Vikan


Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 27

Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 27
Þetta er ágætur og snyrtilegur sport- klæðnaður á alla aldursflokka. Ekki get ég sagt að ég sé yfir mig hrif- in af þessu, en táningarnir, sem ég myndi halda að klæddust svona löguðu, eru sennilega mjög hrifnir. Svona fatnaður finnst mér ákaflega fallegur. Eg vildi gjarnan sjá manninn minn svona klæddan. Ákaflega skemmtilegur og lieppilegur sportklæðnaður fyrir karlmenn á öllum aldri. I rauninni finnst mér þetta alls ekki ljótt — en ég held að þetta væri ekki fallegt nema bara á unglingum. Þessu er ég alveg stórlirifin af; gæti farið jafnvel á afa og manninum mín- um. Stórkostlegt! i 1 Þessi fatnaður er sennilega nothæfur í ferðalög' og- svoleiðis, en mér finnst þetta ekkert sérstakt. Buxurnar eru góðar, en hitt fær mig ekki til að hrífast. Þó væri það senni- lega nokkuð gott á yngri strákum. Ja, ég vildi ekki sjá pabba í svona föt- um, en ungir menn, ca. tvítugir, ættu gjarnan að klæða sig svona — svo fram- arlega sem þeir eru réttu „týpurnar" í þessa tegund fatnaðar. Mjög heppilegur sportfatnaður, til dæm- is hér á Islandi, þar sem veðráttan er svona umhleypingasöm. Svona klæðnaði virðist þurfa að fylgja sítt hár og skegg, sem er allt of oft óþrifið; í sjálfu sér er allt í lagi með mikið hár — og getur oft á tíðum verið fallegt — bara ef það er þvegið. Annars er þetta ekkert nýtt, karlmenn hafa verið með pífur og parruk frá aldaöðli. Ákaflega falleg föt. Buxurnar passlega víðar og engin skálmauppbrot, vestið óvenjulegt að því leyti að það er beint að neðan og jakkinn mjög skemmtileg- ur með lítil kragahorn og aðeins aðskor- inn. iNIér finnst þetta einstaklega fal- legur klæðnaður og karlmannlegur. 33. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.