Vikan


Vikan - 14.08.1969, Qupperneq 24

Vikan - 14.08.1969, Qupperneq 24
24 VIKAN 33-tbI- THE ROHING STONES Eftir nokkurt hlé eru Rolling Stones — eða Rollingarnir, eins og þeir eru jafnan nefnd- ir hér — komnir fram á sjónarsviðið. Virð- ast þeir félagar nú sýnu hressari en nokkru sinni fyrr og bendir margt til þess, að þeir eigi enn eftir að láta töluvert að sér kveða. Otal skakkaföll hafa hrjáð þessa umdeildu hljóm- sveit á ferli hennar en nú virðist séð fyrir end- ann á þrengingunum. Tveggja laga plata hljóm- sveitarinnar með laginu „Honky Tonk Woman" hefur hvarvetna hlotið miklar vinsældir, tvær hæggengar hljómplötur eru þegar tilbúnar og væntanlegar í umferð innan tíðar, hljómleika- ferðir eru fyrirhugaðar og sitthvað fleira er í bígerð. Eins og kunnugt er lézt gítarleikarinn Brian Jones með sviplegum hætti að heimili sinu fyrir rúmum mánuði. Hann hafði sagt sig úr hljómsveitinni skömmu áður, og var ástæð- an sögð sú, að hann hefði ekki lengur áhuga á þeirri músik, sem Rollingarnir fengust við. Mick Jagger sagði við blaðamenn skömmu eft- ir að Ijóst var, að Brian mundi hætta, að þeir í hljómsveitinni hefðu lengi vitað, að Brian væri áhugalaus og hefði litla ánægju af að fást við þá músik, sem Rollingarnir fluttu. Og hann bætti við: — Það kom óhjákvæmilega að því, að við ræddum málið í alvöru og hreinskilni, og þá varð okkur Ijóst, að það yrði öllum fyrir beztu, að Brian hætti. Þessi viðskilnaður fór fram í mestu vinsemd, og það var hvorki af okkar hálfu né Brians nokkur vottur gremju eða beiskju eins og oft vill verða, þegar þannig stendur á. Þegar Brian var horfinn úr hljómsveitinni var félögum hans nokkur vandi á höndum. Þeir þurftu þegar í stað að fá gítarleikara í hans stað. Ekki vildu þeir auglýsa eftir gítar- leikara, því að þá hefðu þeir þurft að hiusta á hundruð umsækjenda, og það tók alltof langan tíma og var alltof mikið umstang að þeirra áliti. Að lokum ákvað Mick Jagger að leita ráða hjá John Mayall, þeim frábæra bluesleikara. Sagði Jack, að hann treysti bezt dómgreind Mayalls í þessum efnum. Mayall benti Rollingunum á Mick Taylor, sem hafði til skamms tíma leikið með hljómsveit hans. — Það rumdi nú bara í John, þegar ég sagði honum, að okkur langaði til að kynnast Mick, en ég tók það sem „já" og þar með sem með- mæli með piltinum. Ekki vildu Rollingarnir kaupa köttinn í sekkn- um, og þess vegna nefndu þeir ekki við hann, þegar þeir settu sig í samband við hann, að þeir hefðu áhuga á að fá hann ( hljómsveitina. Þeir báðu hann hins vegar að að- Hinn nýi liðsmaður Rollinganna, Mick Taylor. 4 Marianne Faithfull, heitkona Mikka Jagger. I»au leika nú systkini í kvikmynd, sem verið er að taka i Ástralíu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.