Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 23
Anne Ford eldri og núverandi eiginmaður hennar, Deane Johnson, hæsta- réttarmálaflutningsmaður. Pað eru eiginlega ekki nema fimm til sex ár, síðan þær komu fyrir alvöru fram í sviðsljósið. Fram að þeim tíma var fjölskyldan ekki svo áberandi í samkvæmislífinu. Anne McDonnell Ford, núverandi frú Johnson, erfði sjálf mikil auðæfi, sem margfölduðust, þegar hún skildi við fyrri mann sinn, Henry Ford II. árið 1964. Þegar hún giftist í annað sinn, flutti hún tjaldhæla sína frá New York til Eeverley Hills, þar sem hún var fljótlega vel þekkt í sam- kvæmislífinu. Cristina Ford (núverandi frú Ford) er látlaus, fjörleg og aðlaðandi kona, ítalskrar ættar. Þegar Nixon var settur inn í embættið, þá var haft eftir Cristinu að þau hjónin væru öfugu megin við vegginn. En lnin hélt samt geysitnikið hóf, bauð standspersónum úr báðum flokkum, og það var sagt að margir repúblikanar hefðu heldur kosið að þiggja boð hennar, heldur en forsetans. Eftir þetta boð fóru hjónin til Punta del Este, þar sem frúin töfraði Suður-Ameríkumenn- ina. Charlotte Ford Niarehos, sem er dóttir Anne Johnson og Henrys Ford, giftist manni, sem var þrjátíu og þrem árum eldri en hún og átta árum eldri en faðir hennar. Hann er grískur skipaeigandi, Stavros Niarchos, aðal keppinautur Onassis. Þau fóru í brúðkaupsferð til Saint-Moritz, þar sem þau eyddu hveitibrauðsdögunum með fyrri konu hans og börnum. Nokkru síðar tilkynnti Charlotte að hún ætti von á barni. Eftir að hún ól honum dóttur, skildu þau. En síðan hefur Charlotte eiginlega sézt oftar í fylgd með fvrrverandi eiginmanni heldur en meðan þau voru gift. Anne Ford Uzielli er feimin og aðlaðandi kona, laglegust af þeim. Hún líkist greinilega móðurfólkinu — McDonnel] fjölskyldunni. Brúðkaup hennar í desember 1965 var mikið umtalað, ekki sízt vegna þess að Charlotte systir hennar, sem átti að verða brúðarmey, fór burt tveim vikum áður, til að giftast skipakónginum sínum í Juarez. Eginmaður Anne er ítalskur kaupsýslumaður af Gyðingaættum, Gian Carlo IJzielli. Það hefði líklega ekki verið í anda langafa hennar, sem var kunnur fyrir að leggja fæð á Gyðinga eins og fleiri Eandaríkjamenn í þá daga. Anne virðist ánægð með mann- inn sinn, og eiga þau einn son. Allar þessar Ford konur eru á stöðugum ferðalögum, þær fara yfirleitt til þeirra staða þar sem þotur geta lent, skip varpað akkerum eða Lincoln Continental bílar smeygt sér á milli húsa. Anne MacDonnell Ford Johnson er mikilhæf kona, og hún stóð dyggliega við hlið manns síns í tuttugu og fjögur ár, og gerði sér far um að vera góð fyrirmynd barna sinna (Charlotle og Anne og Edsel bróður þeirra, sem er yngri). Hún er trúaður kaþólikki, og setti dæturnar í klausturskóla, og örugglega hefur luin beðið til þess að þær eignuðust góða eiginmenn. Nú býr Anne Johnson í Los Angeles, langt frá æskuheim- ili sínu, þar sem hún ólst upp í glöðum systkinahópi (Mc- Donnell systkinin voru fjórtán). Frú Johnson er ennþá glæsileg kona, þótt hún sé komin undir fimmtugt. Ilún er Ijóshærð, smágerð, greind og ein Framhald á bls. 41 Charlotte Ford og Stavros Niarchos, nokkru áður en þau skildu. Anne Ford yngri og eiginmaður hennar, Gian Carlo Uzielli. 33 tbl VIKAN 2íl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.