ekið hratt. Ford konurnar eru ekki ódýrar í rekstri, þær eru glæsilegar og þær aka líka hratt uin heiminn. Fram að þessu hafa þær ekki sýnt merki þess að þær séu farnar að þreytast á þessum stöðuga þveitingi milli heims- álfa, enda eru þær ungar að árum og hafa þægileg farartæki. Fiórar Konwr ÞÆR ERU FJÖRAR, OG MEÐAL FEGURSTU OG BEZT KLÆDDU KVENNA í HEIMINUM, - ÞAÐ ER EKKERT VAFAMÁL........ 22 VHCAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.