Vikan


Vikan - 14.08.1969, Side 28

Vikan - 14.08.1969, Side 28
Úrdráttur úr skáldsöp Johns Galsworthys 19. H LUTI Um jólin var margt um manninn á Condaford. Nýi þingmaSurinn Dornford var meðal gestanna. Adrian, Díana og börnin voru þar líka, Hilary, kona hans og dóttir. Dinny hafði mikið að gera, en lét aldrei sjá á sér þreytu. Dornford virti hana fyrir sér. Hvað var á bak við þessa einstöku fórnfýsi? Dornford sneri sér að Adrian, hann hafði tekið eftir að þessi frændi hafði alveg sérstakt dálæti á Dinny. — Frænka yðar virðist vera lífið og sálin á þessu heimili. — Já, Dinny er dásamleg stúlka. — Hugsar hún aldrei um sjálfa sig? Adrian leit út undan sér á Dornford. Þetta var glæsilegur maður og traustvekjandi. — Nei, það held ég ekki, ekki nema ástæða sé til, og tæplega þá. — Mér finnst hún bera það með sér að hún hafi átt við sitt að stríða. — Hún er tuttugu og sjö ára, sagði Adrian og yppti öxlum. — Væri yður sama þótt þér segðuð mér eitthvað frá þessu. Ég er, — ég er mjög ástfanginn af henni, og ég er hræddur um að ég geti ef til vill sært hana, ef ég veit ekki neitt. Adrian tottaði pípu sína. — Er yður alvara? — Já, það veit hamingjan. — Ég er yður sammála, það er betra að þér vitið eitthvað. Hún var mjög ástfangin í hitteðfyrra, en það endaði á sorglegan hátt. — Dó hann? — Nei, ég get ekki sagt yður söguna alla, en maðurinn hafði gert nokkuð sem útilokaði hann, — eða það fannst honum sjálfum, frá samfélagi við annað fólk, og hann fór, til að flækja ekki Dinny inn í vandræði sín, til Austurlanda. Dinny hefur aldrei talað um hann eða þá atburði síðan. — Ég skil. Þakka yður mjög vel fyrir að sýna mér þetta traust, þér hafið gert mér mikinn greiða. — Mér þykir fyrir því ef þetta særir yður, tautaði Adrian, — en það er betra að vita sannleikann og hafa augun opin. — Örugglega. Adrian gaut augunum við og við til hins þögla sessunautar síns. — Hann er maður sem ég gæti hugsað mér fyrir Dinny, hugsaði hann. En atvikin eru oft svo öfugsnúin. — Hún er mjög ólík systur sinni. Dornford brosti. — Já, það má nú segja. — Clare er falleg kona. — Já, og hefur líka mikla hæfileika. — Þær eru báðar greindar. Hvernig gengur henni við vinnuna? — Prýðilega. Hún er fljót, hefur gott minni og er mjög hugmynda- rik. — Það er leitt að hún skuli vera í þessari aðstöðu. Ég veit ekki hvað skeði milli þeirra, en ég hefi það á tilfinningunni að það verði aldrei bætt. — Ég hefi ekki hitt Corven. — Hann er notalegur náungi, en ég held að hann sé harður í horn að taka. — Dinny segir að hann sé hefnigjarn. Adrian kinkaði kolli. — Já, því gæti ég trúað. Og það er slæmt, þegar farið er út í hjónaskilnað. En ég vona að til þess komi ekki, það er andstyggilegt fyrirabrigði. Það hefur aldrei skeð í okkar fjölskyldu. — Ekki okkar heldur, enda erum við kaþólsk. Mánudaginn eftir nýársdag fóru allir gestirnir. Síðdegis fór Dinny upp til að leggja sig, og hún sofnaði fljótt. Hana dreymdi að hún stæði á árbakka. Wilfrid hélt í hönd hennar og benti yfir á hinn bakkann. — Aðeins ein á ennþá, sem við eigum eftir að komast yfir, sagði hann. Svo leiddust þau niður að ánni og allt varð dimmt og kalt. Hún missti af hönd hans og barst með straumnum, lengra og lengra. — Ein á ennþá, — ein á . . . . en hún fann ekki hönd hans. Hún vaknaði í dauðans angist. Hún sá aðeins dimman him- ininn út um gluggann, þó glitti aðeins í stjörnurnar gegnum lim trjánna. Hún flýtti sér á fætur, þvoði sér i framan, en átti bágt með að losna við ónotin frá draumnum. — Ein á ennþá Eftir að Corven fór, hitti Clare Tony oft, en alltaf á almanna- færi, og hann stóð við orð sín. Þau hittu ekki kunningja sína, Clare fannst það ekki ráðlegt, en fóru í bíó eða aðeins út að ganga. Hann fylgdi henni aldrei heim, og kom heldur aldrei inn fyrir dyr hjá henni. Þegar hún kom til London, eftir nýárið, hafði Clare ekki hitt hann svo lengi, að hún var stöðugt að hugsa um hann. Hún skrifaði honum því bréf. Kæri Tony! (hún skrifaði utan á bréfið til Coffee House). Hvar ertu, og hvernig líður þér. Ég er komin aftur til borgar- innar. Gleðilegt ár! Clare. Svarið kom eftir þrjá daga. Það var skrifað frá Bablock Hythe. Það var innilegt bréf, og hann sagði henni að hann væri nú að koma sér fyrir. Muskham ætlaði að greiða honum laun frá áramót- um, og hann ætlaði að reyna að kaupa gamlan bíl, svo hann væri 28 VIKAN tw-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.